blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 DAGSKRÁI 37 EITTHVAÐ FYRIR... ...foreldra ...forvitna „Það sem erfiðast er að skilja í heiminum er tekjuskattur.“ Albert Einstein, bandarískur (af þýskum ættum) eðlisfræðingur (1879-1955) Pennan dag... ...árið 1994 kom hljómsveitin Nirvana fram í síðasta skipti á tónleikum sem voru haldnir i Munchen í Þýskalandi. Tónleikarnir voru hluti af Evrópuhljómleikaferð hljómsveitarinnar sem hafði byrjað vel en sigið á ógæfuhliðina eftir því sem á leið þar sem söngvari sveitarinnar, Kurt Cobain, virtist vera hættur að hafa gaman af spilamennskunni. Hann fékk sýkingu í barka og því var öðrum tónleikum Nirvana frestað. Stöð 2, 20.05, Veggfóður (5:17) í þætti kvöldsins verður sýnt við hvernig grínleikkonunni Guðlaugu Elísabetu tókst að innrétta baðher- bergið hjá sér með hjálp Gullu stíl- ista þáttarins. Þar geta áhorfendur fengið að sjá mikið að sniðugum lausnum fyrir pínulítil baðherbergi. Hönnuður þáttarins, Sesselja, hefur lokið við seinna táningsherbergið, en hún hefur undanfarið verið að aðstoða unglingsstúlkurnar Kol- finnu og Steineyju við að innrétta hjá hvorri annarri. Við kíkjum á per- sónulegan fatastíl Krumma í Mínus og skoðum hvernig þessi ungi tón- listarmaður býr. Sesselja kynnti sér einnig sögu háa hælsins og hvernig hann hefur þróast í gegnum aldirn- ar. DiCaprio í steininn SkjárEinn, 20.30, Fyrstu skrefin í þáttunum verður leitast við að sýna á jákvæðan hátt hversu gefandi og skemmti- legt foreldra- hlutverkið er og hvað við getum gert til að börnunum okkar líði sem best. Umsjónarmaður þáttarins er Guð- rún Gunnarsdóttir söngkona. Sýn, 19.05, Grunnskólamót UMSK í fitness Glæsilegur hópur keppenda spreytti sig á Grunnskóla- móti UMSK i fitness sem fram fór að Varmá í Mosfellsbæ. Tíu skólar sendu lið til keppninnar en í hverju liði voru tveir strákar og tvær stelp- ur úr 10. bekk. Keppt var í upphí- fingum- og dýfum, armbeygjum, fitnessgreip og hinni umtöluðu hraðaþraut. Þátttakendur voru frá eftirtöldu skólum: Digranesskóli, Hjallaskóli, Kárnesskóli, Kópavogs- skóli, Lindaskóli, Smáraskóli, Snæ- landsskóli, Garðaskóli, Valhúsaskóli og Varmárskóli en þeir eru allir á svæði UMSK, Ungmennasambands Kjalarnesþings. Hjartaknúsarinn Leonardo DiCa- prio mun leika gegnt Brad Simpson í næstu kvikmynd Warner bræðr- anna. Vinnuheiti myndarinnar er Kite (flugdreki) en hún er fangelsis- drama eftir rithöfundana Michael Lander og Ryan Roy. Kvikmyndin er með öllu skáld- verk og fjallar um spillingu í fang- elsiskerfi Kaliforníuríkis. I anda nú- tímans gengur söguþráður Kite út á klíkur og menningu þeirra og mútu- þægni varða í öryggisfangelsum. Höfundar handritsins hafa áður skrifað handrit sem vöktu mikla athygli í Hollywood en voru aldr- ei kvikmynduð. Aðkoma Titanic stjörnunnar að þessu handriti býr þá þvi undir mikið frama- stökk. Dicaprio fer í fangahlut- verkið strax að loknum tök- um á Blóðdemöntum sem Ed Zwick leikstýrir. Fyrstu skrefin - a/vtt/ mið kl. 20.30 í fyrsta skipti á íslandi: Nýr þáttur um allt sem viðkemur foreldrahlutverkinu á fyrstu æviskeiðum barnsins í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hefst í kvöld! O ...unglinga

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.