blaðið - 15.03.2006, Side 16
ókeypis til
SiiMiIia
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
FRJÁLST
ÓHAÐ
blaðió=
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 bla6iö
Ahugasöm og ófeimin kynslóð
Fermingarkrakkar í dag til fyrirmyndar, segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur.
þetta árið og er með hreint út sagt
frábæran hóp. Þau eru opin og virk
í starfinu, auk þess að vera full
tilhlökkunar í undirbúningnum.
Mér finnst líka svo skemmtilegt að
ungir krakkar í dag virðast ekki
hika við að ræða málin við okkur og
koma með sínar hugrenningar eða
hugmyndir.“
Þú ert semsagt ekki sammála
því að börn fermist eingöngu fyrir
gjafirnar eða til þess eins að fylgja
hópnum?
Sumir vilja meina að fermingarbörn
geri sér ekki fyllilega grein fyrir boð-
skap fermingarinnar og fermist ein-
göngu af því að allir hinir gera það
eða eingöngu gjafanna vegna.
Hjálmar Jónsson, dómkirkju-
prestur, er þessu algerlega ósam-
mála en hann segist sannfærður um
áhuga fermingar barna á starfi kirkj-
unnar og kristinni trú.
„Þessi kynslóð er einfaldlega mjög
áhugasöm og krakkarnir eru alger-
lega ófeimnir við að segjast trúa og
fara með bænirnar. Ég er töluvert
spenntur fyrir fermingartímanum
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
yr
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
JÓÐFÆRAVERSLUN
Opiö: Mán-Fös: 10-18 • Lau: 11-16
Þjóðlagagítar
Poki, Stillitæki, Gítarneglur
Verð Kr.
15.900,-
*
★
*
★
★
★
★
•A
★
★
Rafmagnsgítar
%, 15W Magnari, Poki, Snúra,
Ól, Stillitæki, Gítarneglur
Verð Kr.
22.900,-
Jrommusett
Diskar, Stóll, Kjuðar
Verð Kr.
\ 45.900,-
...Gítarinn...
...Mögnuð verslun
Stórhöfða 27 • Simi: 552-2125 • www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
„Það er algjör þvættingur. Krakkar
í dag hafa allt til alls, nóg er fram-
boðið af gjöfum og þau þurfa enga
fermingu til þess að fá i-pod eða hvað
það er sem þau vilja. Er það ekki allt
eins eðlilegt að gruna fullorðið fólk
um að halda fimmtugs- eða sextugs-
afmæli vegna gjafanna? Nú, eða
hjónavígslurnar? Það er ekki sann-
gjarnt gagnvart krökkunum, sem
flest virðast hugsa um boðskapinn
og trúna, að væna þau um einhverja
gjafagræðgi. Sum þeirra hugsa auð-
vitað lítið um það sem liggur að baki,
en það er nú þannig að Kristur bað
ekki um þekkingu heldur bara trú.
Þú þarft ekki að vera með þetta allt
á hreinu til þess að vera kristinnar
trúar. Sá er kristinnar trúar sem
telur sig vera það og það eru engar
frekari málalengingar þar.“
Hárgreiðslur og naglasnyrtingar
Hjálmar segir þó allt umstangið sem
slíkt komið út í öfgar og að mörgum
óþarfanum sé til tjaldað. Hann rekur
þetta þó til hinna fullorðnu og mark-
aðarins sem leggur línurnar fyrir
það sem börnin vilja.
„Krakkarnir eru ekki endilega að
biðja um stórveislur, rándýr föt og
fleira. Þau reka ekki fyrirtækin sem
gera út á fermingarnar. Það er full-
orðið fólk sem stýrir þessu og setur
fram eitthvað mikilvægi þess að
fermingarstelpur fari í gervineglur,
ljós eða allt hvaðeina. Það skiptir
miklu máli að láta þetta ekki trufla
sig í okkar fjölbreytta og efnaða þjóð-
félagi. Það sem skiptir máli er að
börnin séu með trúarjátningunni
að segja já við Jesú Kristi en ekki
99...................
Það er ekki sanngjarnt
gagnvart krökkunum,
sem flest virðast hugsa
um boðskapinn og
trúna, að væna þau um
einhverja gjafagræðgi.
segja já við hárgreiðslu eða nagla-
snyrtingu,“ segir Hjálmar en leggur
þó áherslu á að börnin eigi að fá að
njóta sin. „Auðvitað er fólk að hugsa
um að leyfa þeim að njóta dagsins.
Við viljum auðvitað gera þau að
virkilegu númeri á þessum degi í
þeirra lífi.“
Nú eru krakkarnir í fermingar-
frœðslu heilan vetur til undirbún-
ings fermingunni. Hefur slíkt starf
sem og barnastarfið sem unnið er í
kirkjum, mikið að segja varðandi
hugmyndir krakkanna eða jafnvel
forvarnargildi?
„Já, ekki spurning - þetta skiptir
gífurlegu máli. Börnin þurfa að
þekkja sína kirkju, kirkjuloftið og
safnaðarheimilið svo þeim finnst
eins og kirkjan sé þeirra. Þau eiga
jafn mikið í kirkjunni og presturinn.
BlaÖið/Frikkl
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur
I kringum allt barna- og æskulýðs-
starf kirkjunnar er ákveðið samfélag
og vinátta sem börnin hafa gott af.
Ég vil meina að kirkjan geti haft góð
áhrif á börn og það geti haft mikið
forvarnagildi fyrir þau að þekkja vel
til kirkjunnar. Ég orða það stundum
þannig að þau segja já við leiðsögn
Jesú Krists en þau þurfa að sama
skapi að segja nei við hinum ýmsu
tilboðum. Það þarf að kenna þeim
að flokka það sem þeim er boðið
og þau þurfa að hafa sjálfstæðan ka-
rakter til að velja og hafna. Annars
megum við ekki gleyma þvi að mik-
ill meirihluti unglinga í dag er mjög
fínn og allt í lagi með þann hóp, þó
svo að einhver hluti hafi leiðst út af
brautinni.“
halldora@bladid.net
FERMINGAR
Gjafakort
Erum með mikið úrval
fermingargjafa.
Vandaðar vörur í j
hæsta gæðaflokki ;
0)ullki$lan
DÓRA JÓNSDÓTTIR - GULLSMIÐUR
FRAKKASTÍG 10 SÍMI 551-3160
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 14 -18
OG LAU. 11.00-14.00
Fiarstýrðir Bensínbilar
Friarstvr.ðiiyBensínlOQiRafmaqnsbilarítlmikluTurvaH
ffi . .í'S 1
vdo.is VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúnl 36 - s:588-9747 Otíþ