blaðið - 17.03.2006, Side 26

blaðið - 17.03.2006, Side 26
26 I HELGIN FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaftiö Drifskaít í höfuðborginni Þeir sem fóru á Þjóðhátíð í Eyjum á síðasta ári muna vafalaust eftir hljóm- sveitinni Drifskaft en hún sló ræki- lega í gegn hjá þjóðhátíðargestum. Að- dáendur Drifskafts eiga von á góðu því þeir halda tónleika á Nasa annað kvöld. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir félagarnir spila í höfuðborginni og má því búast við fjölmenni. Hljóm- sveitin í svörtum fötum hitar upp fyrir Drifskaft en þeir eru einmitt taldir líkjast meðlimum hljómsveitar- innar. Söngvari Drifskafts erþekktur fyrir hamagang og læti og því verður án efa stuð á Nasa annað kvöld. Dásamleg helgarferð til Parísar „Það er nú spennandi að heyra hvað ég er að gera um helgina," segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, og hlær. „Eg er einmitt að fara í undir- búningsferð til Parísar til að finna alla flottustu staðina fyrir kvenna- ferð sem verður farin 10.-14. apríl. Ég eyði helginni því í að finna allt það skemmtilegasta í París, veitinga- staði, tangóbari, kaffileikhús og allt sem konurnar gætu haft gaman af. Þá verður allt tilbúið fyrir 10. apríl og við höfum samið við veitingastað- ina og svo framvegis. Að venju fara Helga Braga og Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir með mér í kvennaferðina en Helga kemst því miður ekki í undir- búningsferðina. Eva mun kíkja að- eins á tískuna í París enda verða kon- urnar að skoða flottustu hönnun í heimi í kvennaferðinni. París er svo mögnuð að því leyti til að það þarf ekki að versla heldur er nóg að skoða tískuna. En svona verður dá- samlega helgarferðin min.“ svanhvit@bladid.net Edda Björgvinsdóttir ætlar að skella sér til Parísar um helgina til að undirbúa sig fyrir kvennaferðsem verðurfarin 10.-14.aprílá vegum lcelandair. Skemmtilegt kvöld með Guðrúnu og Friðriki Omari Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar munu skemmta sér og öðrum á stórtónleikum í Salnum í Kópa- KYNNINGARVERÐ www.goddi.is aöuorum vogi í kvöld. Guðrún og Friðrik A munu flytja lög af einni sölu- hæstu plötu síðasta árs, „Ég skemmti mér“ í útsetningum Ólafs Gauks ásamt níu manna stórhljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks. Auk þess flytja þau perlur Ellýjar Vilhjálms og Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Fram- undan er því án efa skemmti- legT kvöld eins og þeir sem hafa hlustað á þennan fjör- lega disk ættu að vita. Ahugasamir ættu að hafa hraðar hendur þar sem einungis örfá sæti eru laus. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og miða- verð er 2.500 krónur. Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar munu skemmta sér og öðrum á stórtónleikum i Salnum í Kópavogi í kvöld. Nemendur keramikkjörsviðsins munu sýna lágmyndir úr jarðleir sem túlka áhrifamikla Listasýning nemenda Myndlistarskólans Á morgun máfinna keramik, Ijósmyndir ogrokkandi mynd- list í Gallerí Tukt, sýningarsal Hins hússins. Sturtuklefi Sturtukloti Gufuklofi m/ofni Gufuklefi m/óllu 90x90an Kr. 30.700.- 90x90cm Kr. 28.900.- 160x105x190 cm 180x100x220 cm 100x100 Kr. 32.600.- 100x100 Kr. 31.600.- *<r. 214.000.- Kr. 251.000.- Auöbrekka19 • 200 Kópavogur • Sími 544 5550 • www.goddi.is Á morgun verður opnuð sérstaklega áhugaverð listasýning í Gallerí Tukt, sýningarsal Hins hússins en þar munu nemendur keramikkjörsviðs Myndlistarskólans í Reykjavík sýna verk sín. Keramikkjörsviðið er starf- rækt í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík og nemendur af Myndlista- og hönnunarsviði. Á sýningunni verða sýndar lág- myndir úr jarðleir þar sem nem- endur túlka áhrifamikla náttúru Reykjaness. Þar gætir áhrifa hrauns- ins, hvera og af brimi hafsins. Einnig verða á stöplum nýrenndir samsettir leirskúlptúrar sem renndir voru á svokölluðum „flipp“ degi en þar var augnablikið og tilviljunin ráðandi í formi skúlptúrsins. Mörk myndlistar og tónlistar Auk keramiksýningarinnar munu nemendurafMyndlista- oghönnunar- sviði sýna lokaverkefni úr ljósmynda- áfanga þar sem leiðbeinandi var Erla Stefánsdóttir. í lokaverkefninu gátu nemendur valið á milli svart/hvítrar ljósmyndunar, stafrænnar ljósmynd- unar eða gerð stuttmyndar. Lögð var áhersla á notkun myndrammans, samband augnabliksins og myndupp- byggingar auk heildartjáningar. En þetta er ekki allt því einnig mun myndlistin rokka í kjallara Hins húss- ins milli kl. 16.00 og 18.00. Þar munu þátttakendur í námskeiði fyrir ungt fólk, sem Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson hafa leitt, gera ýmsar tilraunir á mörkum mynd- listar og tónlistar á staðnum. Mark- mið námskeiðsins er að opna augu þátttakenda og almennings fyrir fjöl- breyttum möguleikum myndlistar sem eru svo miklu fjölbreyttari en hefðbundin málverk og skúlptúrar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.