blaðið - 02.03.2006, Side 26
26 IHÖNNUN
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðiö
Falleg föt þurfa ekki að vera óþœgileg
Verslunin Pjúra hefur skipt um nafn. Nú kallast hún KVK og erflutt í betra húsnœði að Laugavegi 27.
íris Eggertsdóttir og Kolbrún
Ýr Gunnarsdóttir hafa frá því í
júní 2003 framleitt og selt fatnað
undir merkjunum Krúsilíus og
Kow og selt í öðrum verslunum
en sinni eigin. I apríl 2005 varð
breyting þar á þegar þær opnuðu
eigin verslun undir nafninu Pjúra-
íslensk hönnun.
I ársbyrjun urðu tímamót í versl-
uninni þegar tveir af fyrri hönn-
uðum Pjúra drógu sig úr samstarf-
inu og héldu á vit annarra ævintýra
en íris og Kolbrún héldu rekstrinum
áfram. Þegar þeim bauðst húsnæði
við Laugaveg 27 ákváðu þær að taka
því og byrja kaupmennskuna af
fullri alvöru, eins og Kolbrún orðar
það. Þær fluttu af Ingólfstræti 8 og
komu sér fyrir á Laugavegi.
Hönnunarsérfræðingur Blaðsins
sló á þráðinn til Kolbrúnar, spurði
hana út í velgengnina og nýju búð-
ina við Laugaveg.
Hverjuþakkarðu velgengnina?
„Ætli við eigum hana ekki því
helst að þakka að við erum í ódýrari
kantinum miðað við aðra íslenska
hönnun. Svo erum við líka að gera
fatnað sem hentar konum á öllum
aldri en erum ekki bara með einn
afmarkaðan markhóp. Fyrir utan
þetta þá erum við ótrúlega duglegar
og það er því að þakka líka. Duglegar
og hæfileikaríkar ungar stúlkur,“
bætir Kolbrún við og skellir upp úr.
Hvaðan koma hugmyndirnar?
„Ég get nú bara talað út frá sjálfri
mér, en í mínu tilfelli fæ ég aðallega
hugmyndir ef ég sé falleg efni. Þá
veit ég hvað mig langar til að gera úr
þeim. Svo hefur maður alltaf augun
opin fyrir því sem er að gerast í tísku-
heiminum. íris er hins vegar mynd-
listarkona og vinnur svolítið út frá
því.“
Er eitthvað séríslenskt sem hefurhaft
áhrifá sköpun ykkar?
„Nei, égmyndi ekki segjaþað. Lopa-
peysur og kraftgallar hafa ekki haft
mikil áhrif á okkur fram til þessa.
Eða... það eru reyndar flíspeysur
núna í stað gömlu lopapeysunnar.
Þær eru líka komnar í staðinn fyrir
gamla krumpugallann þó að lopa-
peysur séu svolítið í tísku þessa
dagana. Við köllum þetta íslenska
hönnun bara af því að við erum
sjálfar fæddar á íslandi."
Nú hafa íslendingar oft verið svolítið
fastir í jarðlitunum. Eru fötin ykkar
á litinn eins og Miðnesheiði?
„Við höfum alveg rekið okkur á að
Islendingar vilja helst forðast alla
liti aðra en jarðliti, en við ætlum
samt ekkert að gefast upp með það.
Ætlunin er að framleiða áfram föt í
l'allegum litum og það á sérstaklega
vel við núna í sumar. Það er viðeig-
andi á sumrin. En við en þjónum
markaðnum samt alltaf áfram með
okkar svarta dóti. Það er alltaf lang-
vinsælast. Litagleði okkar þessa dag-
ana einkennist helst af gylltu, vín-
rauðu og túrkís.“
Eru þið að framleiða eitthvað af
yfirhöfnum?
„Nei, en þær eru á leiðinni. Við
erum að framleiða undir merkinu
KVK og hluti af línunni eru end-
urhannaðar yfirhafnir, kápur og
jakkar og fleira fínt.“
Áttu eitt tískumottó handa mér að
lokum?
„Maður þarf ekki að vera í óþægi-
legum fötum til að vera fallegur:
„Beauty is not pain“.“
margret@bladid. net
Smelltu á músina og skelltu þér i tískuföt
Á vefsíðunni www.netaporter.com er hcegt að kaupa alltþað nýjasta sem stóru hönnuðirnir og tískuhúsin hafa upp á að bjóða.
Hver kannast ekki við að sitja
á kaffihúsi, fletta tískublaði og
sjá allt í einu flík sem „þú bara
VERÐUR að eignast“. Svo kaup-
irðu blaðið og skundar í Kringl-
una en verður ekki fyrir neinu
öðru en vonbrigðum af því að það
eina sem þú finnur er léleg eftir-
líking sem krumpast um axlirnar
eða er ekki til í þinni stærð.
Það er til lausn við þessu lúxus-
vandamáli (sem er þó alveg jafn
mikið vandamál þrátt fyrir það).
Á Netinu er að finna stórgóða
síðu sem heitir Net-a-Porter og
þar er einfaldlega hægt að versla
eftir hönnuðum. Hvort sem þú
heldur upp á Alexander McQueen,
Azzaro, Veru Wang, Jimmi Choo,
Calvin Klein, Christian Laqroix
eða hvern annan sem er - þá getur
þú örugglega fundið eitthvað
fallegt sem hæfir þínum „smag og
behag“.
Vefsíðan www.netaporter.com
er á allan hátt þægileg í skoðun,
en þú getur bæði verslað eftir
hönnuðum, flett henni sem tíma-
riti, skoðað skó og fylgihluti eða
kannað hvað er í boði á útsölunni.
Útsölurnar á síðunni eru oftar en
ekki skynsamlegur valkostur þar
sem sumar vörurnar geta verið í
dýrari kantinum. Það eru þó ekki
allir hönnuðirnir jafn dýrir því
þarna má Iíka finna flottar flíkur
sem fást ekki á íslandi en eru í
viðráðanlegri verðflokkum. Að
sama skapi getur þú verið viss um
að þú sért að kaupa gæðavöru sem
önnur hver kona er ekki að spóka
sig í á sama tíma, en það vill
stundum verða tilfellið í okkar
litla samfélagi.
margret@bladid. net
...og svo sveiflast taskan.
Þessi íðilfagra leðurtaska
frá Mulberry kostar sléttar
56.469 krónur á www.neta-
porter.com
Frú gullfiðrildi. Unaðs-
legar bomsurfrá Anna
Sui á litlar 53.656 krón-
ur. Ef vinkonurnar eiga
ekki eftir að stynja yfir
þessum þá gera þær
þaðaldrei.
Allt er gott sem vel er gyllt.
Þetta ótrúlega huggulega Ipod
hulstur kostar 3.248 á Net-a-
Porter.
Falleg í bleiku. Hvaða dömu langar ekki til að mæta á fund, kaffihús eða í skólann
með svona kjöltutölvutösku? Kostar aðeins 6.820 íslenskar krónur á www.netaporter.
com