blaðið - 08.03.2006, Page 1

blaðið - 08.03.2006, Page 1
Farðu þér hœgtí 3...þú hefur alla helgina 'dagg helgi, ótakmarkaður akstur. Verð frá kr 4.067 dagurinn. rbcars.is ^ Sími: 581 1186 Sérblað um vinnuvélar fylgir Blaðinu í dag Frjálst, óháð & ókeypis! 55. tölublaö 2. árgangur miðvikudagur 8. mars 2006 Deilt um „charangoa Samskipti Bólivíu og Chile, tveggja nágrannaríkja í Róm- önsku-Ameriku, hafa löngum verið með stirðara móti. Þjóðirnar deila m.a. um landa- mæri en nú hefur nýtt ágrein- ingsefni skotið upp kollinum. Á dögunum hélt rokkhljóm- sveitin U2 tónleika í Santiago, höfuðborg Chile. Við það tækifæri færði Ricardo Lagos, forseti, söngvara hljómsveit- arinnar, Bono, að gjöf forláta gítar. Þar ræðir um svokallaðan „charango", fimm strengja gítar, sem alþýða manna á Andes- svæðinu hefur löngum leikið á. Fær Bachelet gítar? Nú hafa ráðherrar í rikisstjórn Bólivíu, tónlistarmenn og álits- gjafar í fjölmiðlum mótmælt gjöfinni harðlega með þeim rökum að „charangoinn" sé bólivískt hljóðfæri. „Bólivíu- menn eiga charangoinn,“ sagði í fýrirsögn leiðara dagblaðs- ins La Razón („Skynsemin"). Var Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hvattur til að færa Michelle Bachelet „charango" að gjöf á laugardag en þá sver hún embættiseið forseta Chile, fyrst kvenna. Lagos, Chileforseti, hefur varið þá ákvörðun sína að gefa Bono hljóðfærið með vísun til þess að íbúar á Andes- svæðinu, sem nær inn í Chile, hafi þróað „charangoinn". Bólivía glataði aðgangi að Kyrrahafinu í stríði við nágranna sína á 19. öld. Frá því það gerðist hefur verið heldur fátt með nágrannaþjóðunum. Þær hafa t.a.m. ekki átt formleg diplómatísk samskipti í tæp 30 ár. Líkur eru þó taldar á því að beggja vegna landamær- anna sé nú meiri sáttahugur í ráðamönnum en oftast áður. Höfuðborgarsvæðið meðallestur 67,3 53,8 46,9 «0 -2 -Q c 3 : •s 0 £ co 16,6 Samkv. fjölmiðlakönnun Gallup janúar 2006 .„|rjrTl BlaðiÖ/Steinar Hugi Borgin fær andlitslyftingu Nú standa yfir endurbætur á einu ástsælasta húsi borgarinnar, Hótel Borg. Eins og sjá má er útsýniö ekki af lakara taginu úr tumi Borgarinnar sem Jóhannes Jósepsson lét byggja áriö 1930. Frumvarpið gengur of langt Israelar hóta veröandi forsætisráöherra Palestínu Varnarmálaráðherra ísraels skýrði frá því í gær að leiðtogar Hamas- hreyfingarinnar, þ. á. m. verðandi forsætisráðherra Palestínumanna, myndu teljast lögmæt skotmörk hæfu íslamskir vígamenn á ný árásir á ísraela. Ráðherrann, Shaul Mofaz, lét þessi orð falla skömmu eftir að fréttir höfðu borist af þvf að ísraelar hefðu drepið tvo vígamenn og þrjá óbreytta borgara, þar af tvö börn, í loftárás á Gaza-borg. Hamas-hreyfingin vann stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í janúarmánuði og vinnur nú að myndun nýrrar stjórnar. Hreyf- ingin hefur á stefnuskrá sinni að þurrka út ríki gyðinga. Hamas sætir nú þrýstingi á alþjóðavettvangi um að lýsa yfir því að horfið hafi verið frá þessari stefnu. Leiðtogar hreyf- ingarinnar hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu en hafa lýst yfir því að áfram sé í gildi yfirlýsing þess efnis að sjálfsmorðsárásir verði ekki gerðar næsta árið. Mofaz sagði í viðtali við útvarp hersins f fsrael að sú stefna stjórn- valda að ráða af dögum þá leiðtoga Ismail Haniyeh hernaðararms Hamas sem taldir eru sérstök ógn við öryggi ríkisins hefði skilað tilætluðum árangri. Þeirri stefnu yrði áfram fylgt. „Enginn verður óhultur," sagði ráð- herrann. Aðspurður hvort orð þessi ættu einnig við um Hamas-leiðtog- ann Ismail Haniyeh, sem tilnefndur hefur verið forsætisráðherra Palest- ínu, sagði Mofaz: „Ef hryðjuverka- hreyfingin Hamas, sem vill ekki viðurkenna þá samninga sem við höfum gert við Palestínumenn, reynist ófáanleg til að hafna ofbeldi og setur okkur í þá stöðu að þurfa að bregðast við hreyfingu hryðju- verkamanna verður enginn óhultur. Þetta á ekki aðeins við um Ismail Haniyeh. Enginn verður óhultur." Salah al-Bardawil, talsmaður Hamas, fordæmdi þessi ummæli ráðherrans. Sagði hann þau til marks um „blóðugt og ómann- eskjulegt eðli hins zíoníska óvinar". Hann bætti við að Hamas leitaði ekki náðar af hálfu ísraela. Hamas og ísraelar ættu í átökum. „Þeir sem sýna mesta festu verða þeir sem fara með sigur af hólmi,“ sagði al-Badawil. Ólga fer vaxandi í Palestínu í kjölfar sigurs Hamas í þingkosn- ingunum. Á mánudag sviptu þing- menn hreyfingarinnar Mahmoud Abbas, forseta, ákveðnum völdum sem Fatah-hreyfing hans hafði sam- þykkt að veita honum þegar þing Palestínumanna kom síðast saman. Þingmenn Fatah brugðust við þessu með því að ganga af þingfundi. Fatah hefur gefið til kynna að full- trúar hreyfingarinnar hyggist jafn- vel hundsa frekara þinghald. Mahmoud Abbas var kjörinn forseti Palestínu í janúarmánuði í fyrra og á þrjú ár eftir í embætti. Framkvæmdastjóri Landssam- bands æskulýðsfélaga segir í viðtali við Blaðið að frumvarp til nýrra æskulýðslaga gangi of langt þegar kemur að því hverjum sé heimilt að starfa með börnum og ungu fólki. í frumvarpinu er þdijusem hlotið hafa fíkniefnadóm gert ókleift að taka þátt í æskulýðsstarfi. Formað- urinn bendir á að algengt sé að fyrrum fíklar taki þátt í forvarnar- starfi þar sem þeir miðla af reynslu sinni til barna og unglinga. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd verði hurðinni skellt á þetta fólk. Sögusagnir Ásta Möller, þingmaður og ein þeirra sem unnu að frumvarpinu, segir að ákvæðið sé sett inn vegna þess að dæmi séu um að fíkniefna- salar sækist eftir að starfa að æsku- lýðsmálum með það að markmiði að komast nærri unga fólkinu. For- maðurinn segist hafa heyrt orðróm á þessum nótum en að hann þekki hins vegar engin dæmi þess að þetta hafi átt sér stað. sjA nAnar A BLAÐSÍÐU 4

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.