blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
VIÐTALI 13
auglýsingar sitt hvoru megin við
barnatímann."
Börn gera kröfur á foreldra
sína um að kaupa vörur
„Það er til Evróputilskipun sem
fjallar m.a. um börn og auglýsingar
og ákvæði 20. greinar islensku út-
varpslagslaganna eru sniðin að
þessum reglum. Þar segir meðal ann-
ars að auglýsingar megi ekki valda
ólögráða börnum siðferðilegum eða
líkamlegum skaða.
Þær skuli ekki beinlínis hvetja
ólögráða börn eða ungmenni til að
kaupa ákveðna vöru eða þjónustu
með því að nýta sér reynsluleysi
þeirra eða trúgirni. Þær skuli ekki
beinlínis hvetja ólögráða börn eða
ungmenni til að hvetja foreldra sína
eða forráðamenn til að kaupa vöru
og þær skuli ekki nýta sér það sér-
staka trúnaðartraust sem börn bera
til fullorðinna. Að lokum skulu þær
ekki sýna ólögráða börn við hættu-
legar aðstæður eða í hættu stödd.
Þetta eru reglur Evrópusambands-
ins og öll lönd innan þess eiga að
virða þessar reglur í sinni sjónvarps-
starfssemi, en einstök lönd á borð við
Svíþjóð og Danmörku hafa þó sett
strangari reglur en þetta. Stundum
er þó farið í kringum reglurnar með
því að senda út frá löndum sem ekki
búa við þessar sömu ströngu reglur.“
Kynlífsvæddar auglýsingar
Tíðarandinn breytist eftir því sem
ár og aldir líða. 1 dag er óhætt að
fullyrða að það séu aðrir hlutir sem
ögra og koma fólki í uppnám en til
dæmis fyrir tuttugu og fimm árum.
1 dag þarf oft meira áreiti til að aug-
lýsingar nái til fólks og áherslurnar
eru orðnar ýktari.
„Við erum kannski svolítið að
troða þessum fullorðins heimi og
fullorðins skyldum upp á börnin.
Til dæmis kynlífsvæðum við aug-
lýsingarnar meira og látum þær
höfða til hvata sem börn hafa engan
skilning á en eru samt að reyna að
tileinka sér án þess að gera sér grein
fyrir hvað í því felst,“ segir Ingibjörg
alvarleg í bragði.
Ekki hægt að banna Silvíu Nótt
Undanfarið hefur Silvta Nótt öðlast
miklar vinsœldir hjá ungum börnum
og þá sér í lagi stelpum sem kannski
taka hana sér til fyrirmyndar. Silvía
Nótt er samt sem áður ádeila á af-
sprengi hinnar svokölluðu klámkyn-
slóðar, lágmenningar og neyslumenn-
ingar. Hvað finnst Umboðsmanni
barna um þetta?
„Þetta er auðvitað mjög vandmeð-
farið. Hún er eflaust að gera grin að
þessari fígúru, en svo er til fullt af
fólki sem samsamar sig þessu og
finnst smart og flott. Krakkar hafa
auðvitað ekki þroska til að sjá satír-
una í þessu. Það er náttúrlega ekkert
hægt að banna Silvíu Nótt en það
væri kannski hægt að sjá til þess
að hún væri ekki i mynd á meðan
börnin horfa á sjónvarpið, til dæmis
fram til klukkan níu á kvöldin.
Við fullorðna fólkið eigum bara
að sitja á okkur fram yfir þann tíma
með að birta efni sem er óæskilegt
fyrir börn. Þetta kallar líka á að
foreldrar fræði börnin sín um hvað
Silvía Nótt sé að meina með þessu.
Otskýra fyrir þeim að hún sé ekki að
hvetja fólk til að vera svona heldur
er hún að gera grín að þeim sem
eru svona -yfirborðsmennskunni.
Þetta er alltaf spurning um hvort
það þurfi að vernda og hver eigi að
gera það.
Ég er þeirrar skoðunar að það séu
fyrst og fremst foreldrar sem eiga
að bera þessa ábyrgð. Stjórnvöldum
ber svo að styðja foreldrana í þessu
hlutverki enda eigum við að leyfa
börnunum að vera börn sem allra,
allra lengst. Við eigum að virða það
að þau eru bara lítil og hafa rétt á því
að vera saklaus eins lengi hægt er.“
Ber okkur þá skylda til að halda frá
börnunum frá ákveðnu áreiti?
„Já, bæði foreldrum og fjölmiðlum
ber skylda til þess. Þeir sem eru að
miðla efni eiga líka að gera þetta.
Sjónvarpinu ber til dæmis að taka
tillit til barna út frá
sinni samfélagslegu
ábyrgð. Einkum
vegna þess að þeir fá
úthlutað útvarpsleyfi
og það eru verðmæti.
Verðmæti sem við
eigum öll sem samfé-
lag. Þeir eiga ekki að
fá að nýta þau nema
samkvæmt reglum
sem eru í útvarp-
slögum og að sama
skapi eiga þeir ekki að geta selt að-
gang að börnum okkar eins og þeim
sýnist. Þeir verða að sýna ábyrgð
hvað varðar það efni sem er verið
að sýna og hvenær og það getur ekki
verið mikið mál fyrir sjónvarpsstöðv-
arnar að setja mörkin við klukkan
níu á kvöldin.“
Útskýra hvað gengur á í fréttum
En hvað með fréttatímann? /honum
eru oftar en ekki mjög ofbeldisfullar
myndir eða eitthvað efni sem getur
komið börnum í mikið uppnám.
Til dœmis eins og fréttirnar af flóð-
öldunni á Tælandi, árásinni þann
n. september og nú síðast fréttir af
fuglaflensu.
„1 þessu tilfelli eiga ábyrgðarmenn
að vara við því sem er verið að fara
að sýna, sem þeir
gera oftast. En að
sama skapi verður
að gera ráð fyrir
því að foreldrar
fræði börnin um
það sem er að
gerast í fréttatím-
anum og útskýri
fyrir þeim eðli
málsins. Það sem
er verst er þegar
það er verið að
setja óæskilegt myndefni, líkt og
útdrætti úr kvikmyndum sem eru
að koma út á myndböndum, eða
auglýsingar um eitthvað sem verður
á dagskrá í vikunni, beint á eftir
barnaefninu. Foreldrar eiga að geta
treyst því að á ákveðnum tímum séu
börnin óhult. Fréttir eru hinsvegar
þannig að það má eiga von á öllu og
ef fólk kýs að hafa sjónvarpið opið á
þeim tíma þá verður það að útskýra
þá hluti sem gætu komið börnum í
uppnám. En maður á ekki alltaf að
þurfa að vera á vaktinni. Til dæmis
væri það mjög viðráðanlegt að hafa
tímann fram til klukkan níu örugg-
ann fyrir börn. Það væri engin árás
á tjáningarfrelsið," segir Ingibjörg
Rafnar, umboðsmaður barna að
lokum.
Málþingið hefst eins og fyrr segir
klukkan 13:00 á Grand Hotel við
Gullteig og er aðgangur ókeypis
og öllum frjáls.
99......................................
Þetta kallar líka á að foreldrar fræði börnin
sín um hvað Silvía Nótt sé að meina með þessu.
Útskýra fyrirþeim að hún sé ekki að hvetja fólk
til að vera svona heldur er hún að gera grín að
þeim sem eru svona - yfirborðsmennskunni