blaðið - 17.03.2006, Page 8

blaðið - 17.03.2006, Page 8
8 I ERLEWDHR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 bla6iö St. Patricks matseðill Fórrittur ikiingalifrar-terrine incó stökkn beikoni pcru-compot ogstcíktu brio'chc. Milliréttur Grillaður lmmar með Kilkennyiroöu. Aðalréttur Grilluö natttalunci mcö beikonkartöflum og piparsósu Eftirréttur irsk viskí-súkkulaðimús mcð ástríðualdinkrapi. Aöcins 5.400 kr Tcl: 511-5090 • Veltusund 1 101 Reykjavík cinarben@einarben.is • wvvtv.einaibeti.is Ólga meðal frumbyggja Ekvador Mótmœli vegna frtverslunarsamnings við Bandaríkin breiðast út um landið. Spenna fer vaxandi í Ekvador í kjölfar mótmæla og óeirða. Þús- undir smábænda hafa mótmælt áformum stjórnvalda um gerð fríverslunarsamnings við Banda- ríkin. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og bændurnir, sem tilheyra Samtökum frum- byggja landsins, hafa komið upp vegatálmum víðs vegar um landið til þess að lama hagkerfið. Tals- menn samtakanna segja samning- inn aðeins koma hinum ríku til góða og krefjast þess að hann verði tekinn til þjóðaratkvæðagreiðslu. Mótmæli frumbyggja hófust í kjöl- far þess að starfsmenn við olíuiðnað landsins fóru í verkfall í síðustu viku og yfirvöld stöðvuðu óeirðir við olíu- lindir í Napo-héraði, en þar kröfðust mótmælendur að meira fé yrði veitt til velferðarmála í landinu. Þessi at- burðarás varð til þess að innanríkis- ráðherra landsins, Alfredo Castillo, sagði af sér í gær. Hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði þau ekki horfast í augu við hættuna á yfirvofandi valdaráni Óeirðalögregla handtekurtvo unga ‘r’ menn eftir mótmæli gegn fríverslunar- samningi við Bandaríkin í Quito f Ekvador í gær. Óttast að samkeppni grafi undan menningu Samtökin hafa hótað því að þau muni steypa forseta landsins, Alfredo Pal- acio, af stóli staðfesti hann fríverslun- arsamninginn. Stjórnvöld hafa brugð- ist við af hörku og í gær réðst lögregla á mótmælendur og skaut að þeim ir rs d Einari Ben 16.-20. mars / tilefni afcU-ff betlap Patreks bann 17. nurs bjóthan víó uj>p <í matseðfl nieú írsktan dbrifum. táragasi. I sjónvarpsávarpi í gær lýsti forsetinn því yfir að ekki væri hægt að koma til móts við kröfur mótmæl- enda og að hann myndi ekki segja af sér embætti. Ennfremur staðfesti for- setinn að viðræðum við Bandaríkin um fríverslunarsamninginn yrði haldið áfram í Washington í næstu viku. Samtök frumbyggja landsins óttast að fríverslunarsamningurinn muni grafa undan lífsbjörg þeirra og menningararfleifð. Fríverslun við Bandaríkin myndi þýða að þeir gætu ekki keppt við verð á innfluttum bandarískum landbúnaðarafurðum og myndu því þurfa að yfirgefa þorp sín í hlíðum Andes-fjalla og leita ann- arra leiða til að draga björg í bú. Áhrifamiklir frumbyggjar Einn þriðji íbúa Ekvador telst til frumbyggja, í landinu búa 13 millj- ónir. Samtökþeirra eru áhrifamikil í stjórnmálum landsins en þau berjast meðal annars gegn alþjóðavæðingu, áhrifum Bandaríkjanna og eru al- farið á móti beitingu markaðslausna við hagstjórn landsins. Árið 2000 stóðu þau fyrir uppreisn sem varð til þess að þáverandi forseti landsins, Jamil Mahuad, sagði af sér. Samtökin fengu ráðherrastöður í ríkisstjórn landsins að launum fyrir stuðning Lucio Guitierrez, fyrrum herforingja, í kosningum tveimur árum síðar. Samstaða frumbyggjanna brast þegar Guitierrez hóf að beita sér fyrir innleiðingu markaðslausna í landinu. Þær aðgerðir ollu mikilli ólgu og urðu til þess að þingið neyddi forsetann til þess að segja af sér og Palacio tók við af honum. Boðað hefur verið til nýrra kosninga í október á þessu ári. Iteuters Ali Larijani, aöalsamningamaður frana, á fundi meö blaðamönnum í Teheran í gær. íranir og Bandaríkja- menn fallast á viðræður Viðrœðurnar snúa eingöngu að ástandinu í írak Talsmenn klerkastjórnarinnar í íran og stjórnvalda í Bandaríkj- unum lýstu því yfir í gær að ríkin myndu hefja opinberar viðræður um ástandið í Irak. Verður þetta í fyrsta skipti sem embættismenn ríkjanna eiga i formlegum við- ræðum síðan að þau slitu stjórn- málasambandi í kjölfar gíslatök- unnar í Teheran 1979. Ali Larijani, aðalsamningamaður Irans í deilunni um kjarnorkuáætlun landsins, lýsti því yfir í gær að stjórn- völd í Teheran væru reiðubúin til við- ræðna við Bandaríkin um hvernig megi lægja öldurnar í Irak og skapa grundvöll fyrir sjálfstæðri ríkisstjórn landsins. Fyrri yfirlýsingar Irans- stjórnar hafa verið á þá leið að enginn grundvöllur væri fyrir viðræðum fyrr en að Bandaríkjamenn hefðu dregið herlið sitt frá Irak. Þröngt umboð Scott McClellan, blaðafulltrúi Hvíta hússins, staðfesti í gær að stjórnvöld í Washington hefðu veitt Zalmay Khal- Fermingar tertur Eggert Jönsson bakara- og conditormeistarí Opiö vírka daga 10.00-19.00 fimmtudaga 10.00-21.00 laugardaga 10.00-18 00 sunnudaga 11.30-18.00 simi 544 2332 www.adesso.is ADESSO 2. hæð i Smáralind vAfetrargarðinn ilzad, sendiherra Bandaríkjanna í írak, umboð til viðræðna við Irani. Blaðafulltrúinn tók hins vegar fram að umboðið næði eingöngu til mál- efna Iraks og Bandaríkjamenn hefðu ekki breytt um stefnu gagnvart kjarn- orkuáætlun Irana. Hún yrði tekin til umfjöllunar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun. Ráðið hefur völd til þess að setja viðskiptabann á írani gangist þeir ekki við kröfum þess. Ummæli Larijani komu í kjölfar yfirlýsingar Abd al-Aziz Hakim, leið- toga æðstaráðs íslamskar byltingar í írak, á miðvikudag. Al-Aziz Hakim, sem hefur náin tengsl við stjórnvöld í Teheran en hann barðist gegn stjórn Saddams Hussein á sínum tíma, óskaði þá eftir að Iranir og Banda- ríkjamenn tækju upp viðræður um ástandið í Irak og ynnu að því að skapa stöðugleika í landinu. Viðræður en ekki stefnubreyting Ákvörðunin um viðræður er tekin degi áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðannatekurfyrirkjarnorkuáætlun Irana. Vilji Irana til viðræðanna er tal- inn til marks um að stjórnvöld séu tilbúin til þess að koma til móts við alþjóðasamfélagið og leysa deilurnar um kjarnorkuáætlun þeirra við samn- ingaborðið. Ekkert gefur hins vegar til kynna að Bandaríkin séu að breyta um stefnu gagnvart klerkastjórninni. I nýrri hernaðaráætlun Bandaríkja- stjórnar, sem var gerð opinber í gær, kemur fram sú skoðun að ekkert land sé meiri ógn við öryggi Bandaríkj- anna en íran. Á dögunum líkti Cond- oleezza Rice, utanríkisráðherra, Iran við alþjóðlegan seðlabanka hryðju- verkamanna. Bandaríkjamenn hafa sakað írani um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í írak og segjast hafa sannanir fyrir því að hryðju- verkamenn í landinu fái sprengjuefni frá stjórnvöldum í Teheran. Zalmay Khalilzad sagði í samtali við fréttastofu breska ríkisútvarpsins í gær að þrátt fyrir að Iranir segjast styðja uppbyggingu í írak reki þeir í raun mjög flókna stefnu gegn landinu. Þeir styðja ákveðna hópa uppreisnar- manna en vinni á móti öðrum. Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Þekking Reynsla Þjónusta Opiö: mán-finn 8:00 -18:00 föst 8:00 -19:00 laugardaga 10:00 -13:00 Háaleitisbraut 58-60 • Símí 553 1380

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.