blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 17
 Tryggðu þér eintak á næsta sölustað Brekkusleðar prófaðir • Ari Trausti og fjailaandinn Öryggismál - á traustum ís • Erfiðasta gönguleið Evrópu? Langar þig um Kjöl á gönguskíðum? • Vetrarreiðmennska Glíma við land og þjóð eftir Andra Snæ blaðiö Ferðalög 18 Hávaðalaust í Hænuvík 20 Sólarlandaferðir sívinsælar 21 Fljúgðu af stað 22........ Þjóðhátíð allt sumarið Ferðir einstæðra foreldra Allt um Kaupmannahöfn Blaðið/Bernhard Jarðböðin við Mývatn án brennisteins „Vatnið í jarðböðunum er jarðhita- vatn en ekki saltvatn eins og vatnið í Bláa lóninu við Grindavík", segir Stefán Gunnarsson framkvæmda- stjóri jarðbaðanna við Mývatn. Jarð- böðin voru opnuð sumarið 2004 og hafa verið vel sótt síðan þau opnuðu. Stefán segir að konur séu sérstak- lega ánægðar með hvað hár þeirra haldi sér þrátt fyrir að fara með höf- uðið í kaf ólíkt því sem tíðkast í Bláa lóninu. Mývetningar hafa notið þess að stunda heit jarðböð sér til heilsu- bótar allt frá landnámsöld enda eru náttúrugæði sveitarinnar einstök. Þetta kemur fram á heimasíðu jarð- baðanna. Þar segir einnig að upp- sprettur heita vatnsins á svæðinu séu í gjám og að hvergi annars stað- ar á Islandi stígur hrein vatnsgufa, laus við brennistein og aðra meng- un, upp úr jörðinni. Saga Jarðbaðshóla Margar fornminjar og sagnir eru til um skýli til gufubaða sem hafa ver- ið reist í Jarðbaðshólum og nágrenni. Árið 1940 var byggt yfir gufuholu, sem Guðmundur biskup góði vígði snemma á þrettándu öld og notuð hefur verið öldum saman til gufu- baða. Guðmundur á sjálfur að hafa notað gufubaðið sér til heilsubótar. Um 1950 var byggt baðhús í Jarð- baðshólum sem var í notkun fram undir 1970 en þau hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum í gegn- um tíðina. íbúar í nágrenni Jarð- baðshóla gerðu grjótskýli yfir gufu- sprungur til að nota sem gufubað. Stefán segir hitann á vatninu í jarðböðunum vera um 36-40 gráð- ur en einnig eru tveir heitir pottar á svæðinu. „Vatnið er hvergi dýpra en 150 cm sem er mjög þægileg dýpt. 1 upphafi bar nokkuð á því að hitinn á vatninu væri misjafn og að vatnið væri heitast við yfirborðið. Nú hefur þetta verið lagað þannig að hitinn á vatninu er nokkurn veginn jafn. Á svæðinu er búningsaðstaða fyrir 250 manns og hægt að velja um úti og inniklefa." Stefán segir gesti jarðbaðanna vera mjög ánægða og segir psorias- is sjúklinga hafa fundið jákvæðan mun á húð sinni eftir að hafa baðað sig þar án þess að læknisfræðilegar sannanir liggi fyrir um áhrif jarð- baðanna á þessa sjúklinga. Þá hafa gigtarsjúklingar sagt að jarðböðin hafi góð áhrif á heilsu þeirra. Erlendir ferðamenn nálg- ast helming gesta „Yfir veturinn eru heimamenn í meirihluta þeirra gesta sem koma í jarðböðin en yfir sumarið er þetta meira blandað. Nú eru um 35-40% gesta jarðbaðanna útlendingar og þeim fer fjölgandi." Árskort í jarðböðin við Mývatn kosta 16.500 krónur fyrir einstak- linga en 22.000 fyrir hjón. Stefán segir nokkuð um að fólk komi af Austurlandi en frá jarðböð- unum er um 160 km leið til Egils- staða og því hægt um vik fyrir Aust- firðinga að skella sér í helgarbíltúr í jarðböðin. Yfir vetrarmánuði eru jarðböðin opin frá hádegi og til tíu á kvöldin en yfir sumarmánuðina eru þau opin frá 9-24. hugrun@bladid.net VIKUR // r mmí \'% 1 1 m. ^ f ■■ .MHBÍIigU • g ffj

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.