blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 VIÐTALI 23 hvort leikrit fer á svið eða hvort lista- maður hefur í sig og á. Það er fremur aum staða." Kommúnismi forstjóranna Hvernig upplifir vinstri maður eins °g þú þjóðfélagsbreytingar seinni ára? „Það var einkenni þeirra pólitísku tíma sem ég lifði að menn gerðu sér hugmyndir um að hægt væri að skapa samfélag sem væri öðruvísi og með annars konar áherslur. Að um eitthvað væri að velja. Nú hafa flestir gefist upp gagnvart ríkjandi markaðsnaumhyggju. Þar með er verið að afskrifa möguleika pólit- ískrar hugsunar og pólitískra sam- taka til að gera eitt eða neitt. Til verður samkomulag um að stjórn- málamenn eigi að gera sem allra minnst og pólitískir flokkar eigi ekki að gera annað en passa upp á umferðarreglur á markaðstorginu, og varla það einu sinni. Menn mjálma stundum eitthvað um ofurlaun forstjóra en eru jafn- framt sammála um að ekki sé neitt við þeim að gera því þar ráði mark- aðslögmál, sem er rangt. Þetta heitir sjálftaka, ekki markaðslögmál. Stétt- arbarátta er talin úrelt og alveg út úr kú að minnast á hana. A sama tíma er í gangi öflug stéttarbarátta for- stjóra sem hafa komið sér upp eigin kommúnisma ef svo mætti kalla. Formúlan fyrir kommúnismann í gamla daga var að hver og einn skyldi vinna eftir getu og fá eftir þörfum. Þessir menn vinna eins og þeir geta og fá eftir þeim þörfum sem þeir ákveða sjálfir hverjar eru. Aðrir eiga að halda sér á mottunni. Þá er unnið markvisst að því í efn- aðri löndum Evrópu að koma inn samviskubiti hjá almenningi: Þið hafið svo gott kaup, tíu sinnum hærra kaup en í Litháen, þrjátíu sinnum hærra kaup en í Kína. Menn eiga að sitja þegjandi undir þessum samanburði sem er meira og minna úti í hött. Þegar ofurlaun berast í tal segja menn gjarnan: Æ, þetta er alveg út úr kortinu. Enginn vill þó gera neitt nema kannski nokkrir Vinstri grænir. Þökk sé þó fyrir það frum- kvæði. Aðrir eru búnir að gefast upp enda á lítill hópur forríkra nú allt: Bankana, fjölmiðlana og með tíð og tíma stjórnmálamennina." Mun þetta breytast? „Það eina sem maður lærir á því að verða sjötugur er að allt getur breyst og að öll stórveldi hrynja að lokum.“ Ertu sami vinstri maðurinn ogáður? „Já, það er ég. Grundvallarspurn- ingin er þessi: Höfum við áhyggjur af því að gæðunum sé misskipt í heiminum eða ekki? Það hefur alltaf verið og verður þörf fyrir andóf og vinstri mennsku. Þó ekki væri nema til þess - og það skiptir miklu máli - að láta öllum illum látum yfir alls konar ranglæti, og láta helst svo illum látum að breyting verði til batnaðar." Ólíkir heimar Þú fórst til náms í Rússlandi og átt rússneska konu. Hvað á Rússland mikið íþér? „Geysilega mikið. Það er þakkar- vert að hafa fengið að lifa í tveimur ólíkum heimum, reyndar svo ólíkum að ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna hversu mikill munur var á þeim. Ég lærði rússnesku og saga, örlög og hugarfar Rússa urðu mér nákomin. Og ég bætti miklu við lífsreynslu mína. Agæt kona sagði einhvern tíma að mér áheyrandi: Ef maður eignast ekki lífsreynslu þá verður maður óhamingjusamur.“ Var Rússlandsdvölin eins og þú bjóst við? „Ég fór til Rússlands beint úr menntaskóla, nýorðinn 19 ára. Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Ungt fólk hefur litla yfirsýn. Það heldur að allir lifi nokkurn veginn sama lífi og það sjálft. Ég kom inn í annan heim og hugsaði með mér: Hvernig virkar þessi heimur? Ég gekk inn í stúdentahópinn og eign- aðist kunningja og marga vini. Á þessum tíma voru Sovétríkin að breytast - og ég spurði helst: hvernig munu breytingarnar koma við þetta fólk sem var farið að koma mér mikið við? Þetta var bjartsýn- isskeið. Krúsjov hleypti mörgum úr Gúlagi Stalins og svo kom að því að Rússar tóku forskot á Ameríku í geimvísindun. Hjá Rússum varð þá sterk sú tilfinning að erfiðleikarnir og fórnirnar væru farnar að skila góðum árangri. Þegar Gagarín hafði fyrstur manna farið út í geiminn þá var slegið upp mikilli þjóðhátíð. Gleði Rússa var alveg ekta, sönn í botn. Allir voru svo innilega stoltir af þessum litla brosmilda strák sem hafði farið út í geiminn. Menn áttuðu sig ekki á því að þeir höfðu einungis náð forystu á þröngu sviði. Þeir töldu víst að svo margir aðrir sigrar fylgdu í kjölfarið. Og um tíma virtist svo vera.“ Oflætið og vanmetakenndin Er til sérstök rússnesk þjóðarsál? „Ungt fólk á íslandi sem hefur lært mannfræði og menningarfræði er svo ógurlega margmenningarlegt að það má vart heyra það nefnt að talað sé um íslenska menningu eða íslenskan menningararf. En ef þú nú segir við þá ágætu Pólverja sem hér búa, að pólsk menning sé tilbún- ingur og pólskt þjóðerni væri goð- sögn sköpuð af þjóðernissinnum þá myndu þeir álíta þig vera bölvaðan fasista. Svo mikið er víst að Rússar eru sannfærðir um að þeir hafi þjóðar- sál. Algengasta skilgreining þeirra á henni er sú að þeir séu meiri og einlægari tilfinningaverur en Vest- urlandabúar og ekki eins mótaðir af kaupmennskuviðhorfum. Þeim finnst að þeir séu öðruvísi en við og eigi að vera öðruvísi annars sé lítið í lífið varið.“ Hvernig erþá íslenska þjóðarsálin? „Það getur enginn sagt neitt um sál sinnar eigin þjóðar. Þú veist hvernig þetta er. Ef þú ferð til Ítalíu, dvelur þar í mánuð og kannt örlítið í ítölsku þá finnst þér þú vita heil- mikið um Ítalíu og talar hiklaust um það hvernig ítalir séu. Ef þú hefur verið átta ár á Ítalíu eins og ég var í Rússlandi þá mundir þú full- yrða minna. Þú myndir sennilega segja eins og ég sagði um Rússa: Þeir halda að þeir séu svona og svona... Þótt skrýtið sé eiga stórþjóð eins og Rússar og smáþjóð eins og Islend- ingar það sameiginlegt að hendast sífellt á milli oflætis og vanmeta- kenndar. Annars vegar teljum við okkur heldur betri en aðra, duglegri, gáfaðri eða hjartahreinni, eða þá að okkur finnst allt í ólestri einmitt hjá okkur og ekki eins og eigi að vera hjá fólki. Það sem er leiðinlegast við Islendinga nútímans er hvað oflætið hefur mikla yfirburði yfir vanmeta- kenndina. Menn verða að gæta þess að blanda rétt - og ekkert er brýnna á okkar ofstækisdögum en sjálfs- gagnrýni hvers samfélags.“ kolbrun@bladid.net m. Jr NYLINA A FRABÆRU VERÐI — Karolin kr. 119.000,- Capri kr. 79.000,- Domus ill ElectcL^ -■*. »•* V~r - 90cm kr. 39.000. 120cm kr. 49.600, 160cm kr. 79.500, ■ ptiflex Cð tí oj O c/D O • £ £ £ HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535 x200 verð frá kr. 69.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.