blaðið - 15.03.2006, Síða 12

blaðið - 15.03.2006, Síða 12
12 I HEZMILI MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö Rétta lýsingin gerir gœfumuninn Rétt lýsing á heimili getur gert meira fyrir útlitið heldur en málning, veggfóður eða glæsileg húsgögn. Með réttri birtu er hægt að stækka og minnka herbergi, leggja áherslu á það fallega en forðast það miður fal- lega og svo framvegis. Auk þess getur ákveðin birta ákvarðað stemning- una sem myndast, hvort heldur sem er á hlýlegu fjölskyldukvöldi eða í villtri veislu sem stendur fram á nótt. 99..................... Með því að gera tilraunir með mismunandi birtustig getur stofan breyst frá ró- legum og rómantískum stað í orkufullan og fjörugan stað. Skapaðu bjarta en hlýja birtu með því að leggja áherslu á sum Ijós fram yfir önnur. Endurkastaðu birtu um herbergið Þegar haldið er teiti, matarboð eða jafnvel afmæli þá á birtan stóran þátt í því að skapa stemningu. Með því að gera tilraunir með mismunandi birtustig getur stofan breyst frá rólegum og róman- tiskum stað í orkufullan og fjörugan stað. Skapaðu bjarta en hlýja birtu með því að leggja áherslu á sum .................... Ijós fram yfir önnur. End- urkastandi fletir, eins og spegill, getur verið notaður til að endur- kasta birtu um herbergið. Hægt er að nýta kristalla, demanta, spegla- kúlur og fleira til að gera stemning- una enn sparilegri. Leggðu áherslu á ákveðna hluti í stofunni, eins og arinn eða fallegt málverk. Vefðu ljós- aseríu um þurrkuð blóm eða jafnvel gluggakistur. Huggulegur garður með Ijósum Það fer vitanlega eftir tilefninu hve mikið af ljósum er notað og hvort þau séu marglituð eða ekki. Ef herbergið er stórt með háu lofti er hægt að gera það heimilislegra með mörgum litlum lömpum, annað hvort í sitt hvoru lagi eða saman. Einnig er hægt að leika sér með skugga og mynda jafnvel mynstur á veggjunum. I veislum er alltafhópur fólks sem stendur úti, jafnvel þó kalt sé. Ef þú ert með lítið pláss inni íhugaðu þá að leigja þér tjald, gashitara og annað í þeim dúr. Gerðu garðinnhuggu- legri með því að setja seríur á gróðurinn eða jafnvel skreyta hann með kertum. Jafnvel þótt það sé ekki • ••........ á dagskrá að vera úti þá geturþaðsamt myndað skemmtilega stemningu að hafa vel lýstan garð. Náttúruleg lýsing Til að fá sem mest úr náttúrlegu lýs- ingunni heima fyrir þarftu að vita hvernig ber að nota hana. Hugsaðu út í það hvað hentar hverju herbergi best, ekki festa þig í því til hvers her- bergið er ætlað. Hægt er að hámarka náttúrlega birtu á marga vegu, til dæmis er hægt að hengja spegla upp andspænis gluggum. Þeir sem vilja hámarka náttúrulega lýsingu ættu líka að hafa sem minnst í gluggum og forðast íburðamiklar gardínur. Auk þess þarf að klippa tré og gróður í garðinum reglulega svo hann skyggi ekki á gluggana. Vertu dugleg aö nýta aðra lampa sem og Ijósaseríur og kerti alla daga. Það er ekki nauðsynlegt að nota slíkt einungis við hátíðleg tækifæri. Önnur Ijós gefa herberginu vídd og hlýju auk þess sem hægt er að mynda skugga og leggja áherslu á uppáhaldið í herberginu. Ekki gleyma neinul Oft er það þannig að það er eitt ljós í hverju herbergi sem er notað helst. Þetta er þá oftar en ekki loft- ljósið. Jafnvel þó herbergið sé fullt af kertum, lömpum og veggljósum þá vilja þau oft gleymast. Ef einungis er kveikt á loftljósinu er birtan í herberginu litlaus, flöt og leiðinleg. Nýttu aðra lampa sem og ljósaseríur og kerti alla daga. Það er ekki nauð- synlegt að nota slíkt einungis við há- tíðleg tækifæri. Önnur ljós gefa her- berginu vídd og hlýju auk þess sem hægt er að mynda skugga og leggja áherslu á uppáhaldið í herberginu. Undir skápa má einnig setja ljós enda skapar það mjög skemmtilega birtu á svæði sem annars er dökkt og einskis nýtt. Ofan á bókaskápa má kaupa lítill ljós sem lýsa upp helstu dægurefni fjölskyldunnar og gera heimilið þar með hlýlegra. Vandaðu valið á vinnuljósum Þeir sem vinna heima þurfa líka gott vinnuljós auk náttúrulegrar lýs- ingar. Forðastu að setja skrifborðið þitt við gluggann því þá gæti birtan verið of mikil, í um í metra fjarlægð. Oft eru nokkur vinnuljós á heim- ilum enda eru þau notuð við vinnu á tölvu, við eldamennsku, við sauma- skap og svo mætti lengi telja. Vandið valið á vinnuljósum því þau auð- velda vinnuna ef vel er valið. Peran í vinnuljós verður að vera sterkari en aðrar perur í herberginu svo vel sé hægt að sjá til vinnu. Komdu lamp- anum fyrir til hliðar við þig en pass- aðu þig á því að vinna ekki í þínum eigin skugga. Ljósgeislinn á að falla á vinnusvæðið þitt en ekki að endur- speglast á tölvuskjánum. svanhvit@bladid.net Gardínuþrif einu sinni Þrátt fyrir að gömiu góðu vor- hreingerningarnar, þar sem hús- mæður bókstaflega sótthreinsuðu híbýli sín, séu á undanhaldi þá eru margir sem vilja þrífa aðeins betur í kringum sig á vorin. Flestir einblína á gluggana og þrífa gard- ínur og gler sérstaklega vel svo vorsólin eigi greiðan aðgang að heimilisfólkinu. Það er líka af sem áður var að margir voru með efnisg- ardínur sem var einfaldlega hent í þvottavélina. í dag eru til margs konar gardínur og hverja og eina tegund þarf að þvo á sérstakan hátt. Bjarney Magnús- dóttir í Nýju tæknihreinsuninni á Selfossi segist þrífa allar gerðir gard- ína, hvort heldur sem er sólarfilmur, strimlagardínur eða rimlagardínur. Bjarney talar um að það sé misjafnt hvort fólk geti þvegið gardínurnar heima, allt fer það eftir gerð gardín- unnar og aðstöðu heima fyrir. „Sólarfilman er glerfilma og það getur verið erfitt að þrífa hana. Það þýðir lítið að þrífa hana með rúðu- úðu eða öðru slíku efni því það skilur alltaf eitthvað eftir sig. Við notum sér- stakt efni á filmuna.“ Taka niður og setja upp gardínur Bjarney segir að annað gildi með sól- argardínurnar því það sé tiltölulega auðvelt að þrífa þær. „Þær eru bara þvegnar með sápuvatni og eins er auð- velt að þrifa plíseraðar gardínur. Ef að- staðan er góð þá eru þær þvegnar upp úr volgu vatni.“ Bjarney talar um að það sé misjafnt hvort viðskiptavinurinn vilji sjálfur taka niður gardínurnar eða fá íyrir- tæki til að gera það. „Ef fólk óskar eftir því þá tökum við gardínur niður, þrífum þær og hengjum þær síðan upp aftur. Það er mjög algengt að fólk vilji ekkert standa í þessu sjálft og fær fólk í þetta. Mörgum finnst það vera kostur að þurfa ekki að taka gardínur niður og drösla þeim út í bíl, sérstak- lega ef þetta eru stórar gardínur." Rimlagardínur geta eyðilagt baðið Bjarney segir það alltaf aukast að fólk kjósi að fara með rimlagardínur í hreinsun. „Með árunum er fólk hætt að koma nálægt þessari hlið þrifanna. Þó þú sért með rimlagard- ínur þá er það ekki einfalt að henda Glæsilegt úrval Sisal og Kókos gólfteppa Heimilisgótfdúkar Tilboðsverð frá kr. 890 á m2 PLastparket Eik, beiki, hlynur, kirsuber Tilboðsverð kr. 990 á m2 Fullt verð kr. 1.190 átrt2 Stigateppi sterk og létt í þrifum GOLFBUNAÐUR KJARAN EHF • SlÐUMÚL114 • 108 REYKJAVlK SÍMI 510 5510 • kjaran.lt OPIÐ VIRKA DAGA KL.8-18. I á ári „Mörgum finnst það vera kostur að þurfa ekki að taka gardínur niður og drösla þeim út í bíl, sérstaklega ef þetta eru stórar gardínur." þeim í baðkarið og þrífa þær þar. Með því geturðu bæði eyðilagt gard- ínurnar og baðkarið. Rimlagardínur úr áli skemma til að mynda húðina á baðkarinu auk þess sem margir nota sterk efni á gardínurnar og þær þola það ekki“. Hvað viðargardínur varðar segir Bjarney að þær séu meðhöndlaðar á sérstakan hátt. „Við þvoum ekki viðinn heldur bónum hann enda bólgnar viðurinn upp og verður ljótur af vatninu. Við handhreinsum viðargardínur og bónum þær. Það hefur gefið mjög góða raun og gardínurnar verða sér- staklega fallegar," segir Bjarney og bætir við að þau fái allar gerðir viðarg- ardína, hvort sem þær séu í ódýrari kantinum eða dýrar. „Fólk ætti að hafa það fyrir reglu að þrífa gardínurnar einu sinni á ári, sama hvernig gardínur það eru. Rimlagardínur þarf að þrífa mjög vel einu sinni á ári en þess á milli er nægi- legt að halda þeim við. Það sest mjög mikið á rimlana og því þarf reglulega að þurrka af þeim eða ryksuga. svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.