blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 20
20 IFERÐALÖG
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöió
Tyrkland og Tenerífe vinsœl
Blaðið hafði samband við Úrval Út-
sýn og Plúsferðir og fékk að fræðast
um vinsælustu sólarlandaferðirnar
í ár. Var svipað uppi á teningnum
á báðum stöðum - Tyrkland og Ten-
erife eru nýir og vinsælir áfanga-
staðir og ferðir á „klassísku' strand-
staðina seljast vel.
Helgi Eysteinsson, sölu- og mark-
aðsstjóri Úrvals-Útsýnar, segir sölu
á ferðum til Tenerife hafa farið vel af
stað. „Tenerife hentar íslendingum
mjög vel að því leyti að þar er allt til
alls - góður aðbúnaður og frábært
veður, en það er jafnt loftslag allan
ársins hring þannig að þetta er bæði
sumar- og vetrarstaður. Á Tenerife
er hægt að fá allt frá fimm stjörnu
hótelum og niður í íbúðir með einu
eða tveimur svefnherbergjum sem
henta þá vel fyrir fjölskyldur. Þarna
er aðgangur að alls kyns afþreyingu
eins og golfi, alls kyns vatnasporti,
vatnsrennibrautagörðum, tívolíi og
skemmtilegu bæjarlífi svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Helgi þegar hann er
beðinn um að telja upp kosti Kanarí-
eyjunnar Tenerife.
Þessi staður hefur selst mjög vel
hjá okkur og virðist falla mjög vel í
kramið hjá Islendingum.
Helgi segir að mestur sé straum-
urinn út í byrjun júní og um miðjan
ágúst. „Það hefur verið þannig að
fjölskyldufólk vill komast út um leið
og skólanum lýkur eða rétt áður en
hann hefst aftur. Þá er besta veðrið
hérlendis yfir sumartímann frá
lokum júní og fram i miðjan ágúst
og þá kannski notar fólk tækifærið
til að ferðast hér. En annars er þetta
nú frekar jafnt,“ segir Helgi.
Fuglaflensan fælir ekki
.Tyrkland er ólíkt öllum öðrum
sólarlandastöðum. Umhverfið er
frumstæðara og ósviknara heldur
/---------------------------------
en maður á að venjast annars staðar.
Maður finnur virkilega fyrir því að
maður sé í Tyrklandi og þarna er
hver menningarperlan á fætur ann-
arri,“ segir Helgi. „StrandlengjaTyrk-
lands niðri við Miðjarðarhafið er
með eindæmum falleg. Það er bæði
gaman að skoða sig um og kynnast
landi og þjóð og svo er einnig hægt
að fara í magnaðar siglingar."
„Það kom vissulega smá bakslag
í Tyrklandsferðirnar í kjölfar um-
ræðu um fuglaflensu og annað. En
við fylgjum bara tilmælum heilbrigð-
isyfirvalda hér á landi og á meðan
sóttvarnarlæknir mælir ekki með
ferðatakmörkunum til Tyrklands
teljum við að það sé allt saman í
himnalagi," segir Helgi og bætir við
að mikill kippur hafi komið í sölu
á ferðum þangað á síðustu dögum.
„Við bindum miklar vonir við þennan
stað,“ segir hann enn fremur.
Laufey Jóhannsdóttir er
framkvæmdastjóri Plúsferða en þar
er einnig verið að fara í sólarlanda-
ferðir til Tyrklands i fyrsta sinn.
Hún segir einnig að fuglaflensan
hafi sett strik í reikninginn í fyrstu.
„Við mættum einhverri umræðu
um fuglaflensu í byrjun en ég held
að hún sé ekkert að fæla fólk frá
ferðum til Tyrklands frekar en til
annarra staða í Evrópu. Hún er auð-
vitað alls staðar,“ segir Laufey og
segir að ferðirnar þangað hafi verið
að seljast mjög vel að undanförnu.
Báðar ferðaskrifstofurnar fara til
Marmaris sem er strandbær í suð-
vesturhluta landsins.
Allt uppselt um páskana
Laufey segir að Benidorm sé hins
vegar sá staður sem mest sé búið að
bóka til í ár. „Gamla góða Benidorm
er að slá i gegn,“ segir hún en bætir
við að aðrir gamalkunnir staðir á
borð við Mallorca, Portúgal og Krit
séu einnig vinsælir sem áður. „Það
eru margir sem fara jafnvel á sama
staðinn ár eftir ár.“
Hún segir að stórar fjölskyldur
séu þær sem fyrst þurfi að bóka því
hvarvetna sé minnst framboð af
stórum íbúðum. Því þurfi þeir sem
bundnir eru af frii á ákveðnum tíma
að hafa hraðar hendur. „Stytting
sumarleyfisins úr skólum hefur haft
rosalega mikil áhrif á ferðatilhögun
fjölskyldna. Fólk er meira að fara i
vetrarfrí og hefur t.a.m. verið mikið
að gera í febrúar. Þá eru allar sólar-
landaferðir um páskana uppseldar,“
segir Laufey.
Plúsferðir bjóða einnig upp á
staka ferð til Egyptalands sem
verður farin 21. apríl og komið til
baka 1. maí. „Þar verður gist á fimm
stjörnu hóteli og margt að skoða og
frábært veður. Sannkallaður kokkte-
ill af sól og fræðslu,“ segir Laufey að
lokum.
N
/----------------------N
Kajakferðir
Stokkseyri
■
. u
sími: 896 5716 • fax. 483 1590
netfang: kajak@kajak.is
veffang: www.kajak.is
Ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna
Sérstakt fjöskyldutilboð í júlí og águst
•ii
Námskeið við alira hæfi
Eínstaklings- eða hópkennsla
fyrir börn, fullordna og fatlaða
Barnaskíðaskólinn um
helgar frá kl. 10 -14
Bretta- og skíðaleiga
Fullkomin skíða- og
snjóbrettaleiga er
starfrækt í Hlíðarfjalli
Fáðu þér vetrarkort í Hlíðarfjall!
V,
J
www.hlidarfjall.is
simi 462 2280
simsvari 878 1515