blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöiö 6 I INNLENDAR FRÉTTIR TÍSKA • GÆÐI • BETRA VERÐ Spá aukinni verðbólgu Vísitala neysluverðs mun hækka um tæp i% milli febrúar og mars ef spá Greiningadeildar Islands- banka gengur eftir. í Morgunkorni bankans í gær segir að útsölulok hafi mikil áhrif til hækkunar vísitöl- unnar í febrúar en einnig er gert ráð fyrir að eldsneytisverð haldi áfram að hækka og hafi þannig áhrif á vísitöluna. Verðbólgan mun mælast 4,2% gangi spáin eftir og hækkar þannig um o,i%. Verðbólgan mun því áram mælast yfir efri þolmörkum í mark- miði Seðlabankans (4%) og langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði hans. Um er að ræða 23 mánuðinn í röð sem verðbólga reynist umfram markmið bankans. „Reikna má með því að verðbólgan muni aukast á næstunni og fjarlæg- ist efri þolmörkin. Liklegast mun verðbólgan vera um eða yfir efri þolmörkunum á næstu mánuðum og hæpið er að Seðlabankinn nái markmiði sínu á þessu ári“, segir ennfremur í Morgunkorninu. VORTÍSKAN 2006 Listamaðurinn Mói International sýndi listir sínar með bolta í blíðunni á Austurvelli < gær. Þar sem götulistamenn eru ekki fjöimenn stétt hér á landi vakti uppátækið óskipta athygli gesta og gangandi. Fleiri skurð- aðgerðir Skurðaðgerðum á Landspítalanum- háskólasjúkrahús i janúarmánuði fjölgaði um 7,3% frá sama tíma í fyrra samkvæmt stjórnarupplýsingum spítalans fyrir janúar 2006. Skurð- aðgerðum á börnum fjölgaði um 22,2%, almennum skurðaðgerðum um 17,5% og þvagfæraaðgerðum um 14,3%. Á sama tíma fækkaði hjarta- þræðingum og kransæðavíkkunum. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans fjölgaði um 4,7% frá sama tíma í fyrra og þá hefur komu á göngudeildir fjölgað um 4,8% og á dagdeildir um 2,5%. Sjúklingum á legudeildum fjölgaði um 0,5% og legudögum um 2,9%. Útlendingum fjölgar Um 14 þúsund erlendir ríkisborg- arar eru með lögheimili hér á landi eða 4,6% landsmanna samkvæmt nýlegri samantekt Hagstofunnar á mannfjölda eftir fæðingar-og ríkis- fangslandi 31. desember 2005. Fjöldi íbúa með erlent ríkisfang hefur nær þrefaldast á undanförnum tíu árum en árið 1996 voru þeir 1,8% þjóðar- innar. Hlutfallið nú er litlu lægra en fað er á hinum Norðurlöndunum. Noregi er það 4,6%, 4,9% í Dan- mörku og 5,3% í Svíþjóð. Hæst er hlutfall erlendra ríkis- borgara á Austurlandi eða um 17,6% en lægst á Norðurlandi eystra 2,3%. I Reykjavík eru um 4,7% íbúa með erlent ríkisfang. Tjón vegna hvítflibbabrota gríðarlegt Vitund almennings um svokölluð hvítflibbabrot og tjón afþeirra völdum er lítil. Slík brot valda að öllujöfnu margfalt meira fjárhagstjóni en „hefðbundnir glœpir". Full búð af nýjum vorvörum Pantið í síma: 588 4422 Nýr listi vegna þess að brotin snúast bara um peninga en ekki um líf og limi fólks. Það er einfaldlega ekki satt“, segir Helgi. „Hvítflibbabrot fela oft í sér mjög mikið heilsutjón fyrir almenning. Vanræksla á vinnustöðum getur valdið alvarlegum slysum og slæmt hráefni í lyfjum eða matvælum getur haft áhrif á heilsu fjölda fólks. Ennfremur flokkast það undir hvít- flibbabrot ef fyrirtæki losa eiturúr- gang út í náttúruna, þannig að skað- inn af slíkum brotum getur verið mjög áþreifanlegur“. Aukin arðsemiskrafa veldur áhyggjum Miklar breytingar hafi orðið á viðskiptaumhverfinu á Islandi á stuttum tíma og kröfur hluthafa um hagnað eru orðnar gríðarlega miklar. Á sama tíma gilda hér nýjar leikreglur á márkaði, m.a. vegna nýrra reglugerða Evrópusambands- ins. Þessi þróun veldur áhyggjum. „Fyrir nokkrum árum voru hlut- hafar fyrirtækja sáttir ef þeir fengu kaffi og kleinur á aðalfundum fyr- irtækja. Nú eru mjög sterkar kröfur uppi um hagnað og að hægt sé að greiða hluthöfum arð. Ég held að um leið og pressan á stjórnendur fyr- irtækja eykst hljóti þeir að leita allra leiða til að hámarka hagnað. Það hafa orðið gríðarlega hraðar breyt- ingar á markaði hér á landi og reglur hans hafa tekið miklum brey tingum. Menn eru ekki fyllilega búnir að átta sig á hvað þetta nýja umhverfi felur í sér, og hvaða kröfur og siðferði- sviðmið eiga að gilda. Menn vita heldur ekki hver viðurlögin við því að brjóta reglurnar eru, og ganga því eins langt og þeir geta. Mér sýn- ist líka að hættan sé meiri en ella þar sem eftirlitsaðilar t.d. ríkisins eru alltaf skrefi á eftir makaðnum. Rík- iskerfið er heldur þyngra í vöfum en hið opna hagkerfi og það býður hætt- unni heim“, segir Helgi. Hann segir ennfremur að viður- lög við hvítflibbabrotum séu mun óljósari en við „hefðbundnum af- brotum“. Sú hætta geti skapast við slík skilyrði að menn „taki sénsinn" enda liggi mögulegur ávinningur fyrir, en ekki mögulegt tap. Núver- andi ástand á markaði geti því ýtt undir aukna hvítflibbaglæpi. Ef þjófur er gómaður á hlaupum, með lambhúshettu á höfði og pen- ingapoka í hendi, eftir að hafa rænt banka má gera ráð fyrir að sá hinn sami fái að dúsa á bak við lás og slá um nokkurt skeið í náinni framtíð. Maðurinn er jú þjófur - hann stal peningum - og því fer hann í fang- elsi. Svo einfalt er það. Þetta liggur fyrir en er veruleikinn alltaf svona einfaldur? Á hverju ári koma upp fjölmörg mál sem skilgreind eru sem hvít- flibbaafbrot. Samráð olíufélaganna, Baugsmálið og fjárdráttur fyrrver- andi starfsmanna Landssímans falla öll undir þá skilgreiningu. 1 öllum þessum tilfellum er um glæp, eða grun um glæp að ræða og öll hafa málin vakið mikla athygli. I einu þeirra var peningum stolið af fyrir- tæki, í öðru töpuðu allir þeir sem keyptu eldsneyti á ákveðnu tímabili, en í því þriðja liggur vart fyrir hver braut á hverjum - né hvers vegna. Tíu sinnum dýrari en götuglæpir Engar yfirgripsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um um- fang hvítflibbaglæpa. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkj- unum benda hinsvegar til þess að slíkir glæpir valdi almenningi tíu sinnum meira fjárhagstjóni en „hefðbundnir götuglæpir“. Þó ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur beint yfir á íslenskan veruleika er ljóst að tjónið af þessari tegund glæpa er mikið. Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur hjá Háskóla Islands segir Helgi Gunnlaugsson Blam/Frikki að vitund almennings um þessa glæpi sé engu að síður lítil. „Viðskiptabrot valda einhverra hluta vegna ekki sama uppnámi í samfélaginu og t.d. fíkniefna- og kynferðisafbrot", segir Helgi. Hann segir ennfremur að ástæðunnar sé líklega að leita í að bæði gerandi og þolandi í þessum afbrotum sé ill sjá- anlegur og almenningur eigi því erf- itt með að samsvara sig honum. „Það er hægt að taka myndir af bankaráni og vettvangi þess glæps. Almenningur finnur svo til með t.d. afgreiðslufólkinu sem var ógnað af ræningjanum og fordæmir þann sem fór svona að ráði sínu. Það virkar mjög sterkt og dramatískt á almenning og hefur áhrif á vit- und fólks. Þannig er það ekki með hvítflibbaglæpi“. Helgi bendir til að mynda á mögu- leg brot olíufélaganna með samráði um olíuverð. „Þar var talað um milljarða tjón sem deilist í raun á alla neytendur hér á landi. Hver einstaklingur var kannski að greiða 20 krónum meira fyrir hvern bensíntank en annars hefði verið. Upphæðin er það lág að hún skiptir fólk ekki máli. Almenn- ingur finnur því ekki til með þeim sem fyrir brotinu varð“, segir Helgi. Oft alvarleg afbrot Almenningur og ráðamenn hafa oftar en ekki hrópað á þyngri dóma og auknar aðgerðir þegar upp kemst um alvarlega glæpi i einstaka mála- flokkum eða í tengslum við opin- bera umræðu. Ekki er langt síðan mikið var fjallað um fíkniefnavand- ann með þeim afleiðingum að fang- elsisdómar fyrir slík brot lengdust til muna. Mikil umræða hefur verið um kynferðisafbrot síðustu mánuði, og ef nýtt frumvarp dóms- málaráðherra fer í gegnum þingið verða dómar við slíkum brotum í mörgum tilfellum hertir. Engar slíkar umræður eða kröfur hafa hinsvegar heyrst í kjölfar aukinnar umfjöllunar um hvítflibbaglæpi. „Þeir eru til sem segja að þetta sé

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.