blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaöiö Viðskiptaráð gacjnrýnir frumvarp um RUV mbl.is | Viðskiptaráð Islands (Vl) segir að í frumvarpi menntamála- ráðherra er varðar rekstur Rík- isútvarpsins sé blásið til sóknar ríkisrekstrar gegn einkarekstri sem hafi þegar haslað sér völl á markaðnum. VÍ segir að þessi fram- ganga ríkisins spilli heilbrigðum rekstrarskilyrðum á fjölmiðlamark- aði. Þannig liggi í augum uppi að fjallaði frumvarpið ekki um RÚV heldur fyrirtæki í einhverri annarri atvinnustarfsemi í landinu sæist glögglega hve frávik frá eðlilegum leikreglum markaðarins eru hróp- andi í frumvarpinu. Þá kemur fram í samþykkt Vl sem birt var í gær að samtökin hafi marg- oft bent á að ríkinu beri skylda til að sporna gegn frekari útgjaldaþenslu með því að gæta aðhalds í rekstri sínum, draga úr starfsemi hins op- inbera og lækka álögur á skattgreið- endur. Fyrirliggjandi frumvarp um RÚV hf. sé síst til þess fallið að upp- fylla slíkar skyldur. Þeir Arnar Guðni og Valdimar Pardo voru önnum kafnir við kvikmyndagerð á Ingólfstorgi I gær. Valdimar sýnir giæsileg tilþrif á hjóla- brettinu og Arnar sér um að festa þau á filmu. Veiðimenn vilja friða blesgæs Umhverfisráðuneytið hefur nú tekið málið til skoðunar. Blesgœs hefur fcekkað jafnt ogþétt og er einungis skotin hér á landi. Félagsmenn í Skotveiðifélagi Islands (Skotvís), leggja til að veiðar á bles- gæs verði bannaðar og stofninn frið- aður. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Undanfarin ár hefur blesgæsum fækkað jafnt og þétt, og hefur fækk- unin numið um eitt þúsund gæsum á ári. Heildarstofninn stendur nú í þrjátíu þúsund fuglum. Hér á landi er talið að um þrjú þúsund blesgæsir séu veiddar á hverju hausti og ljóst að miðað við þróunina hafa veiðarnar áhrif á stofninn. Ástæðan fyrir því að blesgæs fækkar er þó ekki rakin til veiða, heldur hlýnunar á norður- hveli jarðar. Hún hefur þau áhrif að Kanadagæs hefur í stórum stíl flutt sig um set og hreiðrað um sig á vestur- strönd Grænlands, þar sem hún tekur yfir varpstöðvar blesgæsarinnar. Þrátt fyrir að fækkun blesgæsar sé ekki rakin til veiða vilja skotveiðimenn friða stofninn. Ljósmynd Róbert Schmidt www.expressferdir.is FÓTBOLTASKÓU DAVID BECKHAM í LONDON þurrkist út með tíð og tíma sem er vissulega alvarlegt mál. Því ættu allir skotveiðimenn á Islandi að virða þessar fyrirhuguðu friðunarað- gerðir á blesgæsinni,“ skrifar Róbert. Engin ákvörðun liggur fyrir Sigurður Þráinsson, deildarstjóri hjá Um- hverfisráðuneytinu, segir að málið sé í skoðun þar. „Þetta er ekki stór stofn og hann kemur að- eins við hér á landi á leið sinni frá Bretlandseyjum Grænlands. Island er eina landið þar sem veiðar á blesgæs eru leyfðar og meðal annars af þeim sökum er verið að skoða hvort friða eigi stofninn,“ segir Sigurður en ít- rekar að engin ákvörðun liggi fyrir i málinu. „Það er hinsvegar auðvitað jákvætt að veiðimenn íhugi og skoði stöðu þeirra fuglastofna sem þeir eru að veiða og hvort veiðarnar séu rétt- lætanlegar og sjálfbærar miðað við stöðu einstakra stofna,“ segir Sig- urður ennfremur. I áðurnefndum pistli Róberts segir að heyrst hafi að Náttúrufræði- stofnun Islands sé búin að ákveða friðun á blesgæs frá og með haustinu 2006. Ennfremur að tillögur liggi fyrir um að friða þurfi stór svæði fyrir gæsaveiði. Sigurður ítrekar hins- vegar að engar ákvarðanir liggi fyrir. „Veiðitíminn byrjar 20. ágúst og ákvörðun þarf að liggja fyrir tíman- lega. Við munum ráðfæra okkur við Náttúrufræði- og Umhverfisstofnun vegna þessa máls, en þeirra sérfræð- ingar eru okkar ráðgjafar í þessu sambandi. Við erum hinsvegar ekki farnir að leggja þetta fyrir stofnan- irnar þannig að það er talsvert ferli eftir innanhúss í þessu máli,“ segir Sigurður. Veiðar á gráu svæði Róbert Schmidt, veiðimaður og félagsmaður í Skotvís, gerir málið að umtals- efni á heimasíðu verslunarinnar Úti- vist og veiði í gær. Þar segir hann meðal annars: „Þessarfréttir koma svo sem ekkertverulega á óvart. Skot- veiðimenn hafa lengi vitað að veiðar á blesgæs hafa verið á „gráu svæði“ ef þannig má að orði komast. Veiði- mönnum hefur verið bent á að hlífa blesgæsinni í nokkur ár og nú er svo komið að stofninn er í mikilli niðursveiflu og vísindamenn segja að talsverð hætta sé á að stofninn hreinlega David Beckham stofnaði nýverið fótboltaskóla I s(nu nafni þar sem strákum og stelpum á aldrinum 13-15 ára gefst tækifæri til þess að æfa fótbolta við bestu aðstæður undir leiðsögn nokkurra af reyndustu þjálfurum yngri flokka á Englandi. 79.900 kr. 3 dagar, brottför 26. júlí 99.900 kr. 5 dagar, brottför 30. júll INNIFAUÐ: Rug og skattar, Islensk fararstjóm, allar njtuferðir, skólinn sjálfur, sokkar, stuttbuxur, bolur, fótboltaskór og Iþróttagalli, allt merkt David Beckham fótboltaskólanum, ásamt öllu fæði. Hægt er að vera 13 » Nánar á www.expressferdlr.is daga eða 5 daga I skólanum. Express Ferðir, Grimsbœ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Express Ferðir i _i_i_j r_ Feróaskrifstofa íeigu icetand Express Enginn kynjakvóti í Ný- sköpunarverðlaunum Hanna Maria Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, segir enga kynja- kvóta í gildi þegar tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta Islands eru ákveðnar. Þess vegna geti það farið á þann veg að ein- ungis karlmenn séu á meðal þeirra sem tilnefndir eru eins og raunin varð á fimmtudaginn þegar verð- launin voru afhent af Ólafi Ragn- ari Grímssyni á Bessastöðum. Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, vakti athygli á því í gær að engar konur hafi verið í hópi þeirra sem til- nefndir voru. Það var Viðskipta- háskólinn á Bifröst sem að þessu sinni gaf verðlaunin. Á vefsíðu sinni spyr Runólfur hvernig það megi vera að á meðal þeirra 140 ungu fræðimanna sem til álita komu, hafi engin kona verið á meðal þeirra hæfustu. Aðeins þrjár konur hlotið verðlaunin Hanna María Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, sagði aðspurð hverju þetta sætti: „Það er ekki kynja- kvóti á þessum verðlaunum.“ Hún segir þetta þess vegna geta fallið á hvorn veginn sem er. Hún sagðist ekki hafa kannað hvernig umsókn- irnar 140 skiptust en hún taldi þó að þegar á heildina væri litið væri kynjaskiptingin nokkuð jöfn. „Það eina sem er lagt til grundvallar eru gæði verkefnanna. Það er ekki horft til þess hverjir það eru sem standa að þeim.“ Á heimasíðu forsetaembættis- ins má sjá að verlaunin hafa verið veitt á hverju ári frá 1996.1 þau ell- efu skipti hafa aðeins þrjár konur verið þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin. Skór eru ekki einnota Þeim fer sífellt fækkandi sem stunda hina göfugu iðn skósmíðar. Líkleg ástæða er að færri og færri einstaklingar huga að gæðum þess skótaus sem þeir kaupa, heldur er frek- ar leitað að þvi sem er mest í tísku - nú eða því sem ódýrast á útsölunni á hverjum tíma. Hann Þráinn Jóhannsson, skósmiður á Grettisgötu þekkir hinsvegar gildi þess að kaupa vandaða vöru og nostrar við viðgerðir á þeim pörum sem inn til hans koma. BlaÖið/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.