blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaðið Varnarmaður seldur fyrir 15 kg af pylsum Deila er komin upp á milli tveggja rúmenskra knattspyrnu- liða eftir óvænta atburðarás í kjölfar leikmannaviðskipta. Á dögunum var varnarmaðurinn Marius Cioara seldur frá annarar deildar liðinu UT Arad til fjórðu deildar liðsins Regal Hornia fyrir 15 kg af svínapylsum. Eftir viðskiptin lýsti talsmaður Regal Hornia sig hæstánægðan með viðskiptin og sagðist sannfærður um að varn- armaðurinn myndi standa undir verðinu sem greitt var fyrir hann. En skjótt skipast veður í lofti og degi eftir að fjölmiðlar komust á snoður um að Cioara hefði verið verðlagður í svínapylsum ákvað hann að leggja skóna á hilluna. Hann sagðist ekki þola niðurlæginguna og áreitið sem fylgdi verðlagningu hans. Hann hyggst flytja til Spánar þar sem að hans bíður vinna á bóndabæ. Aðstandendur Regal Hornia hafa krafist þess að eigendur UT Arad skili þeim aftur pylsunum sem þeir greiddu fyrir leikmanninn. Kjötkveðjuhátíðin endur- reist í New Orleans Tugþúsundir manna söfnuðust saman í New Orleans í gær til þess að fagna fyrsta degi kjötkveðjuhá- tíðar borgarbúa sem gengur undir nafninu Mardi Gras. Hátíðin í ár er haldin sex mánuðum eftir að fellibylurinn Katrina lagði borgina í rúst með þeim afleiðingum að 1.300 manns týndu lífi og tugþúsundir misstu heimili sín, Skiptar skoðanir voru um hvort að það væri við hæfi að halda þessa frægu hátíð f ár og töldu margir ótækt að borgaryfirvöld eyddu þremur milljónum Bandaríkjadala í hátíðarhöld meðan svo margir eiga enn um sárt að binda eftir felli- bylinn. Aðeins um helmingur íbúa New Orleans hafa snúið aftur heim eftir hamfarirnar, enn eru fjölmörg íbúðahverfi óíbúðarhæf og rafmagn er ekki komið á víða. Þrátt fyrir þetta líta margir íbúar á að það sé til marks um endurreisnarvilja borg- arbúa að halda hátíðina. Venjulega sækja um milljón manns borgina þegar kjötkveðjuhátíðin stendur yfir en þrátt fyrir að aðeins sé bú- ist við helmingnum af því í ár eru eigendur veitingastaða og gistihúsa sannfærðir um að hún hjálpi til þess að koma ferðamannaiðnaðnum í borginni á skrið á ný. TRíErnmOGRMS Me BRé/IST fbúar New Orleans tóku gleði sína á ný eftir hörmungarnar sem fylgdu fellibylnum Katrínu er þeir fögnuðu kjötkveðjuhátíðinni. Aðalskipulag Seltjarnarness 2006 - 2024 í samræmi við 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Seltjarnarness á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 -2024. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti samhljóða þann 22. febrúar 2006 tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 - 2024. Tillagan var auglýst og var kynnt á heimasíðu sveitarfélagins, á bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og á Skipulagsstofnun frá 12. desember til 12. janúar s.l. Athugasemdafrestur rann út þann 27. janúars.l. Alls bárust 4 bréf með athugasemdum. Óverulegar breytingar voru gerðar á greinargerð aðalskipulagstillögunar vegna athugasemda sem bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt þær og mun senda þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun sem gerirtillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúans á Seltjarnarnesi. Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi 0 SELTJARN ARNESBÆR Pompei austursins Vísindamenn undir stjórn Haraldar Sigurðs sonarfinna merkar rústir í Indónesíu. Hópur vísindamanna undir stjórn dr. Haraldar Sigurðssonar, prófess- ors í jarðeðlisfræði við Rhode Island háskólann, hefur fundið rústir hins horfna konungsdæmis Tambora á Sumbawa-eyju í Indónesíu. Kon- ungsdæmið grófst undir öskulagi árið 1815 í einu kröftugasta eldgosi sem heimildir eru um, en talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi farist í gosinu, sem hafði viðtækar afleiðingar víðsvegar um heim. Eld- gosið sendi um 400 milljónir tonna af brennisteinsloftegundum út í and- rúmsloftið með þeim afleiðingum að hitastig á jörðinni kólnaði um- talsvert og uppskerubrestur varð víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum í kjölfarið. Fundurinn hefur vakið athygli um heim allan enda hafa örlög Tam- bora lengi verið mönnum hugleikin. Þegar breskir og hollenskir land- könnuðir komu fyrst til eyjarinnar við upphaf 19. aldar tóku þeir eftir að tungumál og menning íbúa Tam- bora var gjörólík því sem þekktist á öðrum stöðum á Indónesíu. Enn er uppruni menningar þeirra á huldu en það kann að breytast þar sem að vísindamennirnir hafa grafið upp bein af fórnarlömbum gossins og ýmsa muni sem tengjast einstakri menningu konungsdæmisins, en uppruni hennar er talinn geta varpað nýju ljósi á tengsl á milli sið- menninga í þessum heimshluta. Haft er eftir Haraldi í erlendum fjölmiðlum að líkur séu á því að byggðin á Tambora hafi varðveist með sambærilegum hætti og rúst- irnar í Pompei á Italíu og því ættu að leynast heillegar fornminjar undir öskunni. RAFSUÐUVÉLAR, TIG Inverter hátíðnivél, 200amp-35%,125amp-100%. Þyngd 9Kg. IS0 9001 og CE vottun. Verð aðelns 56.500 með þrýstijafnara og einnota argon hylki ,110L. Pinnavél, ZX7 Inverter hátíðnivél, 200amp-35%,125amp- 100%,Þyngd 8,5Kg. IS0 9001 og CE vottun. Verð aðeins 37.500.- Auto dark rafsuðuhjálmar, þyngd aðeins 420gr.Stillanlegir DIN 9-13. Verðaðeins 11.900.- IS0 9001 og CE vottun. Varahlutir fyrirliggjandi í bæöi vélar og hjálma. Kvistás ehf. S. 482 2362 og 893 9503. kvistas@simnet.is Önnur andanna sem fundust dauðar í Svíþjóð í gær Fuglaflensa greinist í Svíþjóð Mbl.is | Stjórnvöld í Svíþjóð hafa greint fráþví að fuglaflensuveira hafi greinst í villtum fuglum í suðurhluta Svíþjóðar. Að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter er um að ræða H5N1- afbrigði veirunnar sem borist getur í menn. Sýni af veirunni hafa verið send til rannsóknar- stofu á Englandi og er búist við endanlegri niðurstöðu eftir um viku. „Því miður hefur verið stað- fest að um er að ræða hraðvirku tegundina. Þetta er alvarlegt en kemur ekki á óvart. Það mik- ilvægasta nú er að koma í veg fyrir að alifuglar smitist,” sagði Ann-Christin Nykvist, landbún- aðarráðherra á fundi með blaða- mönnum í gær. I máli ráðherrans kom fram að fjórar skúfendur fundust dauðar í nágrenni kjarnorku- versins í Oskarshamn. Tekin voru sýni úr fuglunum og þau tekin til rannsóknar í Upp- sölum. í ljós komu mótefni gegn fuglaflensuveiru og frekari rann- sóknir leiddu í ljós að um var að ræða veiru af H5 stofni. Fljótlega eftir að rannsóknir hófust kom í ljós að um var að ræða hættu- lega og hraðvirka veiru. Saman- burðarrannsóknir við veirur sem greinst hafa í Kína, Rúss- landi og Nígeríu leiddu í ljós að þær voru eins. Svíþjóð er níunda Evrópu- landið þar sem sú fuglaflensu- veira af H5 afbrigði greinist. Alls hafa 93 látist úr H5N1 afbrigði fuglaflensu í heiminum frá ár- inu 2003.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.