blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 36
36 I SNYRTIVÖRUR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaðiö Hvað segir hárgreiðslan um þig? Margir sérfræðingar telja að hár- greiðslan segi ansi margt um per- sónuleikann og andlegt jafnvægi fólks. Blaðið vill að sjálfsögðu ekki selja þetta dýrara en keypt var en skemmtilegt getur verið að skoða málið með hliðsjón af hinum ýmsu hárgreiðslum sem verið hafa í tísku. Pónýhesta tagl Pónýhesta tagl er þetta háa tagl sem sumar konur og stúlkur setja í hárið. Þá eru lokkarnir teknir aftur og helst eins ofarlega á höfuðið og hægt er. Yfirleitt eru ekki lausir lokkar eða lítil hár, heldur er þetta allt rykkt fast aftur svo að ekkert flækist fyrir augunum. Þær sem eru oft með pónýhesta- tagl geta að líkindum verið meðvit- aðar um eigin kynþokka og viljað vekja hvað mesta athygli fyrir kyn- þokkann. Þó svo að taglið minni suma einna helst á litla skólastelpu í skólabúningi er þetta oft til þess að draga fram seðjandi og þokka- fullt yfirbragð konunnar. Uppsettar hárgreiðslur Hárgreiðslur geta verið afar mis- munandi og glöggt má sjá hinar ýmsu gerðir á árshátíðum, böllum og öðrum skemmtunum þar sem margt er um manninn og glæsi- Tjásað tagl Það að vera með tjásað tagl er að mörgu leyti líkt því og að vera með hárið villt og frjálslegt. Hár- inu er bara kippt upp í tagl án þess að spáð sé í að hafa taglið eins og best verður á kosið. Lokkarnir lafa og oft er skiptingin ójöfn og half-drusluleg. Þær sem eru iðulega með tjásað tagl eru með ágætis sjálfstraust og líður vel með hár sitt þó svo að það sé ekki alveg fullkomið. Viðkom- andi getur verið róleg að eðlisfari og óhrædd við að vera ekki alveg upp á tíu í útliti. Einnig getur spilað inn í að mann- leikinn allsráðandi. Sumar konur kjósa að vera helst alltaf eins og nýkomnar úr lagningu á meðan aðrar fussa við uppástrílingum og öðru sem gerir þær eins og drottningar. Þær sem líta alltaf út eins og þær séu nýstignar út af hárgreiðslustofunni (jafnvel þó svo að þær séu bara í sauma klúbbnum) eru líklegar til að vilja reglu, festu og öryggi í sínu lífi. Þær sömu gætu eflaust verið ánægð- astar þegar verið er að skipuleggja dagskrá vikunnar. Villt og frjálslegt Krullur, liðir og óheft hár hefur verið mikið í tísku undanfarið og eflaust eru flestar konur sem vilja hafa hárið eins frjálslegt og kostur er. Sumar mæta jafnvel til vinnu eins og þær vakna og þykja hinar glæsilegustu, þrátt fyrir flóka og úfið hár. Ef þú kýst að hafa hár þitt óheft og eðlilegt er það merki um að þér líði vel í eigin líkama. Þú ert líklegri til að vera róleg varðandi þ a ð eskjan sé kynþokka- full og vilji sýna hálsinn, h e r ð - a r n a r og það s e m morgum þ y k i r þokkafyllst við líkama kvenna. og fellt. Það þykir reyndar mjög flott og margir karlmenn kjósa það einna helst, en hins vegar er það einnig merki um að viðkomandi þori ekki að taka af skarið og prófa nýja hluti. Þær sem kjósa alltaf þess sömu hárgreiðslu vilja halda í hefðina og sniðganga allar tilraunir. Margar vilja fara öruggar út og eru hræddar við að breyta um útlit ef ske kynni að breytingin félli ekki í góðan jarð- veg hjá öðrum. Annars er þetta yf- irleitt mjög flott og kannski ekkert athugavert við þær sem vilja halda sig við það sama... sem á daga þína drífur, ástarlífið og kyn- lífið. Týpur sem þessar láta allan stífleika lönd og leið og geta hoppað upp í rúm án ótta við að verða eins og úfin hæna. Slétt og slegið Það er einnig mjög algengt að konur séu alltaf með hárið slétt JBleikt, bleikt _ og aftur bleikt! Seiðandi línafrá Chanel Bleiki liturinn hefur verið mis- jafnlega vinsæll í gegnum tíðina enda þótt hann hafi alltaf verið viðloðandi að einhverju leyti. í ROPE YOGA STYRKIR KVIÐVÖÐVA - EFLIR BRENNSLU Upplýsingar í síma 895 9016 kennslustaður í vesturbænum morgun og síðdegistímar dag er sá bleiki vinsæll sem aldrei fyrr og þá sérstaklega þegar kemur að snyrtivörum og tísku- straumum í förðun. Mörgum konum kann að finnast barnalegt að vera bleikar og sumum finnst þessi litur minna einna helst á litlar barnasamfellur. Staðreyndin er hins vegar sú að bleikur stendur ekki síður fyrir kvenleika og kyn- þokka, eins og sjá má á þessum vörum frá Chanel. Gerið ykkur dagamun og setjið bleikt lakk á negl- urnar og gerið varirnar kyssilegar með bleikum varalit. Ekki skemmir svo fyrir að vera með bleikt belti, klút, hálsmen eða annað sem kór- ónar heildartóninn. Oldrunar- krem frá Origins þéttari húð og minni línur Origins hefur nú framleitt í fyrsta skiptið öldunarkrem fyrir konur, 35 ára og eldri. Varan heitir Youthtopia og er gerð fyrir þurra sem feita húð, þannig að allar konur ættu að geta prófað kremið. Kremið hefur mótandi eiginleika og dregur úr hrukkum, bólgum og þrota í andliti, auk þess að gefa góðan raka og vernda húðina. Origins hefur sérhæft sig í góðum kremum og möskum fyrir allar húð- gerðir og því er ekki úr vegi að gefa þessari nýju vöru gaum. Tilvalið fyrir þær sem vilja aukið heilbrigði húðarinnar, fallegri línur í andliti og fallegri húð yfirhöfuð. Kremið er selt í túpuformi eða krukku, allt eftir því hvort viðkom- andi hefur þurra eða feita húð. Hægt er að nálgast vöruna í næstu verslun á undir 5000 krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.