blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 15
í gegnum tíðina hafa (slendingar fullkomnað hátíðarmatinn með ávöxtum frá Del Monte. * Veldu gœði, peldu í)el Monte blaóió Ferming Hjálmar Jónsson Dómkirkju- prestur Sætt og stelpu- legt hár Bloóid/SteinarHugi Helgi Valur segir eðlilegt að krakkar vilji vera flottir á fermingadaginn Flott ferm- ingarföt fyr- ir krakka Fermingafrœðslan mesta snilld Trúin á Jesú tilframtíðar segir Helgi Valur Pálsson semfermist í Fríkirkju Hafnarfjarðar. Peninga- gjafirnar sívinsælar Helgi Valur Pálsson, fermist í Frí- kirkju Hafnarfjarðar þann 9.apríl næstkomandi og hann segist afar spenntur. Hann segir þó daginn sjálfan ekki höfuðatriði heldur það að viðurkenna trú sína til frambúðar. „Ég er alveg ýkt spenntur og mér list æðislega vel á þetta eins og flestum sem eru að fermast með mér. Það er mikið atriði að vera fermdur og það skiptir miklu máli upp á framtíðina. Þetta er ekki bara þessi dagur heldur allt lífið og það að við viðurkennum trúna á Jesú,“ segir Helgi og bætir við að tilgangur fermingarinnar sé mikill. „Ég er að fermast til þess að segja að ég trúi á Jesú og allt það góða sem hann gerði. Ég hef lesið mikið af sögum um kristna trú og Jesú og horfi mikið upp til þessa alls.“ En finnst þér mikilvœgt að vera í flottum fötum áfermingunni oghafa mikið umstang íkringum daginn? „Mér finnst eiginlega bara allt í lagi að vera rosa flottur þennan eina dag. Þetta er okkar dagur og það er ekkert að því að við viljum hafa okkur svolítið til. Ég er bú- inn að kaupa mér jakkaföt og svo ætla ég í klippingu og strípur,“ segir hann. Aðspurður segir hann gjafirnar ekki höfuðatriði, þó svo að sumir geri þetta bara fyrir pakkana að hans mati. „Ég hef heyrt um nokkra sem eru ekkert mikið að pæla í boðskapnum og vilja bara fá gjafir. Ég vil samt hafa þetta öðruvísi en bara ein- hverja veislu og pakka. Mig langar til dæmis að gera eitthvað í minni veislu eins og að syngja eða flytja ljóð. Hefðin á ekki að vera þannig að gestirnir komi bara í einhverja veislu með pakka - það þarf að hafa gaman af deginum þar sem ég er að viðurkenna trú rnína." Eins og flestir krakkar hefur Helgi verið í fermingarfræðslu í dá- góðan tíma, en hann segir það skipta miklu máli auk þess sem fræðslan sé afar skemmtileg. Þá segir hann lærdóm um sorgina og hamingjuna mjög athyglisverðan. „Þessi fermingafræðsla er mesta snilld. Þetta væri náttúrulega ekki ferming ef maður væri ekki að fræð- ast um Jesú og það sem hann kenndi fólki. Við lærum um sorgina og ham- ingjuna, en það er auðvitað mjög gagnlegt og fróðlegt. í fræðslunni lærir maður mikið um þetta og svo eru messurnar á sunnudögum auð- vitað mjög skemmtilegar líka,“ ségir Helgi, sannfærður um að hérna hafi hann fengið gott veganesti út í lífið. halldora@bladid.net c^rWUNGAR VILBOÐ R vebðaoub v Laserklukka meö þráðlausurn útihitamæli og veðurspá. Kr. 10.900.- www.eico.is SKÚTUVOGI 6 - SÍMI 570 Laserklukka meö innihitamæli Kr. 6.900. Laserklukka með FMútvarpi Kr. 9.900,- Laser klukka með innihitamæli Kr. 4.990

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.