blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 28
28 I MATUR
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö
Verður Chai jafn
vinsœlt og kaffi latte?
Chai er orð úr hindi og þýðir einfald-
lega te en þegar beðið er um Chai á
indverskum veitingahúsum í Evrópu
er vanalega átt við Masala Chai sem
er einstaklega ljúffengt, kryddað og
mjólkurmikið unaðste.
Það er ekki vitað hver tók fyrst upp
á því að hella upp á bolla af Chai
masala og fyrsta uppskriftin liggur
hvergi í glerkassa á safni, enda er
engin eiginleg uppskrift að Chai
masala. En þó er reiknað með því
að þessi siður hafi byrjað einhvern
tíma eftir að Bretar hófu að fram-
leiða te á indverskum nýlendum á
nítjándu öld.
Hið indverska Chai er
vanalega gert úr;
• Sterku, svörtu tei
• Mjólk
• Blöndu af ákveðnum kryddum
• Sætuefni
Kryddin sem eru notuð í Chai geta
verið misjöfn og það á sérstaklega
við á Indlandi, en þar eru oftast mis-
jafnar kryddblöndur notaðar eftir
héruðum. Algengustu kryddin eru
þó; kardimommur, kanel, engifer,
negull og pipar. Áhrifin af góðum
Chai bolla eru hlý og róandi, notaleg
og kósí, en Chai hefur líka náttúru-
lega örvandi áhrif á meltinguna.
Stöðugt vinsælla
Undanfarin þrjú ár hafa vinsældir
þessa drykks aukist verulega á Vest-
urlöndum. Fleiri og fleiri framleið-
endur bjóða upp á Chai í notenda-
vænum pakkningum og æ fleiri
kaffihús bjóða upp á Chai -t.a.m
Starbucks keðjan í Bandaríkjunum.
Markaðssérfræðingar hafa spáð því
að innan fárra ára eigi Chai eftir
að öðlast vinsældir á borð við kaffi
latte og cappuchino og verða jafn að-
gengilegt og þessir drykkir.
Ef þig langar að smakka á Chai þá
ættu flestar heilsuvöruverslanir að
hafa einhverja pakka af Chai í te hill-
unum hjá sér, en heimalagað Chai
er samt alltaf best, fyrir utan það
að íbúðin fyllist af yndislegri angan
þegar það sýður á teinu í pottinum.
Einföld Chai uppskrift
Setjið í sjóðandi vatn, lækkið suð-
una eftir 5 mínútur og látið malla í
10 mínútur:
Matskeið af fennel eða
anisfræjum
kardimommufræ
12 negulnagla
1 kanilstöng
V* engifer rót, smátt skorin
1/4 teskeið svört piparkorn
2 lárviðarlauf
7 bolla af vatni
Bætið við þetta tveimur matskeiðum
af Darjeeling te og látið suðuna
koma upp aftur. Sjóðið í fimm mín-
útur. Að lokum er sex matskeiðum
af hunangi eða brúnum sykri hrært
saman við og bolla af ófituskertri
mjólk hellt út í. Nammi namm...
Fyrsta fíokks
íslenskur harðfískur
GULLFISKUR
H O L L U S TA í HVBRJUM BITA
y
Uppskriftir úr þættinum í gær
Gufusoðinn steinbítur með
pestó og Crema di Balsamico
Gufusoðinn fiskur er algert sæl-
gæti, svo fremi sem hann er nýr og
hæfilega soðinn. Galdurinn er að
gufusjóða fiskinn ekki svo lengi, að
hann fari að “leka”, það er að segja
að safinn sjáist leka úr fisknum. Þá
hefur hann soðið of lengi. í þessari
uppskrift er notaður steinbítur en
nota má hvaða fisk sem er, eins og
t.d. lax, lúðu eða þorsk.
Borðið fiskinn með grænmeti og
góðum kolvetnum eins og t.d. ekta
heilkornabrauði.
Hægt er að nota wok með gufurist
eða stóran pott með gufurist til að
matreiða fiskinn á þennan hátt.
Fyrir 4
• 400 gr nýtt steinbítsflak (lax,
lúða, þorskur, ýsa, rauðspretta
o.sv.frv.), skorinn í stór stykki
• Vatn
• Pesto, t.d. frá LaSelva
• Crema di Balsamico, t.d. frá
LaSelva
• Sjávarsalt, t.d. Maldon
• Nýmalaður svartur pipar, t.d.
Maldon
Látið suðuna koma upp í wokpotti
eða potti, setjið fiskstykkin á ristina
og gufusjóðið
í nákvæmlega 8 mínútur með
lokinu á. Skiptið fiskinum á 4 diska,
þekið með pestó og Crema di Bal-
samico og bragðbætið með salti og
pipar.
Maríneruð lúða
Það er alls engin ástæða til að ótt-
ast fiskmatreiðslu. Þótt margir telji
erfitt að meðhöndla og tilreiða fisk,
er raunin allt önnur. Það er einfalt.
Galdurinn liggur í hitastiginu sem
má ekki vera of hátt, og undirbún-
ingnum sem má heldur ekki taka
of langan tíma. Þá verður fiskurinn
þurr, bragðlaus og leiðinlegur.
Ef maður velur að auki að krydd-
leggja fiskinn í sítrónusafa og
kryddi verður útkoman hreinlega
himnesk. Fiskurinn nánast bráðnar
á tungunni. Njótið hans með góðu
salati eða gufusoðnu grænmeti og
e.t.v. bankabyggi.
I þessarri uppskrift er notuð lúða
en hægt er að nota hvaða fisk sem er
svo fremi sem hann er nýr (lax, lúða,
þorskur, ýsa, rauðspretta o.sv.frv.).
Fyrir 4
• 400 gr nýtt lúðuflak, roðflett
• Fínt rifinn börkur ásamt safa
úr 1 lífrænt ræktaðri sítrónu
• 1 hvítlauksrif, gróft saxað
5 gr fersk engiferrót, skorin í
þunnar sneiðar
1 tsk túrmerik
Pínulítið af kanildufti, t.d
Sonnentor
Pínulítið af vanilludufti, t.d.
frá Himneskri hollustu
Sjávarsalt, t.d. Maldon
Nýmalaður svartur pipar, t.d.
Maldon
Lúðan er maríneruð í sítrónusafa
og berki ásamt öllum kryddunum í
minnst 3 klst. en helst i sólarhring
eða tvo.
Setjið fiskinn ásamt kryddleg-
inum í eldfast fat og bakið fiskinn i
8-9 mín í i70°C heitum ofni.
Powerhristingur
10 grunnreglur™
Morgunmaturinn er mikilvægasta
máltið dagsins. Það gerist ekki
miklu betra en þessi uppskrift.
Bragð og gerð er eins og mjólkur-
hristingur eða mjúkur ís, en inni-
hald næringarefna allt önnur saga.
Þessi hristingur mun án efa gera þig
sadda(n), og skýra(n) í kollinum.
Engin hætta er á að blóðsykur falli
(sem eykur þörf fyrir sykur, kökur,
súkkulaði, gos og annað á bannlist-
anum) fram að hádegi.
Ef þér finnst hristingurinn of
kaldur má þeyta hann aðeins lengur
þannig að ísnálarnar bráðni og/
eða drekka glas af grænu tei (t.d.
PharmaGreen Original Green Tea
Powder) með morgundrykknum.
• 1 mæliskeið mysuprótínduft
frá Himneskri hollustu
• 100-300 gr. frosin ber frá
Himneskri hollustu (hindber,
bláber eða berjablanda)
• 2-3 msk. extrajómfrúar-
hörfræjaolía frá Himneskri
hollustu
• agnarögn af vanilludufti frá
Himneskri hollustu
• e.t.v. 1/2-1 banani
• e.t.v. duftið úr 2-6 hylkjum
af SlimStyles PGX" eða aðrar
trefjar
• e.t.v. 1-3 tsk. xylitol til að sæta
með
• 2-4 dl sojamjólk, hrísmjólk eða
vatn
Setjið allt nema soja-, hrísmjólk eða
vatn í blandarann. Hellið nú vökv-
anum í þannig að það fljóti yfir og
kveikið á blandaranum. Látið hann
vinna um stund. Ef hann vill ekki
hræra þessu öllu saman þá slökkvið
á blandaranum og hrærið upp í
blöndunni og kveikið aftur. Bætið
e.t.v. vökva í og látið blandarann
vinna þar til kominn er mjúkur flau-
elsís eða bætið örlitlu vatni í og þá er
kominn mjólkurhristingur”.