blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ Svona er raunveruleikinn Það eru hinirfullorðnu sem erfiðast eiga með auglýsinguna segir Sigríður Björnsdóttir um nýja auglýsingu Blátt áfram þar sem börnin setja mörkin. Sigríður Björnsdóttir BlaOiÖ/Steinar Hugi Umfjöllun um kynferðislegt of- beldi á borð við þá sem sást í fjöl- miðlum við útgáfu bókar Thelmu Ásdísardóttur hefur mikil áhrif en mikil aukning varð á fjölda þeirra mála sem komu til kasta Barnahúss í október og nóvember- mánuði í fyrra. Gildi umræðunnar um kynferðis- legt ofbeldi gagnvart börnum er því augljóst en mikilvægt er að vanda til hennar. Auglýsing Blátt áfram þar sem börn tala um hvað má og hvað má ekki gera við börn hefur vakið mikla umræðu í samfélaginu. Ferðir fyrir 2 með Sumarferðum 42" Piasmasjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni fsveislur frá Kjörís Ljósakort frá Sólbaðstofunni Smart Gjafabréf í Húsasmiðjuna Seconda armbandsúr Gjafabréf frá Glerauganu Vasar, teppi og mynd frá Zedrus Fjarstýrðir bílar frá Tómstundarhúsinu Næstu vikurnar ætiar Blaðið að láta drauminn þinn rætast. Sendu okkur einhverja fyrirsögn úr blaðínu og þú kemst í pott sem dregið verður úr einu sinni i viku og þú gætir komist (sólina í boði eða unnið einhvem af glæsilegum vinningum. Klípptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann á (Blaðið, Bæjarlind 14 - 16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur töfvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið sumar@bladid.net United 42” 139.990 Dregið út á mánudögum 4 Fyrirsögn Fullt nafn Kennitala Slmi (Úrklippumiði / þátttökumiði) (sendist á - Blaðið, Bæjarlind 14- 16,201 Kópavogur). JK. blómouol HÚSASMIDIAN S Gleraugað Suðuríandsbraut SO I bléu húsunum við Faxafen Slmi 56« 2662 Z E D R U S Hlidorsmóri 11 »:5342288 Hefur svo margt að segja yjsmsi I smort r i viitiiii.i) blaði Ekki verður annað sagt en að auglýs- ingin sé blátt áfram þar sem ekkert er dregið undan og börnin tala hisp- urslaust um málin. Ekki eru allir á eitt sáttir um gildi auglýsingarinnar. Margir hafa tekið henni fagnandi og nýtt til að hefja spjall við börn um kynferðismál og fræða þau. Aðrir segja auglýsinguna geta haft skaðvænleg áhrif á börn, að áhrif auglýsingar sem þessar eyðileggi heimsmynd barna. Þau rök virðast lítils mega sín ef horft er til þess að fjölmiðlar virðast ekki hlífa börnum við ofbeldi og klámi, þó ekki sé litið til annars en umfjöllunarefnis frétta- tima. Að auki er mikil umfjöllun um kynferðismál í fjölmiðlum, hví þá ekki auglýsing á borð við þessa? Um sautján prósent íslenskra barna hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi samkvæmt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa. Það þýðir rúmlega fimmta hver stúlka og tæplega tíundi hver drengur verða fyrir kynferðisofbeldi áður en þau ná átján ára aldri. Stúlkum virðist standa mest ógn af körlum tengdum fjölskyldunni en drengjum af körlum ókunnum fjölskyldunni. Það er ljóst af þessum tölum að mikið starf þarf að vinna til að koma i veg fyrir þetta ofbeldi og syst- urnar í Blátt áfram, Þær Svava og Sigríður Björnsdætur, hafa lagt ríka áherslu á að fræða börnin um kyn- ferðisofbeldi en þær bjuggu báðar við kynferðislegt ofbeldi um árabil. Þær hafa komið mikilvægu innleggi inn í umfjöllun um þessi mál en það eru sjónarmið þeirra sem eiga þessa reynslu að baki. „Við óskum þess að foreldrar sjái hvað við erum að gera,” segir Sig- ríður í samtali við Blaðið. „Þetta snýst um meira en kynferðislegt ofbeldi. Þetta snýst um sjálfsvirðingu, samskipti barna við fullorðið fólk og hvað má og má ekki. Þetta eru ágengar auglýsingar en þeim er beint að hinum fullorðnu því það skiptir svo miklu máli að foreldrar fræði börnin sín um þessi mál.” Varþá tilgangur auglýsingarinnar fyrst ogfremst sá að vekja foreldra til umhugsunar og kenna þeim að tala við börnin sín? Já. Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð frá foreldrum. Margir hafa sagt okkur að þeir hafi nýtt aug- lýsinguna til að hefja umræðu um þessi mál innan fjölskyldunnar. Til dæmis fimm ára gamalt barn sem spyr; Hvað er verið að tala um typpi? og barnið fær á móti blátt áfram og eðlileg svör frá foreldri sínu og þannig hefst umræðan. Fyrir þetta eru margir foreldrar þakklátir. Ég var til dæmis að tala við fimmtíu foreldra í Sandgerði í gær og þeim fannst auglýsingarnar mjög góðar. Þetta er erfitt og það er það sem við upplifum. Það kemur upp ótti og reiði sem eru eðlileg viðbrögð við hlutum sem við þekkjum ekki af eigin reynslu og eða finnst óþægilegir. Fólk kannast ekki við svona bein skilaboð. Ef ein- hver reynir að ganga á barnið þitt er það fyrsta sem barnið segir; Heyrðu ég veit að þetta má ekki. Hættu þessu. Svo hef ég verið að ræða við ung- linga síðustu daga og ég spyr þá hvernig þeim finnist auglýsingarnar og það er ljóst að þeim finnst þær mjög góðar. Ég er alltaf jafn hissa á því hvað unglingarnir spyrja mikið, hvað þau eru opin og hversu vel þau meðtaka upplýsingarnar. Mér finnst það að- dáunarvert. Ég á alltaf von á að hitta unglinga sem vilja ekki hlusta á mig en það hefur ekki gerst. Það er eins og þau þrái upplýsingar um þetta á jákvæðum og eðlilegum nótum. Ég hvet þau að fara heim og fá foreldra sína til að ræða þessi mál við þau. En ef þau fá upplýsingarnar ekki heima leita þau þeirra annarsstaðar. Þau tala við félagana og fara á Netið og þar fá þau kannski ekki réttu upplýs- ingarnar. Börnin okkar líta upp til okkar og vilja vita hvað okkur finnst og skoðanir barna mótast hjá foreldr- unum svo auðvitað þurfum við að láta þau vita hvað okkur finnst. Fullorðna fólkinu líður illa Getur verið að auglýsingaher- ferðinfari illa í börn? Nei. Ég hef enga trú á því. Það sem við finnum hérna hjá Blátt áfram er að ef einhver er viðkvæmur fyrir þessum auglýsingum þá er það full- orðna fólkið. Fullorðna fólkið virðist eiga í mestum erfiðleikum með að tala um þetta. Börn skynja óþægindatilfinningu hjá fullorðna fólkinu. Það er ótti sem kemur upp hjá fullorðna fólkinu því það veit ekki hvernig það á að ræða þessi mál við börnin sín. Við viljum reyna að ná til þessa fólks og gera þeim málið auðveldara.Þessi börn sem eru í auglýsingunum þau segja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Við viljum að foreldrar átti sig á því hvað það er sem börnin þurfa að vita og hvað þau eiga að geta sagt. Ef það er einhver sem reynir að fá börn til að gera eitthvað sem ekki er í lagi að þau geti sagt; nei. En er réttlætanlegt að vera með hrœðsluáróður? Það er enginn nema unglingur- inn sem talar um eitthvað neikvætt í auglýsingunni. Hann talar um kyn- ferðisbrotamann en hin börnin eru bara að segja það sem þeim finnst. Það er ekkert neikvætt við það. Ef ég tala út frá minni eigin reynslu, því ég gekk í gegnum þetta í mörg ár, þá þráði ég leið út. Ef að ég hefði fundið að það væri einhver í umhverfinu að upplifa það sama og ég hefði það gert mér auðveldara að segja frá þessu og komast út úr þessu. Ég er sannfærð um ef að barn sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi horfir á auglýsinguna þá auki það líkurnar á því að það segi frá og leiti eftir hjálp. Fagralund við Furugrund Kópavogi Námskeið hefjost 8. mars Skráning í síma 891 7190 Kennarl: Sigríöur Guðjohnsen Rope Yoga kennarl www.sigga.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.