blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 24
24 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöiö Sérhœfðar ferðir í boði fyrir einstœða foreldra Heimasíðan www.singleparenttravel.net sérhæfir sig í ferðalögum fyrir einstæða for- eldra og börn auk þess að skipuleggja alis kyns ferðir fyrir þessa sömu einstaklinga. Hjólhýsaeign landsmanna hefur margfaldast undanfarin tvö ár og hafa landsmenn í auknum mæli sótt í að nota slik tæki við ferðalög innanlands. Pjóðhátið allt sumarið Stundum mætti halda að sam- félagið sé einungis gert fyrir kjarnafjölskylduna, maður, kona og tvö börn. Þetta á sérstaklega við á ferðalögum þar sem ódýr- asta verðið fæst jafnan ef einstak- lingur tilheyrir þessari venjulegu kjarnafjölskyldu. En staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er langt frá því að vera venjuleg. í íslensku samfélagi eru einstæðir foreldrar mjög algengir og þótt ótrúlegt sé þá kjósa þeir líka að fara í ferða- lag einstaka sinnum. Heimasíðan www.singleparenttra- vel.net sérhæfir sig í ferðalögum fyrir einstæða foreldra og börn auk þess að skipuleggja alls kyns ferðir fyrir þessa sömu einstaklinga. Á síðunni kemur fram að ekki sé ein- ungis einblínt á einstæða foreldra heldur allar „óvenjulegar“ fjöl- skyldur; eiginmanninn sem ferðast einn með börnin, einstæða afa og ömmur, Brady fjölskylduna og alla aðra sem hafa áhuga á. Hægt er að gerast áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi sem hefur að geyma frá- bær tilboð og góð ráð fyrir einstæða foreldra. Allar ferðir Single Parent Tours eru sérhannaðar með „óvenjulegar“ fjölskyldur í huga. Single Parent To- urs vilja endilega að aðrir einstæðir foreldrar leyfi börnum sínum að kynnast þeirri einstöku ánægju sem fæst með heppilegri ferðareynslu, hvort sem það er til fjarlægra landa eða styttra í burt. Þegar síðan er skoðuð betur virðist líka sem um einhvers konur stefnumótavef sé að ræða þar sem hægt er að finna myndir og áhugamál einhleypra foreldra. Þessir foreldrar lýsa þá áhugamálum sínum sem og fleiri hugðarefnum. Auk góðra tilboða má finna ýmis ráð og annað gagn- legt á vefnum. svanhvit@bladid.net Góð ráð fyrir ferðalag óvenjulegrar" fjölskyldu Leyfðu börnunum að taka þátt í ákvarðanatökunni með hvert eigi að fara og tvenær. Segðu þeim hvað )ú ráðleggur að gera og af werju. Skipuleggðu fríið vel með hagsmuni allra í huga. Eyddu þriðjungi frísins að gera það sem þú hefur áhuga á, priðjungi frísins að gera það sem barnið/börnin nafa áhuga á og þriðjungi að gera það sem þið hafið öll áhuga á að gera. Ef þú átt fleiri en eitt barn skaltu skipuleggja að skoða staði sem hvert barn fyrir sig hefur áhuga á. Eitt gæti viljað heimsækja ákveðið listasafn, annao skemmti- legan leikjagarð en hið þriðja kvikmyndahús. Ef állir fá sitt ætti ferðin að vera ánægjuleg frá upphafi til enda. Skrifaðu dagskrá um hvað skal gera hvern dag. Með því kemurðu í veg fyrir rifr- ildi og önnur leiðindi. Skrifaðu hjá þér allar leið- beiningar á staði, hvort sem þið farið gangandi eða ak- andi. Fáðu eitt barnanna til að lesa leiðbeiningarnar ef þú ert akandi. Skrifaðu niður hverju var (>akkað niður. Gefðu ung- ingnum eintak svo hann geti fylgst með sínu dóti. Næringarríkt snarl og vatn er einkar gagnlegt, hvort heldur sem er í flugvél, lest, bíl eða rútu. Fáðu börnin til að aðstoða þig á allan hátt. Til dæmis með því að bera töskur, lesa á kort, finna góðan veiting- arstað og margt fleira. Með þvi verður þetta ferðalag ykkar allra en ekki aðeins ntt ferðalag. Mundu svo að )akka þeim kærlega fyrir ijálpina. Hjólhýsaeign landsmanna hefur aukist gríðarlega undanfarin tvö ár og hafa landsmenn í auknum mæli sótt í að nota slík tæki við ferðalög innanlands. Kristín Anný Jóns- dóttir er sölustjóri Víkurverka sem eru stærsti söluaðili fyrir hjólhýsi og húsbíla hérlendis. „Við byrjuðum að selja 2006 línuna í september og það er búið að ganga rosalega vel og við búumst við meiri sprengju en í fyrra. 1 fyrra seldum við um 90 hjólhýsi sem verður að teljast mjög gott fyrir íslenskan markað," segir Kristín og bætir við að fólk sé að skipta úr felTihýsunum yfir í hjólhýsin. Stöðugt fullkomnari tæki Kristín segir að algengasta verðið á hjólhýsunum sé frá 1600 þúsundum og upp í 3-4 milljónir en þau eru þá misjafnlega stór og vel búin. Hún segir tækin stöðugt verða fullkomn- ari og t.a.m. hafi Víkurverk nýlega selt fyrsta hjólhýsið sem hannað var sérstaklega fyrir fatlaða. Aðspurð um kosti þess að eiga hjó- hýsi segir Kristín að þau gefi manni kost á að hafa eitthvað skemmtilegt að gera allar helgar. „Það er bara þjóðhátíð hjá manni allt sumarið. Það er líka alltaf eitthvað að gerast víðs vegar um landið, einhverjar há- tíðir eða dagar sem gaman er að geta farið með hjólhýsi á,“ segir Kristín. Hún segir möguleika hjólhýsa- eigenda vera nánast óendanlega. „Þetta er auðvitað bara bústaður á hjólum. Það er rosalega þægilegt að ferðast svona. Alveg sama hvort það sé rigning eða vont veður, þá bara lokar maður hurðinni og hefur það huggulegt. Sjálf er ég búin að eiga hjólbýsi í nokkur ár og finnst þetta alveg meiriháttar,“ segir Kristín að lokum. Reykjavík^Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Þrándheimur ' Kr. 12.500 aðra leiö Reykjavík -> Stavanger ' á Kr. 9.500 aöra leið Reykjavík -> Bergen “Kr. 9.500 — Tímitil kominn! www.flysas.is | S4S Scandinavian Airlines Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. A STAR ALLIANCE MEMBER V? >

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.