blaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaðiö
Á síðasta ári sendi Árni Berg-
mann frá sér bókina Listin að lesa,
þar sem hann fjallar um margs
konar líf í bókum. Árni þekkir
bókaheiminn betur en margir
aðrir enda hefur hann starfað
sem blaðamaður, gagnrýnandi,
kennari, þýðandi og rithöfundur.
„Ég hef setið öllum megin við alls-
nægtarborðið," segir hann.
Hvencer uppgötvaðir þú leyndar-
dóma skáldskaparins?
„Þegar ég var sjö ára gaf frænka
mín mér David Copperfield eftir
Charles Dickens. Þegar ég hafði lesið
nokkra stund var komið að mér há-
grátandi uppi í stiga. Þá var David
búinn að missa mömmu sína. Þetta
var víst svokölluð innlifun, sem
er ekki alltaf hátt skrifuð, en hún
reyndist mér dýrmæt. Ég hafði eign-
ast nákomna vini við lestur þessarar
bókar, þar á meðal David sjálfan,
Betsy frænku hans og vinnukonuna
Pegotty. “
Hverfur hœfileikinn til að lifa sig
inni í skáldskap með aldrinum eða
er hann alltaftil staðar?
„Menn lesa allt öðruvísi þegar þeir
eru að leggja af stað út í bókaheim-
inn en þegar þeir hafa flækst um
hann lengi. Ég hef tekið eftir því
að í endurminningum segja menn
gjarnan að með árunum hafi áhugi
þeirra á skáldsögum dofnað. Þetta
tengist kannski því þegar menn
hafa kosið sér hlut í tilverunni þá
hafa þeir minni áhuga á heimi til-
búinna persóna en á hinum raun-
verulega heimi og vilja því kannski
fremur lesa ævisögur og sagnfræði
eða endurnýja áhuga sinn á ljóðlist.
Þá er óhjákvæmilegt að fólk lesi að
einhverju leyti með öðru hugarfari
þegar það er sjötugt en þegar það er
sautján ára. Best er vitanlega að vera
í senn sautján ára og sjötugur."
Hvernig skáldskapur snertir þig
mest?
„Skáldskapur sem hefur þau áhrif
að manni finnst um tíma, eftir lest-
BlaM/FMi
urinn, að maður sé bæði betri og gáf-
aðri en maður er í raun og veru.“
í skjóli nafnagaldurs
Nú finnst mörgum sem markaðssetn-
ing á rithöfundum sékominútí öfgar.
Hvað finnst þér?
„I gangi er mikil og dýr athyglis-
samkeppni. Þegar höfundar hafa
náð vissri viðurkenningu verður
ólíklegt að þeir fái harða gagnrýni
fyrir verk sín. Við getum kallað
þetta nafnagaldur og þegar hann
tekur yfir þá eru mjög fáir sem ráð-
ast í að segja höfundi, sem er í skjóli
galdursins að í nýrribókhafi honum
orðið fótaskortur á svellinu.
í ólíkum löndum eins og Rúss-
landi og Englandi er áberandi að
ungur höfundur þarf helst að geta
vakið á sér athygli fyrir annað en
bara skriftir, hann þarf líka að vera
kjaftfor í sjónvarpi. Hann á að vera
eldhress opinber fígúra. Til eru hlé-
drægir höfundar sem forðast fjöl-
miðla en það er hlutskipti sem flestir
hafa varla efni á að kjósa sér nú orðið.
Ekki nema þeir séu nú þegar orðnir
frægir. Þá geta þeir sagt: Nú nenni
ég þessu ekki. Núna rúllar þetta af
sjálfu sér.
Hitt er svo líka erfitt við að eiga,
að bókmenntirnar hafa færst út á
jaðar í umræðunni og í vitund hvers
og eins. Menn gera sér ekki eins
mikið mat og þeir áður gerðu úr höf-
undum sem þeir völdu sér til trausts
og halds í tilverunni. Á mennta-
skólaárum mínum voru allir að lesa,
hvort sem voru latínugránar eða
stærðfræðinaglar. Allir höfðu pláss
fyrir litteratúr. Maður gat lesið per-
sónuleika hvers og eins út frá því
hvaða bók hann tók inn á sig, hvers
konar bókmenntum hann hafði
mestan áhuga á og hverju hann hafn-
aði. Menn gerðu sín skáld að banda-
mönnum í tilverunni. Þetta held ég
að sé orðið tiltölulega sjaldgæft.“
Menningarstarfsemi auðjöfranna
Þú hlýtur að hafa skoðun á því að
auðjöfrar eru farnir að styrkja menn-
inguna af miklum krafti. Er þetta
jákvæð eða neikvœð þróun að þínu
mati?
„Ríkið og bæjarfélögin reka
alls kyns menningarstarfsemi og
tryggja samhengið í henni: Leikhús,
sinfóníu, tónlistarhús, launasjóði
og allt mögulegt. Umfjöllunin um
þessa starfsemi er yfirleitt neikvæð.
Endalaust væl um hve naumt sé við
nögl skorið og þessir litlu peningar
fari ekki á rétta staði og að þessi ætti
heldur að fá styrk en hinn. Þegar
einhver banki ákveður hins vegar
að styrkja menningarstarfsemi, og
neglir sig þá venjulega upp við eitt-
hvað sem er fyrirfram vinsælt, þá er
þvi lýst sem stórkostlegu afreki í ör-
læti og menningarást. Menn mættu
vel stilla sig í smjaðri vegna menn-
ingarstyrkja stórfyrirtækja - því þar
setja þau einungis örlítinn hluta af
hagnaði sínum og auk þess er þetta
viðurkenndur þáttur af ímyndar-
smíð fyrirtækjanna.
Auðvitað er ágætt að menn styrki
menninguna, hver með sínum hætti.
En mér finnst leitt að menn skuli
láta eins og þetta sé alveg nýtt og
að maður eins og Ragnar í Smára
hafi aldrei verið til. Ragnar mátti
eiga það að hann var ekki að styrkja
menninguna til að bæta ímynd
Smjörlíkisgerðarinnar heldur notaði
hann Smjörlíkisgerðina til að standa
undir menningarstarfsemi.
Hitt er svo lakara, að vegna
þeirrar umfjöllunar sem ég nefndi
áðan fær ungt nútímafólk þá rang-
hugmynd, að langbest sé að opin-
berir aðilar hætti öllum afskiptum
af menningu og hver og einn spjari
sig með aðstoð styrktaraðila. Og
þá yrðu listamenn háðir geðþótta
styrktaraðila og þá mundi skipta
sívaxandi máli hvernig stendur á
í bólinu hjá þessum aðilum. Auð-
jöfrarnir munu þá ekki bara eiga
fyrirtækin, fjölmiðlana og heilu og
hálfu stjórnmálaflokkana heldur
gæti þá líka orðið undir þeim komið
Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræöingur meö réttindi til
sjónmælinga og linsumælinga
GLERAUGNAVERSLUN
Gleraugað
í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800