blaðið - 02.03.2006, Síða 37

blaðið - 02.03.2006, Síða 37
blaöió FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 DAGSKRÁI 37 « 4 LEIKKONA SLÆR í GEGN koIbrun@bladid.net Einstaka sinnum horfi ég á spjallþætti Jay Leno. Leno er fremur vingjarnlegur maður og þægilegur við hina frægu gesti sína. Hann er hins vegar ekki góður spyrill og yfirleitt er maður litlu sem engu nær um viðkomandi gest. Frá þessu eru þó undantekningar. Sú sem ég man best eftir er breska leikkonan Emma Thompson. Hún fór á kostum. Það er ekki Leno að þakka heldur henni sjálfri. Það var beinlínis upplífgandi að hlusta á listakonu sem er svo algjörlega á skjön við hina dæmigerðu anor- exísku Hollywood-leikkonu. Thompson er greinilega fluggáfuð, vel lesin og upplýst. Hún kann að segja sögur og hefur auk þess frábært skopskyn. Þarna sat hún og sagði sögur og gerði um leið hæfilegt grín að sjálfri sér. Hún var beinlínis stórkostleg. Hún sýnist vera kona sem brillerar í öllu - meira að segja í því sem er erfiðast af öllu, sem er það að vera til. Örsjaldan sér maður einstaklinga sem hafa þann dýrmæta hæfileika að geta gert grín af sjálfum sér og þá er eins og umhverfið verði óskaplega hissa. Ég held að fólk sem hefur húmor fyrir sjálfu sér sé um leið víðsýnt fólk. Og það er allt of lítið til af slíkum manneskjum. Pólitík „Pólitíkusar eru eins um allan heim. Þeir lofa að byggja brú, jafnvel þótt engin sé áin.“ Nikita Khrushchev, sovéskurstjórnmálamaður(1894- 1971) Pennan dag... ...árið 1969 fór fram fyrsta tilraunaflug á Concorde flugvél. Litið var á Concorde sem framtíðina í farþegaflutningum þar sem vélarnar náðu rúmlega tvöföldum hljóðhraða í 60 þúsund feta hæð. Öllum Concorde vélum var þó lagt eftir hræðilegt slys í París þar sem það sem talið er hafa verið verksmiðjugalli varð til þess að 109 manns létu lífið. EITTHVAÐ FYRIR... .eiginmenn Sjónvarpið,22.25Aðþrengdareiginkon- ur (28:47) (Desperate Housewives) Bandarísk þáttaröð um nágranna- konur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Aðalhlutverk leika Teri Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Cross, Eva Longoria og Nico- lette Sheridan. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Stöð 2,21.20 Nip/Tuck (8:15) Einhverjir svakalegustu framhalds- þættir sem gerðir hafa verið eru orðnir ennþá svakalegri. Eins og þeir muna glöggt sem sáu uppgjörið geggjaða í annarri þáttaröð þá var hið flókna og úrky njaða líf lýtalækn- anna Sean og Christian orðið flókn- ara en nokkru sinni áður - og er þá mikið sagt. Norðrið mœtir suðri í kvöld etja lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri kappi íspurningakeppniframhaldsskólanna, Gettu betur. Lið MA er vœntanlegt með tæplega 350 manna klapplið í sex langferðabílum að norðan síðdegis í dag. Viðfengum MR- inga til að svara nokkrum spurningum. Keppnin ferfram í beinni útsendingu í sal Sjónvarpsins að Fiskislóð í Reykjavík. Hverjir eru í liðinu? Liðið skipa Hilmar Þorsteinsson, 5. bekk fornmálabrautar, Magnús Þorlákur Lúðvíksson, 4. bekk nátt- úrufræðibrautar og Björn Reynir Halldórsson, 3. bekk málabrautar. Hvaðan komiðþið? Við komum allir þrír úr Vest- urbænum sem hefur lengi verið gjöfull fyrir spurningalið MR þó þetta sé líklega í fyrsta sinn sem allir þrír liðsmenn koma þaðan. Hafið þið keppt áður í Gettu betur? Hilmar var í liðinu í fyrra en hinir tveir eru nýliðar. Þeir eru þó sjóaðir í svona keppnum því þeir voru saman í sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna árið 2003. Er einhver taugatitringur fyrir sjón- varpsútsendinguna? Við hlökkum aðallega til keppn- innar og erum bara vel stemmdir, ekkert stress í gangi. Hvernig metið þið möguleika ykk- ar? Okkur gekk vel i útvarpinu og við höfum æft af krafti svo við telj- um möguleika okkar góða þó MA- ingar séu með gott lið. Hvernig búið þið ykkur undir keppni sem þessa? Dagana fyrir keppni förum við vel yfir það efni sem við höfum verið að lesa í vetur en á keppnis- dag tökum við því rólega með þjálf- urunum og mætum góðir á því í myndverið. Er einhver einn betri en annar í sumu (hverju)? Jájá, auðvitað, við höfum nátt- úrlega mismunandi áhugamál. Magnús er t.d. séfróður um Suður- skautslandið og Björn Reynir veit allt um ættfræði. Sérsvið Hilmars eru hins vegar frímerki og danskir hönnuðir. Eitthvað sem þið viljið koma á framfœri? Gleymið þessum Meistara, Gettu betur er miklu skemmtilegra. Gettu betur-lið MR Gettu betur-lið MA Frá vinstri: Tryggvi Páll Tryggvason, Magni Þór Óskarsson, Ásgeir Berg Matthíasson. Þeir sitja við verk Steinunnar Þórarinsdóttur, Tilveru, sem stendur fyrir utan MA.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.