blaðið - 15.03.2006, Page 38

blaðið - 15.03.2006, Page 38
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaðið SMÁ borgarinn GUÐ, GEFÐU OKKUR FJÓRÐA SÆTIÐ. Smáborgarinn fær vart úr rekkju risið um þessarmundir. Ástæðuna má rekja til síðastliðinnar helg- ar. Smáborgarinn vaknaði við vekjaraklukku árla morguns á laugardag til að undirbúa sig fyrir viðburð vikunnar, leik Tottenham og Chelsea. Smáborgarinn hló að þynnku, þreytu og höfuðverk sem reyndu að hindra hann í að fara fram úr. Staðgóður morgun- verður, vítamín og sturta. Þaðan var haldið beint í höfuðstöðvarnar. Staðsetningin verður vitaskuld ekki gefin upp, enda fer þar fram starfsemi svo vafasöm að samanborið við hana virðast fuglaflensa, trúarstríð og hrun á hlutabréfamarkaði í besta falli hjá- kátleg. Leikurinn hófst á slaginu 12:45. Eftir góða byrjun hinna réttlátu, góðu og grandvöru skoraði andstæðingurinn. Allt í lagi, allt í lagi. Liðið hefur áður fengið á sig mark en komið til baka af krafti og náð í stig. Og viti menn, Jermaine Jenas jafnaði undir lokfyrri hálfleiks. Þvílík voru öskrin að Smáborgar- inn fann blóðbragð í munninum, en gleðin var slik að það jók bara á stemninguna. Enda voru menn í vígahug. Liðið barðist vel í síðari hálfleik. Téður Jenas fékk reyndar ákjósanlegt færi til að koma Tottenham í 2-1 en varð á í messunni. Svosemfyrirgefanlegt.Strákurinnskoraðijú jöfnunarmarkiðgóöa skömmuáður. Chelsea voru mun líklegri eftir það, en vörnin virtist ætla að halda. Reiðarslagið var þó ekki langt undan. Á 92. mfnútu skoraði William Gallas fyrir illmennin bláklæddu. Þvílík sorg. Þvílík eyðilegging. Raunar stórglæsilegt mark, en það gerði aðeins illt verra. Laugardagurinn ónýtur. Leiðin lá ekkert annað en beint upp í rúm. Alltof kunnugleg vonbrigði. Ef leikir í ensku úrvalsdeildinni enduðu á 88. mínútu væri Tottenham f öðru sæti. Sunnudagur rann í garð og ekki voru von- brigðin minni þann daginn. Grámygla ofan á svartnættið. Liðið sem ekki skal nefnt á nafn, nema að kaþólskum presti viðstödd- um, sigraði Liverpool. Vafalaust með svindli og óþverraskap. Ekki orð um það meir. Smá- borgarinn lagðist í bað og íhugaði að taka ristavélina meðsér. Hvort lið á níu leiki eftir. Tottenham er að vi'su enn í fjórða sætinu sem gefur þátt- tökurétt í Meistaradeildinni, en sendiboðar kölska hafa minnkað muninn í tvö stig. Lið- in eiga eftir að mætast í næsta mánuði og verður þar um sannkallað uppgjör góðs og ills að ræða. Smáborgarinn íhugar að segja upp starfi sínu og leggjast á viðstöðulausa bæn fram að leiknum. Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Áfram Tottenham! (e. ComeonyouSpurs!) HVAÐ FINNST ÞÉR? Einar Már Sigurðarson, alþingismaður Þarf að setja vökulög á Alþingi? „Ég velti því fyrir mér um miðnætti í fyrrakvöld. Það þarf að tryggja að þingmenn fái nægilega hvíld, því af reynslu undanfarna daga virðist ljóst vera að ekki sé bætandi á afleiðingar þreytu sumra þingmanna." Þingmenn hafa tekist hart á um breytingar á vatnalögum og hafa fundir jafnvel staðið fram á nótt. Einar Már bað þingforseta í fyrrakvöld að siíta þingfundi svo Birkir Jón J Charlize og Townsend ekki hœtt saman Stjarna kvikmyndarinnar Aeon Flux, Charlize Theron, harðneitar því að hún og kærasti hennar, Stuart Townsend, séu hætt saman þvert á fréttir slúðurblaðanna í HoÍly wood sem kepptust við að flytja slíkar fréttir um helgina. Theron hefur sést án kærastans á fjölmörgum verðlaunaafhendingum í Hollywood og víðar síðastu vikur og sérstaka athygli vakti að hann fylgdi henni ekki á Óskarsverð- launaafhendinguna, heldur móðir hennar. Theron segir að hann hafi ekki komið með einfaldlega vegna þess að hann hafi verið í burtu vegna vinnu sinnar. „í næstu viku munu blöðin hringja í mig og spyrja hvort þau séu að fara að gifta sig,“ sagði talsmaður Theron í yfirlýsingu um málið. „Stuart og Charlize eru ekki hætt saman, þetta er bara rugl í ykkur.“ Vinnie of góður fyrir Robbie Kvikmynda- og knattspyrnustjarnan Vinnie Jones segist vera allt of góður í fót- bolta til að spila með Hollywood liðinu sem söngvarinn Robbie Williams setti nýlega saman. Jones segist þurfa að halda virkilega mikið aftur af sér og að honum finnist það hundleiðinlegt. „Ég spilaði meðal annars með Robbie og Steve Jones úr Sex Pistols í síð- ustu viku,“ sagði Jones í samtali við blaðamenn í Hollywood. „Það var virki- lega ergjandi. Ég stóð bara þarna og skoraði, enginn reyndi að tækla mig eða neitt.“ Fótbolti án tæklinga er skiljanlega ekki skemmtilegur í augum Jones en hann mikill harðjaxl á vellinum á sínum tíma. Kokksi missir röddina Isaac Hayes mun ekki lengur ljá kokkinum og kynlífsgosanum Kokksa í sjón- varpsþáttunum South Park rödd sína. Ástæðan er trúarlegs eðlis. Hayes hefur verið að baki hinnar djúpu og fögru raddar kokksins söngelska frá því þættirnir fóru af stað árið 1997. Nú hefur hann beðið um að losna undan starfinu þar sem honum finnst South Park gera litið úr trúarskoðunum fólks. „Trúin er fólki heilög og hana á ætíð að virða og heiðra. Sem baráttumaður fyrir mannréttindum í 40 ár get ég ekki stutt við bakið á sjónvarpsþætti sem virðir ekki trúarskoðanir annarra,“ segir í tilkynningu frá Hayes. þótti Mikið fór fyrir vetraróiympíuleikunum íTórfnó þegar þeir voru haldnir fyrr í mánuðin- um. Öilu minna hefur verið fjallað um vetrarólympiuleika fatlaðra sem fara nú fram á sama stað. Tölvan heimtar allsherjar viðhaldsyfirferð á sex mánaða fresti og tveggja vikna frí í ágúst. HEYRST HEFUR... Hinn ný- nefndi Glitnir fer vel af stað, því fyrir hans tilstyrk verður hald- ið Glitnis- mótið í hrað- skák í dag og á morgun. Teflt verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og verða þau Vishy Anand, heimsmeist- ari í hraðskák, og Judit Polgar, sterkasta skákkona heims, með- al þátttakenda. Mótið er haldið í minningu Haralds Blöndal hæstaréttarlögmanns, sem hefði orðið sextugur á þessu ári, en hann lést eftir skamma krabbameinslegu fyrir tæpum tveimur árum. Einar Sveins- son, stjórnarformaður Glitnis, sagði um Harald frænda sinn í þessu samhengi: „Haraldur er öllum ógleymanlegur sem honum kynntust, leiftrandi greindur, skemmtilega litríkur, vinmargur og auk þess einlæg- ur áhugamaður um framgang skáklistarinnar. Það er því afar viðeigandi að tileinka Haraidi þetta mót og í hans anda verð- ur það einkar fjölbreytt, fjörugt og litríkt og öllum opið. Hrað- skák krefst snarprar hugsunar og skjótrar ákvarðanatöku, ná- kvæmni en um leið dirfsku og óbilandi trausts á eigið innsæi.“ Pegar Jón K r i s t j á n s - son var fluttur í félagsmálaráðu- neytið litu marg- iráþaðsemdval- arheimili fyrir ráðherrann eftir að hafa hírst í skotgröfum heil- brigðisráðuneytisins um fimm ára skeið. En á heimasíðu ráðu- neytisins má lesa um lífshlaup ráðherrans og þá sést að auð- vitað átti Jón fyrir að löngu að vera kominn þangað, því síðasta starf hans á almennum vinnumarkaði var að vera fé- lagsmálafulltrúihjá Kaupfélagi Héraðsbúa 1978 til 1984... Umsóknar- frestur um stöðu hæstarétt- ardómara rann út nýverið, en sem kunnugt er mun Guðrún Er- lendsdóttir láta af embætti eft- ir mánuð. Um embættið sóttu Hjördís Björk Hákonardóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Suð- urlands, Páll Hreinsson, prófess- or og deildarforseti lagadeildar Háskóla íslands, Sigríður Ing- varsdóttir, dómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómari við Hér- aðsdóm Reykjaness. Athygli vekur hins vegar að hvorki Ei- ríkur Tómasson né Stefán Már Stefánsson, sem Hæstiréttur sóttist svo eftir um árið, sóttu um að þessi sinni. Hins vegar kann Birni Bjarnasyni, dóms- málaráðherra, að vera vandi á höndum. Vafalaust þykir hon- um erfitt annað en að Hjördís Hákonardóttir fái stöðuna eftir það, sem á undan er gengið. Á hinn bóginn verður nær von- laust að ganga fram hjá Páli Hreinssyni, ekki aðeins vegna verðleika hans, heldur einnig í ljósi þess að nokkur hefð er um samsetningu Hæstaréttar. Guð- rún Erlendsdóttir kom þannig í réttinn úr háskólasamfélaginu og við brotthvarf hennar hlýtur lögspekingur á borð við Pál að eiga meira en jafna möguleika á embættinu...

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.