blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 4
Þú færð fenningargjafirnar
hjá okkur
m
„Kenna má jákvæða hegðun"
Stuðningur við jákvœða hegðun í skóla þykir hafa skilað góðum árangri í Bandaríkjunum
Guilstniðia Óla í smáralind
Aukinn hagn-
aður Flug-
stöðvarinnar
Starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar hf. skilaði eins milljarðs
króna rekstrarhagnaði árið 2005
samkvæmt ársuppgjöri félagsins.
sem birt var í gær. Arið 2004 nam
rekstrarhagnaðurinn um 900 millj-
ónum og eykst hagnaður því um 100
milljónir milli ára.
Samkvæmt ársuppgjörinu námu
rekstrartekjur flugstöðvarinnar og
dótturfélaganna tveggja, Fríhöfnin
ehf. og íslenskur markaður ehf., um
6,2 milljörðum og jukust tekjurnar
um 6,3% milli ára. Á sama tíma
námu rekstrargjöld 4,2 milljörðum
og jukust um 4,7% frá fyrra ári.
I ársuppgjörinu kemur líka fram
að farþegum á Keflavíkurflugvelli
fjölgaði um 11% á síðasta ári sem
var talsvert umfram spár. Gert er
ráð fyrir því að á þessu ári fari um
2 milljónir farþega um Keflavík-
urflugvöll en til samanburðar má
nefna að árið 2002 voru farþegarnir
um 1,2 milljónir.
Þá kemur fram í uppgjörinu að
fyrsti áfangi nýs brottfarasvæðis
verði tekinn í notkun á vordögum
og þegar yfirstandandi fram-
kvæmdum lýkur snemmsumars
2007 verði brottfarasvæðið meira en
www.expressferdir.is
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaöiö
Ragnar
Þorsteínsson
Ragnar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðv-
arinnar í Breiðholti, hefur 30 ára
starfsreynslu
úr skólakerfinu
og kom nýlega
af ráðstefnu
í Bandaríkj-
unum um stuðn-
ing við jákvæða
hegðun í skóla,
„Positive Be-
havior Support“
(PBS), sem er
hegðunarmótun-
arstefna sem skilað hefur góðum
árangri þar í landi og reynd hefur
verið í tveimur grunnskólum
hérlendis.
Ragnar segir að PBS, sem gengur
út á stuðning við jákvæða hegðun
nemenda, hafi verið reynd í Fella-
skóla og Ingunnarskóla og gefist vel.
„PBS gengur út á að styrkja mark-
visst jákvæða hegðun en markmið
stefnunnar er að auka félagsfærni
og bæta hegðun nemenda. Aður en
vinna hefst í PBS þarf að skilgreina
í hvaða aðstæðum erfið hegðun
kemur fyrir og takast á við hana
áður en hún kemur fram. Þá er lögð
áhersla á að kenna rétta hegðun áður
en röng hegðun á sér stað.
PBS hefur verið notað í Bandaríkj-
unum í áratugi og þeir nemendur
sem stefnan hefur verið prófuð á
koma betur út varðandi hegðun og
námsárangur. Rannsóknir á PBS
í Bandaríkjunum hafa einnig sýnt
RADIOHEAD
í KAUPMANNAHÖFN
6.-8. MAI
Það verður heldur betur
tónlistarveisla I Kaupmannahöfn
þegar Radiohead mætir á
svæðið 6. mal næstkomandi.
Skelltu þór í lúxusferð á tónleika
Radioheadl Gist verður á hinu
glæsilega hóteli, Skt. Petri.
TÓNLEIKAR I KAUPMANNAHÖFN
49.900 kr.
INNIFAUÐ: Flug og flugvallaskattar,
2 nætur á hóteli með morgunverði og
miði á tónleika Radiohead. Miðað er
við að tveir séu saman f herbergi.
» Nánar á www.expressferdir.is
Express Ferðir, Grfmsbæ,
Efstalandi 26, slmi 5 900 100
Express Ferðir
Forðasknfstofa í eigu fceiand Express
að greiningum hefur fækkað um
30-50% í þeim skólum sem hún er
notuð.“ Ragnar segir að PBS þurfi
tíma til að sanna sig hérlendis en
segir ekkert því til fyrirstöðu
að árangurinn verði jafn góður
hér og erlendis. „Þessi stefna
sannar að það er hægt að kenna
jákvæða hegun."
220 tilvísanir á tíu
mánuðum
Ragnar segir að þegar
grunnskólarnir voru
fluttir til sveitarfé
laganna árið 1996
hafi verið tekið
upp markviss
vinna í hegðun-
arvandamálum
grunnskólanem-
enda.
Nú hafa heyrst
raddir um að aga-
vandamál í skólum
séu orðin meira áber-
andi en áður. Hver er
þín skoðun á því?
„Ég er ekki þeirrar trúar að
heimurinn fari versnandi en það
er hins vegar staðreynd að hegðun
nemenda endurspeglar það þjóðfé-
lagslag sem við búum í - en það hefur
breyst gríðarlega á undanförnum ára-
tugum. Foreldrar hafa minni tima
fyrir börnin sín en áður og mun fleiri
börn búa aðeins hjá öðru foreldrinu.
Þá eru eiturlyf og aðrar freistingar
•til staðar sem ekki voru fyrir hendi
í jafn_
miklum mæli áður.
Ragnar segir að á síðustu tíu mán-
uðum hafi 220 tilvísanir borist til
Þjónustumiðstöðvarinnar í Breið-
holtinu og að 50% þeirra tilvísana
hafi komið vegna hegðunarröskunar
eða gruns um athyglisbrest og of-
virkni. „PBS hefur einmitt reynst ár-
angursrík á nemendur með hegðun-
arröskun og þessi stefna ætti því að
passa vel inn i íslenska skólakerfið.“
Þegar Ragnar er spurður um þann
fjölda aðstoðarbeiðna sem
borist hafa Þjónustumið-
stöðinni í Breiðholti
segir hann fjöldann
samsvara því að 3-5%
barna þurfi á aðstoð
að halda.
Fársjúkir
nemendur í
skólakerfinu
bíða þjónustu
Ragnarsegiraðþó
margt sé vel gert í
skólakerfinu séu
þar einnig fársjúkir
nemendur sem fái
ekki þá þjónustu
sem þeir þurfa. „Þessir
nemendur ættu að vera á
ábyrgð heilbrigðiskerfisins
en á barna- og unglingageð-
deild eru langir biðlistar. Aukþess
sem þessir nemendur fá ekki úrræði
við hæfi geta þeir einnig skemmt
fyrir öðrum nemendum með trufl-
andi hegðun sinni.“
—
Nýtt tilvísunarkerfi
Hjartasjúklingar þurfa framvegis
að fá sérstaka tilvísun frá heilsu-
gæslu- eða heimilislækni til að fá
endurgreiddan
sjúkrakostnað
vegna þjónustu
hjartasérfræð-
ings samkvæmt
nýrri reglugerð
frá heilbrigðis-
og trygginga-
málaráðuneyt-
inu sem tekur
gildi í dag.
Reglugerðin
kemur í kjöl-
far uppsagnar hjartasérfræðinga
á samningi sínum við Læknafélag
Reykjavíkur og samninganefnd heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Bregðast við aðstæðum
Samkvæmt nýrri reglugerð heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis þurfa hjartasjúklingar
framvegis sérstaka tilvísun frá
heilsugæslu- eðaheimilislæknum til
Siv Friðleifsdóttir,
heilbrigðis- ogtrygg-
ingamálaráðherra.
að fá endurgreiddan sjúkrakostnað
vegna þjónustu hjartasérfræðings.
Fólk sem kýs að leita beint til
sérfræðinga án þess að fara fyrst
til heilsugæslu- eða heimilislæknis
mun þurfa að greiða sjálft fyrir
þjónustu hjartalæknis og á ekki end-
urgreiðslurétt gagnvart Trygginga-
stofnun ríkisins(TR).
Hjartalæknar ákváðu að segja
upp samningi sínum við heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið um
síðustu áramót eftir að þeim þótti
ljóst að þeir gætu ekki annað eftir-
spurn miðað við gildandi samninga
án þess að taka að sér stærsta hluta
kostnaðarins.
Ekki náðist að komast að nýju
samkomulagi og tekur því upp-
sögnin gildi frá og með deginum í
dag.
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, segir
hina nýju reglugerð tryggja endur-
greiðslurétt þeirra einstaklinga sem
þurfi á þjónustu hjartasérfræðinga
að halda. „Við erum að bregðast
við þessari stöðu gagnvart þessum
hópi. Það sem breytist núna er að
til þess að fá endurgreiðslu þurfa
menn fyrst að leita til heilsugæslu-
eða heimilislæknis. Hluti fólks
mun væntanlega fá úrlausn á því
stigi og þarf því ekki að leita til
sérfræðinga.“,
Siv segir hið nýja kerfi ekki þýða
það að efnameiri einstaklingar
eigi greiðari aðgang að hjartasér-
fræðingum. Hún segir markmiðið
vera að reyna að bjóða fólki upp á
úrlausn áður en það þurfi að leita
til sérfræðinga. „Hagsmunir allra
er að tryggja þjónustu og eðlilegar
endurgreiðslur til þeirra sem eiga
rétt á þeim.“
Reglugerðin tekur gildi frá og
með deginum í dag. Þeir sem fá
þjónustu hjá sérfræðingum í eina
viku frá gildistöku þurfa þó ekki sér-
staka tilvísun frá heilsugæslu- eða
hemilislækni til að eiga rétt á endur-
greiðslu kostnaðar frá TR.
Sími: 575 0200 - Melabraut 19 - Hafnarfirði - www.danco.is
Er ferming, afmæli, brúðka
eða veisla framundan...
Mikið úrval af ómótstæðilegum eftirréttum.
Kíktu á okkur á sýningunni MATUR 2006
f Fífunni, Kópavogi um helgina, 1. og 2. apríl.
DANCO
HEILDVERSLUN
Opið Hús í dag frá kl: 16 -18
Einnig á Mánudag. 3/4 og Þriðjudag. 4/4 frá kl: 18 - 19
Lautasmári 26. fbúð 0202
Sérlega björt,snyrtileg og vel umgengin 3ja herbergja 96,5 fm (búð á annari hæð (þriggja
hæða og sex ibúða fjölbýlishúsi þar sem eru tvær (búðir á hverri hæð á frábærum stað (
Smáranum þar sem stutt er i alla verslun og þjónustu ásamt skólum, leikskóla og
(þróttaraðstöðu. Suður svalir. Þvotthús innan fbúðar. Fallegt 45 gráðu lagt eikarparket.
Verð 22.8 m.
Eigendur íbúðarinnar, þau Stefán og Sigfrfður hafa opið hús og bjóða ykkur
velkomin að skoða fbúðina
Salómon Jónsson - lögg.fast.sali
Suðurlandsbraut 50 S:513 4300, Smáralind S:564 6655
hrihiiHfar utm funn /wjf
Vextir íbúða-
lánasjóðs
hækka
mbl.is | í kjölfar útboðs á íbúða-
bréfum hefur fbúðalánasjóður
ákveðið að útlánsvextir íbúða-
lána sjóðsins verði hækkaðir
úr 4,65% í 4,85% og tekur hækk-
unin gildi í dag, 1 apríl.
Með reglugerð er íbúðalána-
sjóði heimilt að bjóða viðskipta-
vinum sínum að taka íbúðalán
með því að greiða sérstakt upp-
greiðsluálag. Stjórn íbúðalána-
sjóðs hefur því ákveðið að bjóða
viðskiptavinum sjóðsins einnig
að taka ibúðalán með sérstöku
uppgreiðsluálagi en vext ir slíkra
lána verða 0,25% lægri en vextir
hefðbundinna húsnæðislána.