blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Slgurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FRIÐARSÚLA í VIÐEY Fagna ber þeim áformum, sem nú eru uppi um að listakonan Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, reisi mikla friðarsúlu í Viðey. íslend- ingar, sem jafnan hafa sýnt mikinn sveigjanleika í samskiptum við önnur ríki og fylgt hafa hugsjón trúleysis, kommúnískar alþjóðahyggju, landamæraleysis og friðar, hljóta að koma öðrum fremur til álita þegar ákveðið er að reisa slíka súlu. Ráðgert er að inn í súlu Yoko Ono verði greyptar ljóðlínur úr „Imagine", hinu undursamlega lagi Johns Lennons. Það ljóð er ágæt greining á sam- tíma og hinu umbreytanlega manneðli og fram kemur skýrlega sú sýn skáldsins að efnishyggja, landamæri, trúarbrögð og græðgi orsaki ófrið, manndráp og hrylling í heiminum. Sem er næstum því ábyggilega alveg hárrétt. Ekki er úr vegi að endursegja þetta ljóð Lennons efnislega. Skáldið biður menn að ímynda sér að hvorki himnaríki né helvíti séu til. Hvernig væri heimurinn ef menn lifðu aðeins fyrir daginn í dag og hvernig væri veru- leikinn ef engin lönd væru til? Þá væru engin trúarbrögð til og ekkert til að drepa eða deyja fyrir. Þá biður skáldið áheyrendur/lesendur að ímynda sér heim án eigna. Þá væri engin þörf fyrir græðgi og hungur væri óþekkt. Bræðralag myndi ríkja með mönnum, sem deildu með sér öllum heiminum. I lokin segir skáldið að ef til vill telji áheyrandinn/lesandinn hann draumóramann en hann sé ekki einn á báti. Og Lennon lætur í ljós þá von að menn gangi til liðs við friðarhugsjón hans til að mannfólkið megi lifa sem eitt í sátt og samlyndi. Þetta er að sönnu merkur og þarfur boðskapur. Og vitanlega fer vel á því að íslendingar taki undir hann. Landið er öllum opið eins og alkunna er. Hér á landi ríkir engin „landamærahyggja", varfærni eða tortryggni í sam- skiptum við erlendar þjóðir eða ríkjabandalög enda óttast íslendingar ekki erlenda ásælni og vilja deila auðævum sínum með öðrum. Á íslandi hefur efnishyggju löngum verið hafnað og hefur sú afstaða vakið verðskuldaða athygli í útlöndum. Óþekkt er hér á landi að trúarbrögðum sé skipulega haldið að fólki enda starfar hér þjóðkirkja en ekki ríkiskirkja. Græðgi þekk- ist ekki í þessu samfélagi frekar en hungur og sár neyð. Islendingar hafa frá upphafi vega verið vopnlaus þjóð friðarins og hafa aldrei lýst yfir stuðningi við manndráp og eyðileggingu í fjarlægum ríkjum. Gífurlegir landkynningarmöguleikar verða fólgnir í friðarsúlunni í Viðey. Útlendir menn munu flykkjast hingað til lands, þessarar „norrænu frið- areyju', en að sjálfsögðu verður tilgangurinn aldrei fjárhagslegur eða að upphefja land og þjóð. Slíkt væri vitanlega ekki í samræmi við boðskap Johns Lennons. Augiýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 i Alit MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöiö Hvað gera Danir nú Miðað við fréttir undanfarinna vikna mætti ætla að Danmörk rið- aði á barmi trúarbragðastyrjaldar, að hvergi í heiminum fengju kyn- þáttahatarar og fasistabullur laus- ari tauminn og Danir væru upp til hópa einangrunarsinnar, hroka- fullir í garð framandi menningar og augljóslega ljóshærðari og blá- eygari en nokkur hafði haldið. Þetta er einhver önnur Danmörk en flestir Islendinga töldu sig þekkja, Danmörk, þar sem allir eru einhvers konar kratar í fótlaga skóm, við hæfi þykir að fá sér einn ískaldan um kaffileytið og einu landamæradeilurnar standa við Lególand. En auðvitað er Danmörk ekki orðin háborg hatursins. Meira að segja hin forna gagnrýni Há- vamála um menn lítilla sanda og lítilla sæva á varla rétt á sér lengur, því í skopmyndamálinu hafa Danir staðið á réttinum. Ekki vegna þess að Dönum sé í nöp við einhverja og vilji niðurlægja þá, heldur vegna þess að þeir hafa trú á frelsinu og vilja verja það. Fyrir þá afstöðu máttu menn þola fyrirlestra um trúarlega til- litssemi frá Saúdí-Arabíu, íran og öðrum kyndilberum umburðar- lyndisins. Eins og vanalega fund- ust svo samferðamenn á Vestur- löndum - líka hér á íslandi - sem sögðu að fordómum ritstjóra Jyl- lands-Posten væri um að kenna og að þeir hafi beinlínis viljað efna til óvinafagnaðar. Rifjuðu svo upp að í Danmörku gilti strangasta innflytjendalöggjöf í Evrópu, sem væntanlega á að vera til sönnunar á landlægri útlendingaandúð. Fjölmenningarkreddan brást En það er kannski við hæfi að rifja upp af hverju Danmörk hefur svo stranga innflytjendalöggjöf. Á und- anförnum tveimur áratugum var Danmörk nánast opin upp á gátt fyrir hælisleitendum, ekki síst frá Miðaust- urlöndum. Hugmyndin var sú að ef fólk nyti hins besta, sem norræna velferðarríkið hefði að bjóða, myndi það sjálfkrafa breytast í nútímalega og frjálslynda jafnaðarmenn eða eitt- hvað af því taginu. Andrés Magnússon Eftir að þessi tilraun hafði staðið í tvo áratugi og kostað danska skatt- borgara ógrynni fjár komust Danir óvænt að því að hin fyrirætlaða samlögun hafði alls ekki gengið eftir. Þvert á móti hafði fjölmenning- arkreddan leitt til þess að innan Dan- merkur höfðu myndast ný þjóðfélög minnihlutahópa, sem þágu aðstoð hins opinbera en höfnuðu hinu opna og frjálsa lýðræðissamfélagi. Þróuninni snúið við Ríkisstjórn Anders Fogh-Rasmus- sens, sem er hægristjórn á danskan mælikvarða, kom til valda árið Klippt & skoríð Finna má grein eftir Steingrím Sigur- geirsson, matgæðing og aðstoðar- mann menntamálaráðherra, á opnu Morgunblaðsins í gær. Þar gagnrýnir hann mál- flutning Hagsmunaráðs íslenskra framhalds- skóla, sem haldið hefur fram að með styttingu námstíma framhalds- skóla úr fjórum árum ( þrjú verði nám til stúdentsprófs skert um 25% en hirðir ekki um að taka tillit til lengra skólaárs. Steingrímur stenst ekki freistinguna að spyrja hvort þessa fullyrðingu megi rekja til lélegrar stærðfræðikunnáttu hagsmunagæslu- mannanna, því kennslustundum mun fækkka um 4,6%. Lesa má um það í dálki, þessum skyldum, í Fréttablaðinu í gær, að Andrés Magn- ússon, blaðamaðurá Blaðinu, hafi spurt hinn danska lögspekings Baugs, Tyge Trier, um það án árangurs hvað hann hefði þegið að launum fyrir álit sitt. Skorar dálkahöfundur, Jó- hann Hauksson, á Andrés að spyrja norska saksóknarann Morten Eriksen hliðstæðra spurninga, en sá skrifaði grein í Morgunblaðið um Baugsmálið á dögunum. Klipp- ari fékk sér kjúklingaseyði með Andrési ígærog upplýsti hann að Morten hefði þegar sagt sér að hann hefði enga hvatningu fengið - hvorki munnlega né peninga- lega - til þess að rita grein sína. Kvaðst hann und- anfarna tvo ártugi hafa skrifað fjölda greina um efnahagsbrot og margar mun meira krassandi, 2001 og lét það verða eitt sitt fýrsta verk að breyta innflytjendalöggjöf- inni í von um að snúa þróuninni við. Að reyna að samlaga hina nýju Dani þeim, sem sátu á fletjum fyrir, í stað þess að halda áfram að taka við nýjum landnemum og vona bara það besta. Til þessa naut hún stuðnings Þjóðarflokksins, sem hér heima er einatt nefndur öfgahægriflokkur. Þetta er fráleit lýsing á flokki, sem einkum nýtur stuðnings miðaldra krata, sem gáf- ust upp á innflytjendastefnu Jafn- aðarflokksins, og er ámóta og ef menn teldu Frjálslynda flokkinn hægri-öfgaflokk. Danir hafa sætt ámæli fyrir stefnubreytinguna og stjórnmála- menn í nágrannaríkjunum hafa látið að því liggja að þarna sé á ferðinni dulbúin kynþáttahyggja, þó marga gruni að gremja þeirra stafi fremur af aukinni ásókn inn- flytjenda til þeirra eftir að erfið- ara var að komast til Danmerkur. En hvað gera Danir þá? Þeir gætu bara gefist upp, losað um allar hömlur við innflutningi, beðist afsökunar á alþjóðavett- vangi og reynt að komast hjá því að móðga nokkurn mann í fram- tíðinni. En það mun ekki duga hót, því það er ekki á valdi Dana hver kýs að móðgast vegna hvers. Það eru hinir móðgunargjörnu íslam- istar, sem velja þræturnar og þeir hafa reynst býsna fundvísir og smámunasamir í því. Nei, ætli Danir haldi ekki bara sínu striki. Og gott hjá þeim. Höfundur er blaðamaður. klipptogskorid@vbl.is en aldrei fyrr hafi verið látið að því liggja að hann hafi þegið eitthvað fyrir. Fannst honum sorglegt að miðill í eigu Baugs skyldi leggjast svo lágt. Annars brostu menn að þvi vegna hins danska lögspekings að það var Baugur, sem bað um álitið en ekki sakborning- arnir, og því væntanlega Baugur, sem borgaren ekki eigendurnir, Ifkt og sumar ákærurnar bera að hafi tiðkast. Tyge Trier sagð- ist ekki vita hvað hann myndi rukka Baug um, reikningurinn hefði ekki enn verið sendur. Miðað við hvernig viðskipta- mannareikningar Baugs voru gerðir upp samkvæmt framburði - eða ekki eftir atvikum - geta hins vegar liðið misseri og ár þar til Tyge fær aurana. Eða hvað?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.