blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaðið
blaóiö==
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
A-listinn
býður fram í
Reykjanesbæ
Sameiginlegt framboð Samfylk-
ingar, Framsóknarflokks og
óflokksbundinna hefur ákveðið
að bjóða fram undir nafninu
A-listinn í komandi sveitarstjórn-
arkosningum í Reykjanesbæ. f
tilkynningu frá listanum kemur
fram að honum sé sérstaklega
stillt upp til að fella núverandi
meirihluta í bæjarstjórn.
Kosið verður um n sæti í bæj-
arstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn
er nú með sex bæjarfulltrúa og
hreinan meirihluta. Samfylk-
ingin hefur fjóra og Framsókn-
arflokkurinn einn fulltrúa.
íslendingar
bjartsýnir
íslendingar eru bjartsýnir á
þróun efnahagslífsins samkvæmt
væntingavísitölu Gallups fyrir
febrúarmánuð. Vísitalan mældist
þá 137,6 stig og hefur ekki mælst
hærri frá því mælingar hófust í
ársbyrjun 2001. Á milli mánaða
hækkaði vísitalan um 11 stig en
könnunin var tekin áður en Fitch
lagði fram mat sitt á íslensku
efnahagslífi í síðustu viku. Gert
ráð fyrir því að vísitalan lækki
eitthvað í næsta mánuði.
Harma MÍ-deilu
Foreldrafélag Menntaskólans á
fsafirði sendi í gær frá sér ályktun
þar sem deilurnar sem staðið
hafa í skólanum eru harmaðar.
Að mati foreldrafélagsins hefur
Ólína Þorvarðardóttir lyft grett-
istaki í starfi sínu við skólann
og því sé mikil eftirsjá af henni.
Kappakstur ökumanna áhyggjuefni
Ungstúlka lét lífið á Sœbrautþegar hún missti stjórn á bifreið sinni. Talið að hún hafi verið
í kappakstri þegar slysið átti sér stað. Lögregla segir kappakstur reglulega fara fram.
Banaslys varð á Sæbraut við gatnamótin að Kringlumýrarbraut aðfara-
nótt þriðjudags þegar bíll fór útaf akbraut og lenti á þremur ijósa-
staurum. Ökumaður bílsins, 19 ára stúlka, lést skömmu síðar. Talið er
að stúlkan hafi verið í kappakstri við annan bíl þegar hún missti stjórn
á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir kapp-
akstur á götum borgarinnar ekki vera nýtt fyrirbæri.
Á miklum hraða
Stúlkan var á austurleið eftir
Sæbraut skömmu eftir miðnætti
aðfaranótt þriðjudags þegar hún
missti skyndilega stjórn á bifreið-
inni með þeim afleiðingum að
hann kastaðist útaf veginum. Þar
braut hann niður tvo ljóstastaura
áður en hann staðnæmdist loks á
þeim þriðja. Á miðri leið kastaðist
stúlkan út úr bílnum og var hún
úrskurðuð látin skömmu síðar. Bíll-
inn var að sögn lögreglu á miklum
hraða þegar slysið átti sér stað og
stúlkan var ekki í bílbelti. Bifreiðin,
sem var að gerðinni Opel Astra,
gjöreyðilagðist.
Að sögn vitna að slysinu var
stúlkan í kappakstri við annan bíl
þegar hún missti stjórn á bifreið-
inni. Ökumaður hins bílsins fannst
fljótlega eftir slysið en málið er að
sögn lögreglunnar enn í rannsókn.
Kappakstur ekki nýtt fyrirbæri
Kappakstur á götum borgarinnar
eru ekki nýtt fyrirbæri að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík og er vitað til
þess að þetta eigi sér stað nokkuð
reglulega. Oftast er þó um að ræða
unga ökumenn. Lögreglan segir að
að oftast sé bara spyrnt á milli um-
ferðarljósa en í sumum tilvikum er
þó um að ræða ofsaakstur tveggja
eða fleiri bifreiða á fjölförnum
götum.
Sigurður Helgason, verkefna-
stjóri hjá Umferðarstofu, kýs ekki
að tjá sig um einstök slys en segist
vita til þess að kappakstur milli
tveggja eða fleiri einkabifreiða hafi
áður valdið slysum. „Það hafa orðið
alvarleg slys vegna þessa og jafnvel
banaslys."
Sigurður segir að almennt séu
ungir ökumenn nú betur búnir
undir umferðina en áður fyrr.
.Krakkar í dag fá meiri þjálfun en
áður. Það sýnir sig í því að tjónum
hjá ungum ökumönnum hefur
fækkað og þá langmest hjá ungum
piltum. Þó er það mín tilfinning að
tilfellum þar sem um ofsakstur er
að ræða hafi fjölgað og þvi er full
ástæða til að ræða þessa hluti á
breiðum grundvelli."
Bim/FMi
Skafan munduð
Sigvaldi Snær Kaldalón beitti sköfunni fagmannlega á glugga KB-banka við Hlemm í góðviðrinu í gær. Sigvaldi hefur verið glugga-
þvottamaður í rúm 40 ár eða alveg síðan 1964. Að sögn líkar honum starfið vel og þá sérstaklega á góðviðrisdögum.
Margir vilja Öl-
gerðina og Danól
Á fimmta tug fjárfesta, bæði
innlendra og erlendra, hafa
sýnt kaupum á fyrirtækjunum
Danól og Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni áhuga. I tilkynningu
frá fyrirtækjunum í gær segir
að alls hafi 42 aðilar sett sig í
samband við MP Fjárfestinga-
banka og óskað eftir gögnum um
fyrirtækin, en í síðustu viku var
tilkynnt að þau væru til sölu.
„Verða félögin seld saman eða
hvort í sínu lagi að því gefnu að
ásættanlegt kauptilboð berist“,
segir ennfremur í tilkynningunni.
Útlánaáætlun
lækkúð
mbl.is | íbúðalánasjóður hefur
lækkað áætlun um útgáfu íbúða-
bréfa á þessu ári og fjármögnun
nýrra útlána um 6-13 milljarða
króna í 42-47 milljarða króna.
Þá áætlar sjóðurinn að ný útlán
sjóðsins verði á bilinu 51-57
milljarðar á árinu og þar af er gert
ráð fyrir að leiguíbúðalán verði
á bilinu 5-7 milljarðar króna.
Þetta er lækkun um 12-20 millj-
arða króna frá fyrri áætlun.
LANOVELAR
Sndðfuvúgur 66 * 200 Kópavc^ur --—
www.larxtvel8r.i8
Tími 580 5800
Söluaðill Akuroyii Slmi 461 22f
5TRAUMRÁ
Furuvelllr 3 - 600 Akure
.kúlulegur
..keflalegur
..veltilegur
..rúllulegur
..flangslegur
..búkkalegur
O Helðsklrt 0LéttskýiaS Skýjað ^8 Atskýjað ✓ Rignlng, litllsháttar ý/ý Rigning Súld jjj' Snjókoma siydda Snjóél I
Amsterdam 0
Barcelona 11
Berlín 01
Chicago -01
Frankfurt 01
Hamborg 01
Helsinki -07
Kaupmannahöfn 01
London 03
Madrid 08
Mallorka 12
Montreal -15
NewYork -03
Orlando 08
Osló -04
París 03
Stokkhólmur -02
Þórshöfn 0
Vin 03
Algarve 13
Dublin 02
Glasgow 03
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Voðurstofu íslands
*
*
*
Á morgun
-#**
-1‘
Blaliö/Frikki