blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaðiö
Skaðlegar
auglýsingar
Auglýsingar sem eru skaðlegar
börnum eru alltof algengar á þeim
tíma þegar börn horfa hvað mest
á sjónvarp að mati Ingibjargar
Rafnar, umboðsmanns barna.
f dag, miðvikudag, verður haldin
ráðstefna á vegum umboðsmanns
barna, talsmanns neytenda og
samtakanna Heimili og skóli undir
yfirskriftinni Börn og auglýsingar. Á
ráðstefnunni er ætlunin að skoða
hvort vilji sé til að setja frekari mörk
við markaðssókn sem beinist að
börnum. Að sögn Ingibjargar berast
henni margar kvartanir vegna sjón-
varpsauglýsinga þar sem gengið er
fram af börnum. Þá segir hún alltof
mikið um það að auglýsingar sem
beinlínis eru skaðlegar börnum
séu birtar i kringum barnatíma.
Ráðstefnan verður haldin Grand
Hótel í dag en viðtal við Ingibjörgu
má lesa á blaðsíðu 12 í Blaðinu í dag.
Ekki farið á
áhættustig tvö
mbl.is | Jarle Reiersen dýralæknir
alifuglasjúkdóma hjá Landbúnaðar-
stofnun, sem situr í viðbragðshópi
stofnunarinnar vegna fuglaflensu,
segir ekki þörf á því að fara á
áhættustig tvö vegna flensunnar
þó skúfendur hafi greinst með
alvarlegt afbrigði fuglaflensu í Sví-
þjóð. Jarle sagði að þessi andastofn
flygi ekki til Islands og lítil hætta á
því að hann komi til lslands. Það
verði ekki farið á hættustig tvö
þar sem það sé afar dýrt og erfið
framkvæmd fyrir fuglabændur.
Ef flensan greinist í Bret-
landi verði hins vegar farið
á það áhættustig án tafar.
i" Bókaðu nuna a <
i www.hei msferdijr.is ;
Samstillt átak þarf til að koma
Háskóla íslands í fremstu röð
Gylfi Magnússon segir mögulegt að koma HÍ á meðal 100 bestu háskóla heims á tíu árum.
Á lista sem tekin er saman af fræði-
mönnum við Jiao Tong háskólann í
Sjanghæ, þar sem 500 bestu háskólar
heims eru tilgreindir, er fjöldi nor-
rænna háskóla, og í efstu hundrað sæt-
unum eru þeir sjö. Gylfi Magnússon,
forseti viðskipta- hagfræðideildar HÍ
segir yfirlýst markmið háskólarekst-
ors vera lofsvert, en til þess að það
megi nást verði að koma til samstillt
átakþjóðarinnar.
Skólagjöld nægja ekki
Viðskipta- og hagfræðideild oglaga-
deild Hl hafa sótt um heimild til þess
að taka upp skólagjöld. Gylfi segir
skólagjöldin, verði þau tekin upp,
ekki nægja til þess að það markmið
að koma Háskóla íslands í fremstu
röð í heiminum verði að veruleika.
„Ósk okkar um að taka upp skólagjöld
snýst aðallega um að geta komist
sómasamlega frá kennslunni og ég
held að með þessari fjárhæð sem
skólagjöldin gæfu ættum við að
geta það.“ Hann segir gæðamat há-
skóla fara annars vegar eftir gæðum
kennslunnar, og hins vegar eftir því
rannsóknarstarfi sem stundað er í
skólunum. „Rannsóknir verða ekki
fjármagnaðar með skólagjöldum og
til þess að ná þeim árangri sem þarf
til þess að komast á þennan lista, sem
ég tel vera mjög lofsvert markmið,
þarf að stórauka fé til rannsókna,"
sagði Gylfi.
H( um margt ágæt stofnun
Gylfi segir að rannsóknaháskólar
leggi miklu meiri áherslu á meistara-
| mL
Frá 43*895 kr.
Vinsælasta
sólarströnd ítaliu
frá 43.895 kr.
Netveró á mann með 10.000 kr.
afslætti, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní.
Riviera íbúðahótelið.
0,
Heimsferðir
nám og sérstaklega á doktorsnám.
Hann segir raunhæft að stefna að því
að Hl komist ofarlega á þennan lista
á tíu árum. „Við náum þessu ekki
fyrir hundrað ára afmælið sem er
árið 2011, en ég held að með góðum
stuðningi þjóðarinnar og samstilltu
átaki háskólafólks gæti markmiðið
verið innan seilingar eftir áratug.“
Hann bendir á að þeir skólar sem
hæst mælast þegar gæði háskóla eru
mæld séu flestar stofnanir með mörg-
hundruð ára sögu.
„Hlerum margt ágæt stofnun sem á
sér nítíu ára sögu. Skólinn hefur náð
góðum árangri á ýmsum sviðum,
sérstaklega í ljósi þess hve litlum fjár-
munum hann hefur haft úr að spila.
Hagkerfið og þjóðin eru að komast á
það stig, að ef við ætlum að taka þátt
í lífsgæðakapphlaupi 21. aldarinnar
þá verðum við að eiga háskóla sem
er samkeppnisfær við þá bestu i heim-
inum. Það er deginum ljósara að efna-
hagslíf framtíðar mun snúast um alls
kyns þekkingariðnað, en ekki fram-
leiðslu eða náttúruauðlindir.“
Skólagjöld skapa aðhald
Umsókn þessara tveggja deilda
til þess að taka upp skólagöld er leið
þeirra til þess að ráða fram út þeim
fjárhagsvanda sem þær búa við að
sögn Gylfa. „Hins vegar tel ég einnig
að skólagjöld bæti að mörgu skóla-
starf alveg óháð því fé sem þau útvega
skólunum. Við verðum vör við að nem-
endur bera ekki tilhlýðilega virðingu
fyrir því sem þeir fá ókeypis." Hann
segir nemendur hafa tilhneigingu til
þess að prófa sig áfram í náminu ef
það kostar ekkert og að oft verði lítið
sem ekkert úr því námi. „Það er allt
annað andrúmsloft í skólum þar sem
eru skólagjöld. Við þekkjum það vel
hér í minni deild þar sem við höfum
boðið MBA nám þar sem eru skóla-
gjöld. Þar ríkir allt annar andi en þar
sem fólk fær þetta nánast ókeypis.
Skólagjöld skapa því ákveðið aðhald.
Fólk sem hefur nám sem kostar það
eitthvað gerir það að vandlega athug-
uðu máli og leggur sig fram um að fá
eitthvað út úr náminu."
Vilja opna landið fyrir
erlendu launafólki
Tryggja verður að farið verði eftir
íslenskum lögum og kjarasamn-
ingum ef opna á fyrir frjálsa för
erlends launafólks hingað til lands
að mati Ögmundar Jónassonar,
formanns Bandalags starfsmanna
ríkis og bæjar (BSRB). Samtök at-
vinnulífsins vilja afnema allar tak-
markanir sem allra fyrst.
íslensk laun skulu gilda
Fram kom í fjölmiðlum í gær að
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins (SÁ), telur mikilvægt
að afnema beri sem fyrst takmark-
anir á frjálsri för launafólks hingað
til lands frá Evrópusambandinu.
Bindur hann vonir við að stjórn-
völd afnemi allar takmarkanir ekki
síðar en 1. maí næstkomandi.
Útlit er fyrir að Austurríki,
Frakkland og Þýskaland muni ekki
framlengja þau takmörk sem þar
hafa verið í gildi og bendir Hannes
á að góð reynsla sé af frjálsu flæði
verkafólks í Svíþjóð, á Englandi og
írlandi.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir rétt að fara vel yfir
stöðu málsins áður en ákvarðanir
verði teknar. „Þetta hefur verið til
umræðu innan BSRB. Við teljum
rétt að farið sé yfir stöðu málsins
og höfum leitað eftir því við stjórn-
völd að svo verði gert. Að þeirri yfir-
ferð lokinni munum við kveða upp
úr með okkar afstöðu en ekki fyrr.“
Þá telur Ögmundur mikilvægt að
verði takmarkanir afnumdar muni
það ekki leiða til þess að réttindi
íslensks launafólks skerðist. „Það
hefur verið reynt að fara á bak við
lögin að undanförnu og gegn því
hefur verkalýðshreyfingin almennt
snúist til varnar. Við viljum að það
verði farið að íslenskum lögum sem
kveða mjög skýrt á um að umsamin
laun á íslenskum vinnumarkaði
skuli gilda sem lágmarkskjör.“
jjl Dýrkeypt grín í Alasundi
Tvítugur Islendingur, sem starfað
hefur í verksmiðju Sæplasts í Ála-
sundi í Noregi, sagði upp störfum
í vikunni. Uppsögnin kom í kjölfar
þess að hann, ásamt norskum vinnu-
félaga sínum, skrýddist búningum
í vinnunni eins og notaðir eru af fé-
lögum bandarísku kynþáttaaðskiln-
aðar samtakanna Ku Klux Klan.
Þeir gengu um verksmiðjugólfið
með hvítar hettur á höfði og veif-
uðu uppreisnarfána Suðurríkjanna.
Uppátækið vakti litia hrifningu
innan fyrirtækisins og var þess
óskað að tvímenningarnir segðu
störfum sínum lausum.
Ekki kynþáttahatarar
I viðtali við norska blaðið Sunnmörs-
posten segir Norðmaðurinn að þeir
félagar séu á engan hátt haldnir kyn-
þáttafordómum, heldur hafi uppá-
tækið átt að vera grín. Ljósmyndir
voru teknar af atvikinu og var
þeim dreift á meðal vina
mannanna. I sama blaði er
haft eftir Ara Jósefssyni,
forstjóra Sæplasts í
/rœrt' 'íAyr
Noregi, að þrátt fyrir afsak-
anir tvímenninganna eigi
svona athæfi ekki að
viðgangast á vinnu-
stað og því hafi
þeim verið gert eafóoeeimi
að hætta.
UM
mr
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavik • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
' oy/ofluáfxi