blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 32
32 I MENWING
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöiö
Um 50 viðburðir á Listahátíð
Miriam Makeba. Þessi afriska söngkona og stórstjarna verður meðal gesta á Listahátíð
nú í vor.
Listahátíð í Reykjavík 2006 verður
haldin dagana 12. maí til 2. júní og
er það 20. hátíðin frá stofnun Lista-
hátíðar árið 1970. Um 50 viðburðir,
með þátttöku hátt í sex hundruð
listamanna, þar af á fjórða hundrað
íslenskra og á annað hundrað er-
lendra, verða á dagskrá hátíðarinnar
í ár.
Meðal hápunkta á hátíðinni í
vor verður frumflutningur þriggja
ópera hér á landi; franska óperan Le
Pays (Föðurlandið) eftir tónskáldið
Joseph-Guy Ropartz verður flutt í ný-
stárlegu rými í porti Hafnarhússins
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
nokkrum okkar vinsælustu söngv-
urum og í Þjóðleikhúsinu verður
Galdraskyttan eftir Carl Maria von
Weber frumflutt af ungu fólki í Sum-
aróperunni. Þriðja óperan verður
bráðskemmtileg barokkópera í
flutningi hins magnaða I Fagiolini
hóps sem er þekktasta söngsveit
Englendinga í dag, en sú sýning er í
samstarfi við íslensku óperuna.
Pinterþing i Þjóðleikhúsinu
Sérstök ástæða er til að vekja athygli
á áhugaverðum ráðstefnum og nám-
skeiðum á þessari hátíð, með fyrsta
flokks erlendum fyrirlesurum.
Má þar nefna Pinterþing i Þjóð-
leikhúsinu, þar sem einn fremsti
Pinterfræðingur heims, Michael
Billington flytur erindi, kynningu
á norrænum verðlaunaleikritum
í Borgarleikhúsinu, ráðstefnu á
vegum Tónverkamiðstöðvarinnar
þar sem tónskáldið Paul Hoffart
fjallar um tónlist á vefnum og mast-
erclass breska tónlistarhópsins I fagi-
olini i íslensku óperunni.
Listahátíð teygir sig einnig út
fyrir borgarmörkin líkt og und-
anfarin ár; Kammersveit Hafnar-
fjarðar og ítalskir listamenn spila
tónlist byggða á tónlist Nino Rota
úr kvikmynd Fellinis, La Strada og
kvikmyndin verður einnig sýnd. Á
Austfjörðum verður mikill tónlist-
ardagur þegar Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands flytur Sköpunina eftir
Hayden ásamt austfirskum kórum.
Þá verður opnað glæsilegt Land-
námssetur í Borgarnesi og frumsýnd
leiksýning um Egil sjálfan Skalla-
grímsson af því tilefni. I miðbæ
Reykjavíkur verður hins vegar Land-
námsskálinn í Aðalstræti vígður og
er opnun hans liður í opnunardag-
skrá Listahátiðar 12. maí.
Makeba mætir til leiks
Af tónlistarviðburðum ber að nefna
búlgarska kvennakórinn Angelite,
sem nýtur mestrar hylli kvenna-
kóra í heiminum í dag og er marg-
verðlaunaður fyrir einstakan söng,
Mozarttónleika Kammersveitar
Reykjavíkur með nokkrum fremstu
einleikurum landsins í Langholts-
kirkju og frumflutning Caput hóps-
ins á „Tárum Diónýsusar“ eftir
Lars Graugard með einni fremstu
leikkonu Norðurlandanna, Stinu
Ekblad. Þá má ekki gleyma hinu
afar óvenjulega harmónikkubandi,
Motion Trio frá Kraká í Póllandi
sem heldur tvenna tónleika í Nasa.
Mugison kemur fram með nýtt efni
ásamt hljómsveit og sænski píanist-
inn Anders Widmark og tríó hans
leika djassútgáfu af tónlist Bizets úr
Carmen í Nasa.
Þá verða þrennir Schumann tón-
leikar á sunnudagsmorgnum í Ými
þar sem ekki færri en 6 íslenskir pí-
anóleikarar skipta með sér verkum
og þrennir miðnæturtónleikar verða
í Iðnó á laugardagskvöldum með
framúrskarandi tónlistarmönnum
sem flytja jass og léttari tónlist, svo
fátt eitt sé talið. Þar í hópi eru m.a.
Sigurður Flosason, Sólrún Braga-
dóttir, Benni Hemm Hemm, Björn
Thoroddsen og fleiri.
Einn allra stærsti viðburður hátíð-
arinnar eru stórtónleikar með afr-
ísku söngkonunni Miriam Makeba,
einum áhrifamesta listamanni síð-
ustu aldar, í Laugardalshöll 20. maí.
Makeba hefur aldrei komið fyrr til
Islands, þó hún hafi notið fádæma
vinsælda á hinum Norðurlöndunum
og ekki hafi selst jafn hratt upp á
tónleika nokkurs annars tónlistar-
manns þar.
I Borgarleikhúsinu birtist hinn
seiðandi brasilíski danshópur Grupo
Corpo sem er langvinsælasti dans-
hópur Suður-Ameríku í dag. Þessi
hópur dansar óvenjulegt sambland
af nútímadansi með brasilísku ívafi
við tónlist frá Kúbu og Ríó.
Fjögurra landa dansveisla
Myndlistarverkefnið Site-Ations
með þátttöku sex Evrópulanda
teygir sig út í Viðey, einnig með
þátttöku 6 grunnskóla og ljósmynda-
verkefnið Flugan verður í Borgarbók-
safni og Þjóðminjasafni. Fleiri verk-
efni höfða til allrar fjölskyldunnar
eins og sýning Bernd Ogrodnik,
Umbreyting -ljóð á hreyfingu, sem
sýnd verður í nýju rými Þjóðleik-
hússins, Kassanum, að ógleymdum
hinum franska Culbuto, sem mun
veltast um götur borgarinnar
opnunarhelgina.
Fjölljóðahátið Smekkleysu verður
i Hafnarhúsinu og þar koma fleiri
tugir listamanna fram úr ýmsum
greinum, myndlist, ritlist og tónlist.
Þar fer einnig fram alþjóðlegt sam-
starfsverkefni um rými og umhverfi
á vegum Háskóla Islands.
Ýmis fleiri verkefni verða á dag-
skránni, spennandi myndlistarverk-
efni í Safni og Galleri i8 og í Nýlista-
safninu og Gallerí ioo° vinna saman
ungir listamenn frá 14 löndum. Is-
lenski dansflokkurinn stendur fyrir
fjögurra landa dansveislu í Borgar-
leikhúsinu, þar á meðal fer nú sýn-
ingin Marlene upp á stóra sviðið í
fyrsta sinn.
Þá má ekki gleyma bandaríska
útvarpsþættinum - Prairie Home
Companion sem sendur verður
út frá Þjóðleikhúsinu, en þessi
þáttur er einhver allra vinsælasti
útvarpsþáttur sögunnar og verður
nú í fyrsta sinn sendur út utan
Bandaríkjanna.
Mugison heldur tónleika á Listahátíð ásamt hljómsveit
Leyndar ástír Marlon Brando
Ný bók um Marlon Brando hefur
vakið mikla athygli en þar er
sjónum beint að einkalífi leikar-
ans, og margt kemur á óvart. Bókin
nefnist Brando Unzipped og höfund-
urinn er Darwin Porter sem ræddi
við fjölda einstaklinga sem þekktu
leikarann, þar á meðal eru nánir
vinir hans, elskhugar og ástkonur.
I bókinni kemur fram að Brando
átti í ástarsambandi við karlmenn
laugaríialóíjöll
23. mat
Marlon Brando. Margir telja hann besta kvikmyndaleikara sögunnar. Nú er komin út
bók þar sem hulunni er svipt af ástarlífi hans.
ekki síður en konur. Meðal elskhuga
hans voru, að sögn höfundar, Burt
Lancaster, Laurence Olivier, John Gi-
elgud, Leonard Bernstein, Tyrone Po-
wer, Rock Hudson og Montgomery
Clift. Ástkonurnar voru sömuleiðis
fjölmargar, þar á meðal nokkrar
fegurstu leikkonur heims, eins og
Marilyn Monroe, Marlene Dietrich,
Grace Kelly, Rita Hayworth, Ava
Gardner og Ingrid Bergman, auk
söngkonunnar Edith Piaf.
Brando sagði eitt sinn að hann
hefði aldrei verið hamingjusamur
með konu. Stóra ástin í lífi hans
var æskuvinur hans, gamanleikar-
inn Wally Cox en samband þeirra
stóð í áratugi, þrátt fyrir að báðir
kvæntust oftar en einu sinni. „Ef
Wally hefði verið kona hefðum við
gengið í hjónaband og lifað ham-
ingjusamir til æviloka," er haft eftir
Brando. Cox lést árið 1973 og var
brenndur. Brando fékk öskuna til
varðveislu og þegar einmanaleikinn
greip hann tók hann krukkuna með
öskunni og hélt uppi samræðum þar
sem hann hermdi eftir rödd Cox. I
erfðaskrá sinni fór Brando fram á
að eftir dauða sinn yrði ösku þeirra
tveggja blandað saman og dreift yfir
svæði í Tahiti og Dauðadalnum í
Kaliforníu. Fjölskylda Brando upp-
fyllti þá ósk hans.
109SUDOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri linu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
5 1
8 3 1 9 2
6 4 8
5 4 1
7 9 8 4
5 8 9
5 7 6
8 6 4 3 5
4 2
3 9 7 5 2 8 1 4 6
5 4 6 7 1 9 2 8 3
2 1 8 3 4 6 9 7 5
9 6 5 2 3 7 8 1 4
7 8 4 9 6 1 3 5 2
1 2 3 4 8 5 6 9 7
8 5 1 6 7 2 4 3 9
4 7 2 8 9 3 5 6 1
6 3 9 1 5 4 7 2 8