blaðið - 01.04.2006, Side 2

blaðið - 01.04.2006, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaöið blaöi&— Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: S1Q 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Vöruskipta- hallinn eykst Vöruskiptahallinn í febrúar var óhagstæður um 7,2 milljarða sam- kvæmt samantekt Hagstofunnar. I febrúarmánuði í fyrra voru vöru- skiptin óhagstæð um 4,8 milljarða króna og hefur vöruskiptahallinn því aukist um 2,4 milljarða á milli ára. I febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,8 milljarða króna en á sama tíma nam innflutningur 22 milljörðum. Þá nam halli á vöruskiptum fyrstu tvo mánuði ársins 18,6 millj- örðum sem er aukning upp á 9,5 milljarða sé miðað við sama tímabil árið 2005. Alls voru fluttar út vörur að verðmæti 28,9 milljörðum króna í janúar og febrúar en á sama tíma nam verðmæti innflutnings 47,5 milljörðum króna. ILausarbaléíjöIl 23. mat Réttarstaða starfsmanna varnar- liðsins verður könnuð á næstunni Verkalýðsfélög á Suðurnesjum láta nú kanna réttarstöðu starfsmanna gagnvart hernum. Lögmaður nokkurra verkalýðsfélaga á Suðurnesjum kannar nú réttar- stöðu starfsmanna gagnvart varnar- liðinu m.a. með starfslokasamninga í huga. Bandaríkjaher hefur hingað til neitað að gera sérstaka starfsloka- samninga og vísað í islenska kjara- samninga máli sínu til stuðnings. Formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Suðurnesja segir herinn bera atvinnupólitíska ábyrgð á svæðinu og eðlilegt sé að gengið verði frá ein- hvers konar starfslokasamningum. Á byrjunarreit Fram kom í Blaðinu í gær að starfs- fólk varnarliðsins á Miðnesheiði undirbýr nú áskorun til íslenskra stjórnvalda um að þau þrýsti á bandarísk stjórnvöld um að herinn gangi frá starfslokasamningum við alla íslenska starfsmenn hersins. Al- mennur ótti er meðal starfsmanna að þeir tapi áunnum réttindum sínum við brottför varnarliðsins. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður, hefur unnið fyrir nokkur verkalýðs- Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannaféiags Suðurnesja. félög á Suðurnesjum m.a. Verkstjóra- félag Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélag Suðurnesja. Hún segir verkalýðsfélögin hafa komið til máls við sig og óskað eftir því að kannaðir yrðu lagalegir möguleikar í stöðunni. „Það hefur verið óskað eftir því að ég aðstoði í sambandi við m.a. biðlaunasamninga. Það mál er alveg á byrjunarreit og ekki alveg ljóst hver niðurstaðan verður." Lárasegir félögin hafa öll fengið fy r- irspurnir frá sínum félagsmönnum sem hafa áhyggjur af réttarstöðu sinni vegna uppsagnanna í byrjun vikunnar. Þá segir Lára að einnig sé verið að skoða lagalegar hliðar á því hvernig tryggja megi að fólki verði boðnir einhvers konar starfs- lokasamningar. Hún bendir þó á að enn sé mikil vinna fyrir höndum og málið sé alveg á frumstigi. „Herinn er að fara og það á eftir að koma í ljós hver staða starfsfólksins á svæð- inu í heild verður. Ég vonast hins vegar til þess að hún skýrist í fram- haldi af viðræðum bandarískra og is- lenskra stjórnvalda en núna er þetta allt saman frekar óljóst." Bera atvinnupólitíska ábyrgð Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Suð- urnesja (VSS), segir kröfuna um að gerðir verðir einhvers konar starfs- lokasamningar eðlilega. „Varnar- liðið ber atvinnupólitíska ábyrgð á svæðinu. Vegna nálægðar varnar- liðsins hafa atvinnumál á svæðinu þróast með ákveðnum hætti. Þess vegna hef ég haldið því fram að ábyrgð varnarliðsins og íslenskra stjórnvalda, sem hafa skrifað upp á þetta, sé býsna mikil. Þegar varn- arliðið fer þá skilur það eftir sár í þessu atvinnulífi.“ Kristján segir m.a. horfa á hvernig leyst hafi verið úr þessu í öðrum löndum þar sem Bandaríkjamenn hafi lokað herstöðvum. „I Skotlandi þar sem Bandaríkjamenn lokuðu herstöð fyrir nokkrum árum fengu starfsmenn ávísun frá hernum. Hana gátu þeir notað til að leggja í lífeyrissparnað eða í nýsköpun 1 atvinnulífinu. Þannig bauðst fólki tækifæri til að skapa sér nýtt lífsviðurværi." Viðræður um varnarsamstarf Fundur viðræðunefnda Islendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins fór fram í utanríkisráðuneytinu í gær. Fund- urinn hófst um klukkan hálf tíu í gærmorgun og stóð í rúmar fimm klukkustundir. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagðist eftir fundinn vera bjartsýnn á að samkomulag muni nást um lausn á varnarmálunum. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. En auðvitað er þetta engin óskastaða fyrir okkur." Carol Von Woorst, sendiherra Bandarfkjanna, sagði viðræðurnar hafa verið kurteisislegar og vinalegar og að báöir aðilar hafi sýnt vilja til að styrkja samstarf þjóðanna f öryggis- og varnarmálum. Viðræðurnar í gær voru aðeins þær fyrstu af mörgum og gert er ráö fyrir að næsti fundur verði haldinn innan fárra vikna. Sjö þotur fyrir 28 milljarða Avion Aircraft Trading, sem er dótturfélag Avion Group, hefur keypt sjö Boeing 747-4°° flugvélar. Um er að ræða eina fraktvél og .sex farþegavélar og er kaupverð þeirra samtals um 28 milljarðar íslenskra króna. Samhliða kaupunum hefur verið samið við Boeing um að breyta fjórum af farþegavél- unum í fraktvélar. Fyrirhugað er að nota fraktvélarnar í rekstri dótturfélags Avion Group, Air Atlanta Icelandic, og koma þær í stað eldri véla í flota félagsins. „Kaupin eru liður í endurnýjun flota Air Atlanta Icelándic og þeirri stefnu félagsins að leggja megináherslu á rekstur frakt- véla,“ segir meðal annars í til- kynningu frá Avion í gær. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 o Helðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað % Alskýjaö Rlgnlng, lítllsháttar ✓ ✓✓ Rignlng 9 9 Súld Snjókoma 9 * SJJ Slydda ^JJ Snjóél ' Skúr Algarve 18 Amsterdam 12 Barcelona 21 Berlín 13 Chicago 05 Dublin 09 Frankfurt 16 Glasgow 07 Hamborg 12 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 05 London 13 Madrid 19 Mallorka 19 Montreal 10 NewYork 12 Orlando 15 Osló 04 Paris 13 Stokkhólmur 01 Vín 18 Þórshöfn 03 * -8°i, Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt i upplýsingum frá Veðurstolu íslands % * ^ \ ** Á morgun * _3o*

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.