blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöið MÍNSKOÐUN ÓLAFUR RAFNSSON FORMAÐUR KKÍ Samrunar Áfram halda pistlaskrifin um íþróttahreyfinguna á rekstrarlegum nótum. Að þessu sinni hefur umfjöll- unarefnið enn skírskotun til hins al- menna viðskiptalífs, en vart líður sá dagur að ekki sé minnst á nýjasta samrunann eða yfirtökuna innan viðskiptalífsins, og eru áberandi sér- tæk orð á borð við samlegðaráhrif, útrás og vaxtarmöguleika. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hugtakið samruni heyrst nokkuð, þótt af öðrum orsökum sé - nefnilega sem varnarviðbrögðum við fjárhagslegum erfiðleikum einstakra íþróttafélaga og -deilda fremur en sökum taumlausrar út- rásar og vaxtar líkt og einkennir samruna viðskiptalífsins. Hér mun ég einkum vísa til umfjöllunar um samruna á vettvangi félagsliða eða -deilda. Ég verð að viðurkenna að stundum hef ég ekki almennilega skilið um- ræðu um samruna félagsliða innan iþróttahreyfingarinnar - ekki síst þegar hún hefur beinst að því að sameina tvær „gjaldþrota" einingar sem byggja nær allan sinn rekstur á sjálfboðastarfi (við skulum a.m.k. segja einingar með neikvæða eigin- fjárstöðu, sem væntanlega er ekki óalgengt innan hreyfingarinnar). Þetta kann að skjóta skökku við í ljósi þeirra markmiða innan íþrótta- hreyfingarinnar að fjölga einingum - breiða út fagnaðarerindið sem víðast - því fleiri deildir, því fleiri kappleikir og því fleiri iðkendur. Og því meiri telst árangurinn sem um- fangið og fjölgunin er meiri. íþróttaleg markmið samruna nást sjaldnast með samruna rekstr- areininga. Samþjöppun bestu íþróttamanna í einstök félög gerist með félagaskiptum, og hefur leik- mannamarkaður virkað sjálfstætt að því leyti - hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fækkun keppnisflokka er ekki æskilegur þó menn vilji spara Ef við tökum smá dæmi um tvær körfuknattleiksdeildir sem hvor um sig hefur 200 iðkendur í t.d. tveimur aðskildum hverfum stórs sveitarfé- lags - hvor deildin með 10 manna sjálfboðaliðsstjórn og keppnislið í öllum aldursflokkum - hvar liggja þá rekstrarleg samlegðaráhrif við samruna? I framkvæmd má gera ráð fyrir að ekki þyrfti nema aðra stjórnina, eða a.m.k. ekki fleiri en 10 manns í sam- einaðri stjórn. Þar með tapast tals- verður mannauður í formi sjálfboða- liða. Það eru ekki samlegðaráhrif að tapa sjálboðaliðum. í framkvæmd verður rekstrarkostnaður áfram að mestu leyti breytilegur kostn- aður m.t.t. fjölda keppnisflokka - þátttökugjöld og dómarakostnaður verður áfram sá sami pr. lið, þjálf- unar- og ferðakostnaður óbreyttur að sama skapi. Ákvörðun um að fækka keppn- isflokkum um helming á rekstrar- legum forsendum virðist því a.m.k. ekki augljóslega hagkvæm gagnvart markmiðum útbreiðslu og uppbygg- ingar íþróttagreinarinnar. Vera má að hagkvæmari rekstrarreikn- ingur náist fram - fjárhagslegt tap minnki - en hér verð ég að vísa til fyrri pistla varðandi þann raunveru- leika að markmið íþróttahreyfingar- innar er í reynd ekki fjárhagslegur ávinningur. Rétt er að minna á að það er einnig hægt að nálgast pistilinn á kki.is. Sparnaður í formi niðurskurðar íþróttastarfsins vinnur í mörgum tilvikum gegn útbreiðslu íþróttar- innar, þótt vissulega geti stundum verið nauðsynlegt að grípa til að- haldsaðgerða. Það er þó ekki val- kostur sem menn taka af fúsum og frjálsum vilja. Öðru máli gegnir um samstarf fé- laga þar sem e.t.v. er tímabundinn skortur á iðkendum í tilteknum aldursflokki. Við þekkjum prýðileg dæmi um þetta úr okkar hreyfingu - og hefur slíkt í sumum tilvikum komið í veg fyrir brottfall liða. Slíkt hefur KKIreynt að styðja eins og kostur er varðandi reglur og hlut- gengi. Það er samstarf en ekki sam- runi (eða sameining). LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á naesta sölustað eða á lengjan,is Rússland - Brasilía 3,15 2,80 1,75 Makedónía - Búlgaría 2,90 2,75 1,85 Albanía - Litháen 1,80 2,80 3,00 Senegal - Noregur 1,70 2,85 3,25 fsrael - Danmörk 2,40 2,60 2,25 Túnis - Serbía/Svart 2,10 2,65 2,55 Bandaríkin - Pólland 2,35 2,60 2,30 Tyrkland - Tékkland 2,15 2,60 2,50 FH - (BV 1,50 5,30 2,10 Fram - Valur 1,90 4,75 1,70 Króatía - Argentína 3,70 3,00 1,55 Austurriki - Kanada 1,35 3,35 4,75 Holland - Ekvador 1,20 3,85 6,40 Irland - Svíþjóð 2,25 2,60 2,40 Haukar- KA 1,25 6,00 2,75 England - Urugvae 1,30 3,50 5,15 ftalía - Þýskaland 1,80 2,80 3,00 Skotland - Sviss 2,20 2,60 2,45 Frakkland - Slóvakía 1,20 3,85 6,40 Norður l'rland - Eistland 1,85 2,75 2,90 Wales - Paragvæ 2,30 2,60 2,35 Spánn - Fílabeinsströndin 1,40 3,20 4,50 Venezuela - Kólumbía 2,20 2,60 2,45 Mexíkó - Gana 1,40 3,20 4,50 510 3744 blaðið= Bikar unglinga í handbolta Bikarmeistarar Fram í 4. fiokki kvenna TtTíTV^m YITTJl Bikarmeistarar FHí4. flokki karla WTfSTSEWTT; Bikarmeistar Víkings/Fiölnis í2. flokkikarla , Bikarmeistar HK í unglingaflokki kvenna ÚSASMmJAN ww.husa is Bikarmeistar Vals 13. flokkikarla msmf k t ÍK ?■ Tjk yjp. ;,4t Vi g *. m y WJT I-Jr* ■ ' - ••• I»1 »? I£ *■ ' ww.husa Um helgina var leikið til úrslita í bikarkeppni unglinga í hand- bolta og fóru allir leikirnir fram í Laugardalshöll. í 4. flokki karla urðu FH-ingar bikarmeistarar þegar þeir unnu Selfoss í úrslitaleik 24-23 eftir að staðan var 13-10 i hálfleik fyrir FH. Guðmundur Árni Ólafsson frá Sel- fossi var kjörinn maður leiksins en hann skoraði 11 mörk í leiknum. I 4. flokki kvenna varð Fram bik- armeistari eftir stórsigur, 21-11, á Gróttu en staðan í hálfleik var 7-5 fyrir Fram. Stella Sigurðardóttir úr Fram var valin besti leikmaður leiks- ins en hún skoraði 7 mörk í úrslita- leiknum gegn Gróttu. I 3. flokki karla varð Valur bikar- meistari eftir æsispennandi úrslita- leik viðFH. Lokatölur urðu 30-29 en staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Val. Ingvar Guðmundsson markvörður Valsmanna átti stórleik og varði 29 skot en Ingvar var valinn besti leik- maður úrslitaleiksins. I unglingaflokki kvenna varð HK bikarmeistari eftir 31-26 sigur á Fram. Staðan í hálfleik var 16-14 fyrir HK. Rut Jónsdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Lokaleikur sunnudagsins í höll- inni var úrslitaleikur ÍR og Vík- ings/FjöInis í 2. flokki karla. Þar varð Víkingur/Fjölnir bikarmeist- ari eftir hreint út sagt magnaðan úrslitaleik. Lokatölur urðu 21-20 og Hjalti Þorvarðarson markvörður Víkings/Fjölnis varði 17 skot I mark- inu og var valinn besti leikmaður leiksins en Hjalti varði vítakast frá ÍR-ingum þegar venjulegur leiktími var útrunninn. Við hér á Blaðinu óskum öllum bikarmeisturunum til hamingju með árangurinn. Unglingalandsliðin í körfubolta: Dregið ÍEM Um helgina var dregið í riðla í Evrópukeppni unglingalandsliða í körfubolta. Ljóst er að ísland á erfiða leiki fyrir höndum í undan- keppninni en KKÍ sendir fimm landslið til keppni í yngri lands- liðum Evrópumótsins. Undir 20 ára landslið karla leikur í B-deild og verður keppt í Lissabon í Portúgal dagana 14.- 23.júlí. ísland er í riðli með Finn- landi, Georgíu og Hollandi. Undir 18 ára landslið karla keppir í A-deild og verður leikið í Amaliada í Grikklandi dagana i8.-27.júlí. Island leikur í riðli með Spáni, Frakklandi og Króatíu. Erf- iður riðill það fyrir okkar drengi. Undir 16 ára landslið karla leikur í A-deild í Jaen á Spáni dag- ana n.-20.ágúst. Island leikur í riðli með Frakklandi, Úkraínu og ísrael. Enn og aftur erfiður riðill fyrir okkar lið. Undir 18 ára landslið kvenna keppir í B-deild í Chiesti á Ítalíu dagana 2i.-30.júlí. Island leikur í riðli með Lettlandi, Úkraínu og Makedóníu. Undir 16 ára landslið kvenna keppir í B-deild í Jyvakla í Finn- landi dagana 2.-i3.ágúst. ísland leikur í riðli með Búlgaríu, Sló- veníu og Finnlandi. Á þessari upptalningu sést að riðlarnir sem íslensku liðin leika i eru mjög erfiðir og ljóst að mögu- leikarnir á að komast áfram upp úr riðlunum eru ekki miklir en þó aldrei að vita nema okkar ung- menni komi á óvart.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.