blaðið - 15.03.2006, Side 10

blaðið - 15.03.2006, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 UaAÍÖ Reuters Ahmadinejad, forseti (rans, er vígreifur og óttast ekki þvinganir Öryggisráðs SÞ og segir að auðgun úrans verði haldið áfram. Blásiö til skógræktar- átaks í Túrkmenistan Saparmurat Niyazov, hinn skraut- legi forseti Túrkmenistans, hefur ákveðið að 1.000 ferkílómetrasedrus- viðarskógi verði plantað í eyðimörk í landinu til þess að gera loftslag þess þægilegra fyrir íbúa og gesti. Nánast allt landsvæði Túrkmen- istan er eyðimörk og getur hiti á sumrin farið upp í 50 gráður. Niyazov lýsti því yfir á ríkisstjórn- arfundi í gær að skógurinn ætti að vera fullgróinn eftir níu ár. Ásamt því að rækta upp skóginn hyggjast stjórnvöld mynda mikið og mann- gert stöðuvatni í miðri Kara-Kum eyðimörkinni, en samkvæmt forset- anum á vatnið eftir að umbreyta landbúnaði í Túrkmenistan. Skíðasvæði og íshöll í eyðimörk Stjórn Niyazov stendur fyrir miklum framkvæmdum um þessar mundir. Ný járnbraut sem styttir Nútímalegur stjórnmalamaður? Niyazov er með höfuð fullt af spennandi hugmyndum. ferðatímann á milli norður- og suðurhlutans um helming verður vígð við hátíðlega athöfn 17. þessa mánaðar. Samfara þessu er verið að byggja höll úr ís rétt við höfuðborg- ina, Áshgabat, en í fyrra lýsti forset- inn áhuga á að byggja upp skíða- og vetraríþróttasvæði í landinu. Iranir óttast ekki þvinganir Stjórnmálaskýrendur telja heldur ólíklegt að samstaða um aðgerðir gegn klerkastjórninni í íran náist í Öryggisráðinu. Spennan í samskiptum írans og Vesturlanda magnast í aðdraganda þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna tekur afstöðu til kjarnorkuáætl- unar klerkastjórnarinnar í Teheran. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar vilja að ráðið álykti gegn áformum írana og grípi til þvingunaraðgerða láti íranir ekki af auðgun úrans. Kínverjar og Rússar eru mótfallnir og vilja fullreyna samningaleiðina. Stjórnvöld í íran hafna með öllu að hætta auðgun úrans. Ummæli helstu leiðtoga stjórn- valda í Teheran undanfarna daga benda til að stefnubreyting hafi átt sér stað. Iranir virðast tilbúnir að takast á við Öryggisráðið. Fram til þessa hafa þeir kosið tvíhliða við- ræður við helstu ríki Evrópusam- bandsins og Rússa til þess að forða aðkomu stjórnvalda í Washington að málinu í gegnum Öryggisráðið. Bandaríska blaðið International Herald Tribune sagði frá því í gær að íranir væru kokhraustir og sann- færðir um að samstaða náist ekki í ráðinu um aðgerðir gegn þeim. Fórn- arkostnaður viðskiptaþvingana gegn þeim yrði of hár til þess að Kín- verjar og Rússar gætu sætt sig við slíkar aðgerðir. Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, hefur lýst því yfir að hann hræðist ekki aðgerðir Öryggisráðs- ins og bendir á að íranir hafi rétt til þess að auðga úran í friðsamlegum tilgangi samkvæmt NPT-alþjóða- samningum gegn útbreiðslu kjarna- vopna. Ummæli forsetans undan- farið eru til marks um að hann flétti saman kjarnorkuáætluninni og þjóðarstolti til þess að þjappa lands- mönnum saman fari svo að stefna ráðamanna leiði til einangrunar á al- þjóðavettvangi. Á útifundi í Gorgan- héraði í norðurhluta landsins í gær lýsti Ahmadinejad því yfir að þróun kjarnorkunnar væri í höndum æsku landsins og að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru öfund- sjúkir og reiðir vegna þess að íranir væru að virkja hið mikla hugvit landsmanna. Stjórnvöld í Teheran kölluðu á dögunum helstu dimplómata í sendi- ráðum erlendis heim til skrafs og ráðagerða. Ajatollah Ali Kahmeni, æðstiklerkur og valdamesti maður landsins, ávarpaði hópinn í gær og sagði að það jafngilti framsali á full- veldi Irans að láta undan kröfum alþjóðasamfélagsins. Ógreiðfær samningaleið Þrátt fyrir einarða afstöðu írana í málinu telja Kínverjar og Rússar enn unnt að komast að niðurstöðu við samningaborðið. Stjórnmála- skýrendur telja það ólíklegt. Rússar hafa ítrekað boðist til að auðga úran fyrir írani en þeir samningar hafa strandað á kröfu stjórnvalda í Teheran um að lágmarksauðgun fari ávallt fram í landinu. Banda- ríkjamenn benda á að þetta sé til marks um að kjarnaorkuáætlun írana sé ekki sett fram i friðsam- legum tilgangi. Þeir benda á að úran frá Rússlandi fullnægi þörf írana vegna notkunar kjarnorku til rafm- angsframleiðslu. Krafa stjórnvalda í Washington og ráðamanna í Evr- ópu er að íranir láti af allri auðgun úrans. Kínverjar og Rússar taka ekki undir þessa kröfu .Enn fara fram viðræður á milli stjórnvalda í Teheran og Moskvu um hugsanlega lausn deilunnar áður en að Örygg- isráðið fundar um málið síðar í vikunni. Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, lýsti því yfir á mánudaginn að íranir sýndu litla viðleitni til þess að hjálpa við lausn deilunnar og ummæli ráðamanna í Teheran í gær virðast benda til þess að lausn sé ekki í sjónmáli. Harður tónn heyrist frá Washington Áhyggjur Bandaríkjamanna af deilunni eru miklar. í ræðu í Ge- orge Washington-háskóla á mánu- dagskvöld sagði George Bush, for- seti Bandaríkjanna, að hann hefði sannanir um að franir framleiddu hættuleg sprengiefni sem stjórnvöld í Teheran kæmu svo í hendur hryðju- verkamanna í Irak. Forsetinn sagði ennfremur að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að takast á við Íiær hættur sem stafa af framferði rana. Bæði Condoleezza Rice, ut- anríkisráðherra Bandarikjanna, og John Bolton, sendiherra þeirra við Sameinuðu þjóðirnar, lýstu því yfir í gær að stjórnvöld gerðu ráð fyrir að Öryggisráðið myndi senda hörð skilaboð til Irana. Ef að Öryggisráðið fellst á að- gerðir gegn fran munu þær ekki taka gildi fyrr en eftir nokkra mán- uði. Stjórnmálaskýrendur telja að í fyrstu myndi ráðið samþykkja tákn- rænar þvinganir eins og ferðabann á íranska stjórnmálamenn. Ahmad- inejad hefur gert lítið úr slíkum hót- unum og sagt að hann yrði manna fegnastur þyrfti hann ekki að ferð- ast til Vesturlanda. Reuters Ajatollah Kahmeni, æðstiklerkur frans, leggur linurnar fyrir íranska diplómata. Hann segir að franir muni halda áfram að auðga úran. Jfe HAROVIÐARVAIS Guíltryggð þjónusla! Krókhálsl 4*110 Reykjavik • Sími 567 1010 www.parket.is — Lennart Meri allur Ein af sjálfstæðishetjum Eistlands, Lennart Meri, lést í gærmorgun 76 ára að aldri. Meri háði harða baráttu við krabbamein síðustu ár ævi sinnar. Meri var holdtekja baráttu Eista fyrir sjálfstæði sínu á níunda og tíunda áratugnum og var í framvarðasveit þeirra sem hrundu oki Sovétríkjanna í Eystrasaltsríkjunum. Naut hann mikillar virðingar fyrir framgöngu sína. Meri var forseti Eistlands frá 1992 til 2001 en áður var hann um skeið utanríkisráðherra landsins og sendiherra þess í Finnlandi. Áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum var hann þekktur kvik- myndagerðarmaður og rithöfundur og voru verk hans þýdd á mörg tungumál. Hánn þótti sannur Evrópumaður. Eftir að hann var kosinn forseti Eistlands, fyrstur manna, barðist hann ákaft fyrir því að efla tengsl Eista við Evrópusambandið og NATO. Þeirri baráttu lyktaði með fullri aðild Eista að báðum stofn- unum. Hann þótti leika stórt hlutverk í því að sannfæra Rússa að kalla herlið sitt heim frá Eistlandi. Síðustu rússnesku hermennirnir yfirgáfu landið í kjölfar heimsóknar Meri til Moskvu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.