blaðið - 17.03.2006, Qupperneq 18
18 i HEILSA
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 bla6Í6
Bylting í tannfyllingum
Hvítar fyllingar verða sífellt vinsœlli en gömlu silfurfyllingarnar
Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur
í tann- og munngervalækningum,
hefur nýlega hafið tannviðgerðir
með byltingakenndum tölvubún-
aði sem gerir nákvæmar postulíns-
fyllingar mögulegar á betra verði
en áður hefur þekkst og í stærri
fleti einsogí jaxla.
Fyrsta tækið á íslandi
Ný tækni sem byggir á þrívíddar-
myndatöku gerir tannlæknum nú
kleift að smíða fyllingar í tennur með
nákvæmri eftirmynd af holunni sem
fylla á í. Tækið, sem ber nefnið Cerec,
var hannað á níunda áratugnum
af Svisslendingunum Mörmann og
Hœttum aö reykja í samfélagi á
vefnum þar sem allir fá styrk hver frá
öörum og enginn þarf aö standa
einn í baráttunni. Meö sameiginlegu
átaki drepum viö í fyrir fullt og allt
SkráÖu þig í átakiö á vidþuin.is
Þar er auk þess hœgt aö
allar upplýsingar um máliö.
Cerec tækiö sem gerir mótun postulínsfyll-
inga auðveldari og ódýrari.
Brandestini við Zurich háskóla. Elín
fylgdist með þróun Cerec tækninnar
þegar hún var við nám í munn- og
tanngervalækningum við Tann-
læknaháskólann í Norður Karólínu
á árunum 1995-1998. Frá þeim tíma
segir Elín að Cerec tæknin hafi tekið
stakkaskiptum. „Þá vantaði upp á að
lokað væri á milli brúna tannar og fyll-
ingar en tilkoma þrívíddartækninnar
Gamla silfurfyllingin er boruð út, tönnin
skönnuð inn og fylling útbúin.
Hér er nýja postulínsfyllingin komin í og
ekki að sjá að tönnin hafi verið skemmd.
breytti öllu.“ Tæknin virkar þannig
að borað er út fyrir fyllingunni og
farið er inn i munninn með litla
myndavél og tönnin er skönnuð frá
öllum hliðum. Gert er rafrænt líkan
af fyllingu, byggt á upplýsingum þrí-
víddarmyndarinnar sem síðan er
sent rafrænt yfir í fræsara sem sker
út úr postulíni fyllingu sem passar í
holuna. „Það er alger bylting að geta
verið með tönnina íyrir framan sig
á tölvuskjánum og velt henni á alla
kanta,“ segir Elín. „Þessi tækni hefur
verið í þróun í tuttugu ár og þetta tæki
er eitt sinnar tegundar hér á landi.“
Hvítt í staðinn fyrir silfur
„Það verður ekki framhjá því horft
að neytandinn í dag vill fá hvítar fyll-
ingar. Plastfyllingar eru tæplega nógu
góðar í stórar uppbyggingar eins og í
jaxla en við tannlæknar látum samt
stundum undan þrýstingi og setjum
þær í þar sem aðrar hvítar tannfyll-
ingar hafa ekki verið í boði.“ Elín segir
að plastið dragist of mikið saman við
hörðnun sem gæti myndað glufur á
milli fyllingar og tannar og það auki
á hættu á endurteknum skemmdum
meðfram brúnunum. „Með þessari
aðferð lokast holan alveg og postu-
línið er ekki svo hart að það slíti þeim
tönnum sem liggja á móti eins og
hættan er á með hefðbundnar postu-
línskrónur. Gömlum fyllingum má
skipta út fyrir postulinsfyllingar sem
þessar og þó þær séu dýrari en einföld
plastfylling eru þær ódýrari en hand-
smíðaðar postulínsfyllingar, gerðar
af tannsmiði. Möguleikarnir með
þessu tæki eru miklir og hægt að nota
það til allra fyllinga. Mannshöndin
verður þó líklegast alltaf flinkari við
gerð framtannakróna,“ segir Elín.
ernak@bladid.net
Er hárið farið að jpÉM) og þynnast?
Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin!
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í
greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á
ný, þykknar og fær frískari blæ.
Grecian 2000 hárfroöan fœst ;
í apótekum, á hársnyrtistofum og í Hagkaupsverslunum.
NicotinelT
Englakr$ppar
Heilsustudio
VIÐ HJÁLPUM ÞÉR AÐ LÍTA BETUR ÚT
EN NOKKRU SINNI FYRR.
FJÖGURRA, SEX OG ÁTTA VIKNA ÁTAK ER í BOÐI.
Grennum, stinnum og styrkjum.
LOSUM ÞIG VIÐ APPELSÍNUHÚÐ OG AFEITRUM LÍKAMANN.
AlRBRUSH BRÚNKUMEÐFERÐ
Tilvalið FYRIR FERMINGUNA OG ÁRSHÁTÍÐINA
JÓRUNN FRÍMANNSC 9TTIR
Máttur vanans
Hverju viltu breyta?
Leiðin að grennri líkama og heil-
brigðara lífi felur í sér að þú verður
að hyggja að matarvenjum þínum,
draga úr neyslu hitaeininga og
hreyfa þig meira. Þetta eru tæplega
ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/
ur. Lífið er fullt af gildrum og ef
þú ætlar að ná markmiði þinu verð-
urðu að breyta daglegum venjum.
Til þess að breyta þarftu að vita
hverju þú vilt breyta. Þú þarft að
gera þér grein fyrir því hvernig þitt
munstur er. Hvar getur þú breytt?
Hverju er auðveldast að breyta?
Settu þér raunhæf markmið því það
er ekki vænlegt til árangurs að kú-
venda öllu. Góðir hlutir gerast hægt
Hreyfing er eitt af því allra mikil-
vægasta sem við gerum á hverjum
einasta degi. Það er nauðsynlegt
fyrir alla að hreyfa sig. Á hverjum
degi fáum við fullt af tækifærum til
að hreyfa okkur.
Hreyfing þarf ekki alltaf að
vera skipulögð eða í einhverju sér-
stöku samhengi eða við sérstakar
aðstæður.
Það er mikið talað um að fara í
átak í þessu eða hinu. Námskeið í lík-
amsrækt getur auðvitað verið mjög
gott, en það sem þarf til lengri tíma
er hugarfarsbreyting. Við fáum ótal
tækifæri til að hreyfa okkur án þess
að utan um það þurfi að vera ein-
hverjar sérstakar umbúðir. Nýtum
þau tækifæri sem gefast:
• Þegar við leggjum bílnum
okkar fyrir utan vinnuna eða
verslun er svo lítið mál að
leggja aðeins lengra frá og fá
smá göngutúr í leiðinni.
• Við getum valið að ganga eða
hjólaí vinnuna áhverjum degi
eða bara á góðviðrisdögum.
• Ef við þurfum að fara upp
nokkrar hæðir, getum við
valið að ganga stigana í stað
þess að taka lyftuna. Við
getum meira að segja byrjað
á því að ganga alltaf bara eina
eða tvær hæðir og taka svo
lyftuna.
• Við getum farið sér ferð út
með ruslið. Ekki bíða eftir
því að einhver annar eigi leið
framhjá.
• Göngum út í búð ef okkur
vantar eitthvað smáræði,
ekki keyra.
• Svo má alltaf fá sér hund.
Hundur þarf göngutúr á
hverjum degi, ekki síður en
við sjálf. En þó þú eigir ekki
hund þá er samt sem áður
gott að fara í lengri og styttri
göngutúra.
• Ef þú ert í kyrrsetustarfi er
gott að standa upp á hverjum
klukkutíma og ná í 'A glas
af vatni eða fara á klósettið,
hreyfa sig aðeins.
• í hádeginu er svo um að gera
að fara í göngutúr og fá sér að
snæða í leiðinni. Ef þú tekur
með þér nesti, þá gætir þú
samt fengið þér göngutúr og
keypt t.d. einn banana, vatn
eða eitthvað annað lítið með.
Fá smá hreyfingu, ekki velja
auðveldustu leiðina.
Settu þér ákveðið markmið sem
mögulegt er fyrir þig að ná. Hreyf-
ing getur verið fólgin í heimilis-
störfum, garðvinnu, hjólreiðum,
sundi, leikfimi, þrekþjálfun, golfi
eða hópíþróttum.
Mannslíkamanum má líkja við
vél. Það er nauðsynlegt að smyrja
hana og hreyfa hana, annars ryðgar
hún og stirðnar. Nú fer vorið að
koma, í dag er allavega vor í lofti og
tíminn framundan góður til útiveru
og göngutúra. Hreyfum okkur því á