blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 2
2 i INNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaAÍ6
blaðiðt—a
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Lést eftir slys
í Garðabæ
mbl.is | Stúlkan sem lést á
sjúkrahúsi á fimmtudag
eftir að hafa orðið fyrir bíl á
Bæjarbraut í Garðabæ þann 15.
febrúar síðastliðinn hét Halla
Margrét Ásgeirsdóttir. Halla
fæddist árið 1990 og var nemi
við Garðaskóla í Garðabæ.
Byggðastofnun
rekin með tapi
mbl.is | Tap Byggðastofnunar
á síðasta ári nam um 272 millj-
ónum króna samkvæmt tilkynn-
ingu sem send var Kauphöll
íslands í gær. Þar kemur fram
að tapið hefur dregist saman
milli ára, en árið 2004 nam það
rúmum 385 milljónum.
Hreinar vaxtatekjur stofn-
unarinnar námu rúmum 140
milljónum sem er talsvert
minna en árið áður þegar þær
numu rúmum 269 milljónum
króna. Rekstrartekjur námu
rúmlega 400 milljónum í fyrra.
í tilkynningunni til Kaup-
hallarinnar kemur fram að
hlutverk Byggðastofnunar er
að vinna að eflingu byggðar og
atvinnulífs á landsbyggðinni.
Stofnunin undirbýr, sldpuleggur
og fjármagnar verkefni og veitir
lán með það að markmiði að
treysta byggð, efla atvinnu og
stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.
Byggðastofnun fylgist einnig
með þróun byggðar í landinu.
Byggðastofnun er með
skrifstofu sína á Sauðár-
króki. í lok árs vann 21 starfs-
maður hjá Byggðastofnun.
Útlán í lok árs 2005
námu 9.019.762 þús. kr. og
hafa lækkað um 1.366.979
þús. kr. frá lok árs 2004.
„Sælli konu finnur þú ekki í dagv'
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að teknir verði upp styrkir til œttleiðinga. Guðrún Ögmunds-
dóttir segist alsœl með að niðurstaða sé komin í málið sem hún hefur baristfyrir lengi.
Þau sem barist hafa fyrir því að
styrkir til ættleiðinga erlendis frá
verði teknir upp hér á landi glödd-
ust í gær þegar ákveðið var á ríkis-
stjórnarfundi að gert verði ráð fyrir
þess konar styrkjum í fjárlögum
fyrir árið 2007. Guðrún Ögmunds-
dóttir, þingkona Samfylkingarinnar
segist hæstánægð með að málið sé
til lykta leitt. Hún hefur lagt fram
tillögur þessa efnis þrisvar sinnum
á síðustu árum. Gíslína Ólafsdóttir,
kjörmóðir, segist einnig ánægð með
það að baráttumál þeirra sem talað
hafi fyrir styrkjum til ættleiðinga
hafi náð fram að ganga.
Sátt við ákvörðunina
„Ég er óskaplega sátt við þessa
ákvörðun," segir Guðrún. „Sælli
konu finnur þú ekki í dag.“ Hún
segist ánægð með að ríkisstjórnin
skuli hafa tekið þetta mál sem hún
hefur barist fyrir, upp á sína arma.
„Maður flytur þessi mál á Alþingi í
þeim tilgangi að fá þeim framgengt.
Það gerðist núna og er það gleði-
efni.“ Hún sagðist hafa fengið mikil
og jákvæð viðbrögð frá verðandi
foreldrum í gær þegar ákvörðun
ríkisstjórnarinnar var opinberuð.
Nokkur ágreiningur var um það á
Alþingi undir hvaða ráðuneyti þessi
mál ættu að heyra. Guðrún beindi
fyrirspurn sinni til heilbrigðisráð-
herra en Jónína Bjartmarz, þing-
kona Framsóknarflokksins og for-
maður heilbrigðisnefndar, sagðist í
samtali við Blaðið efast um að málið
heyrði undir heilbrigðisráðherra.
Jónína studdi málið heilshugar, en
vildi fá úr því skorið hvar það ætti
heima. Nú hefur verið skorið úr
um að málið skuli verða í forsjá
félagsmálaráðherra.
Gott mál sem kostar ekki mikið
„Það skiptir mig engu máli hvaða
ráðuneyti sér um þetta. Aðalatriðið
er að ríkið ætlar að ganga í það að
semja þessar reglur,“ sagði Guðrún
og benti á að ekki væri um miklar
fjárhæðir að ræða. Reglurnar hafa
ekki verið útfærðar til fulls en gert
er ráð fyrir að tekið verði mið af
nágrannalöndum í þessum efnum.
„Þó að þetta verði um hálf milljón
á hverja ættleiðingu eru það ekki
nema i kringum tuttugu miljónir
á ári. Þetta er gott mál sem ekki
Fjölmargir (slendingar hafa farið til Ind-
lands til þess að ættleiða börn
kostar miklar fjárhæðir." Guðrún
sagðist bera fullt traust til þess að
starfsfólk félagsmálaráðuneytisins
muni standa sig vel við að útfæra
reglurnar, „enda er ég gamall starfs-
maður ráðuneytisins.“
„Þetta er stór sigur"
Fulltrúi nemenda fagnar niðurstöðu ráðherra og segir að stór sigur hafi unnist.
Framhaldsskólanemar fagna
þeirri ákvörðun menntamála-
ráðherra að leggja af samræmd
stúdentspróf.
Menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, tilkynnti í
gær að hún hefði ákveðið að fella
niður samræmd stúdentspróf í
framhaldsskólum landsins. Mikill
styr stóð um þessi próf fyrir áramót
og skilaði stór hluti nemenda próf-
unum auðum þegar þau voru þreytt
á síðustu haustönn.
Ýmsir annmarkar komu í ijós
I tilkynningu ráðuneytisins segir
meðal annars að við framkvæmd
prófanna í fyrra hafi komið í ljós
ýmsir annmarkar.
„Nemendur sáu lítinn tilgang með
prófunum, lítil merki sáust þess að
skólar á háskólastigi kölluðu eftir
því að nemendur hefðu lokið slíkum
prófum svo og að prófin hentuðu
misvel einstökum nemendum og
ólíkum skólum. Einnig er ljóst að
framhaldsskólar áttu í ýmsum erf-
iðleikum með að bæta samræmdum
stúdentsprófum við viðamikið
prófahald sem þar hefur tíðkast um
árabil, bæði í lok vor- og haustmiss-
eris,“ segir í tilkynningunni.
Stór sigur
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson,
talsmaður Hagsmunaráðs íslenskra
framhaldsskólanema og nemandi í
Menntaskólanum í Reykjavík fagnar
niðurstöðu ráðherra frá því í gær.
„Þetta er stór sigur, það er ekkert
vafamál um það. Ef kerfinu hefði
verið haldið óbreyttu hefði hver
skóli fyrir sig misst öll sín sérkenni
að lokum. Hver einasti nemandi er
mismunandi og skólarnir eru það
líka. Þarna var gerð tilraun til að
gera skólana einsleita. Það var eins
og menntamálaráðuneytið treysti
ekki skólunum til að mæla getu nem-
enda sjálfir. Mér sýnist hinsvegar að
gamla kerfið hafi virkað ákaflega
vel fram að þessu og því var engin
ástæða til að gera breytingu á því,“
segir Gunnar.
Gerirráð fyrirað
ættleiðingum muni Qölga
Gíslína Ólafsdóttir, kjörforeldri og
einn af ritstjórum vefsins aettleid-
ing.is, segir sigurinn í höfn. „Við
erum búin að berjast fyrir þessu síð-
ustu mánuði og niðurstaðan er góð.“
Gíslína segir ákvörðunina koma til
með að létta verulega undir með því
fólki sem vill ættleiða börn erlendis
frá. „Ekki síst gagnast þetta þeim
sem ættleitt hafa áður og vilja gera
það aftur, því að við viljum auðvitað
eignast fleiri en eitt barn eins og
aðrir.“ Hún sagðist einnig gera fast-
lega ráð fyrir því að ættleiðingum
muni fjölga í kjölfarið. Kostnaður-
inn við hverja ættleiðingu er um það
bil ein og hálf milljón króna að jafn-
aði. Gíslína sagðist gera ráð fyrir að
styrkir muni nema í kringum helm-
ings kostnaðar. Að sögn Gíslínu eru
ættleidd börn hér á landi síðustu tutt-
ugu árin í kringum fimmhundruð.
„Þetta er ört stækkandi samfélag, og
það er ánægjulegt að ríkistjórnin
skuli hafa viðurkennt að þessi börn
skuli vera jafn velkomin og önnur.“
Deilt um
vændiskaup
mbl.is | Starfshópur sem dóms-
málaráðherra skipaði þann 23.
nóvember 2Ö04 og kynnti sér
mismunandi löggjöf um vændi
o.fl. á Norðurlöndum og víðar
heftir sldlað af sér skýrslu um
vinnu hópsins. Starfshópurinn
komst eldd að sameiginlegri
niðurstöðu um það hvaða leið
væri lfldegust til að draga úr
vændi hér á landi, enda var
það ddd í umboði hans að
leggja fram tillögur um það.
í fréttatilkynningu kemur
fram að í slcýrslunni megi finna
ítarlega umíjöllun um löggjöf
er snertir vændi og vændiskaup.
Sérstaldega eru rakin sjónarmið
um kosti og galla þess að gera
vændiskauþ refsiverð. Kolbrún
Halldórsdóttir, Jónína Bjartmarz
og Ágúst Ólafiir Ágústsson
telja, að gera beri vændiskaup
refsiverð með lagasetningu
áþekkri þeirri sem í gildi er í
Svíþjóð. Ásta Möller og Gunnar
Örn Örlygsson telja að ekld sé
ráðlegt að svo komnu máli að
gera slíkar lagabreytingar. Ragna
Árnadóttir, fulltrúi dóms- og
kirkjumálaráðuneytis, mælir
ekki með því að farin verði sú
leið að setja í lög ákvæði sem
geri vændiskaup refsiverð.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavik: Mörkin 4, s: 533 3500
Gæða sængur
og heilsukoddar.
O Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað
<
Rigning,lítilsháttar //' Rigning 9 9 Súld Snjókoma
5 *
Slydda TJJ Snjóél
Skúr
Amsterdam 02
Barcelona 11
Berlin 01
Chicago -01
Frankfurt 03
Hamborg 01
Helsinki -02
Kaupmannahöfn 0
London 05
Madrid 05
Mallorka 12
Montreal -14
New York -01
Orlando 19
Osló 01
París 05
Stokkhólmur 0
Þórshöfn 02
Vín 0
Algarve 12
Dublin 05
Glasgow 07
o
-3e
o O^
«e2° 0°
04- Á morgun •
0 ✓ / ✓ X
4° ✓ ' 3°
Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands s s * / 4<v ' <* 3° 5°