blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaöiö Siðfrœðileg ástríða guðleysingjans Jón Baldvin Hannibalsson er kominn heim eftir átta ára starf sem sendiherra í Bandaríkj- unum og Finnlandi. Þegar hann er spurður hvað hafi komið honum mest á óvart þegar hann snéri heim svarar hann: „Auð- vitað átti ekkert að koma mér á óvart af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði sjálfur, með nánustu Blaöll/frlkki samstarfsmönnum mínum, staðið fyrir þeim breytingum sem sköpuðu þetta þjóðfélag eins og það er. Samt kom mér á óvart mikilmennskubrjálæðið í Reykjavík sem þykist vera Los Angeles þótt hún sé einungis lítið þorp. Þetta mikilmennsku- brjálæði er nægilega mikið til að skapa allsherjar umferðaröng- þveiti og skipulagsslys. Ára- tugum saman hefur ekki verið hugsað fram í tímann um vöxt þessarar borgar. Borgarstæði Reykjavíkur er fagurt og við höfðum tækifæri til að byggja fagra borg en í staðinn höfum við byggt þorp sem í hefur hlaupið ofvöxtur. Allt er byggt utan um bíla. Um leið verður ameríkanseringin glær og hrylli- leg. Amerískar borgir eru eitt það ömurlegasta sem til er. Þær eru bensínsstöð, vídeóleiga og byssubúð. Reykjavík er að apa eftir þessu. Evrópskar borgir eiga sér sögu og sú saga snýst um fólk, ekki bíla. Við erum orðin risavaxið bílastæði.“ Sumir segja að virðingin fyrir peningum og peningamönnum sé eitt af einkennum íslensks nútímasamfélags. „Ef við þokumst áfram í þá átt að verða skrípamynd af Ameríku þá verður ekki lengur spurt: „Hver ert þú?“ eða „Hvern mann hefurðu að geyma?“ heldur: „Hvað áttu mikla peninga?“ Við erum ekki komin alla leið en það blasir við að við gætum endað í þannig slysi. Ég má ekki til þess hugsa því þá verður ólíft í landinu. Það sem er ógeðfellt við purkunarlausan kapítalisma af ameríska taginu er að þar er fólk al- gjört aukaatriði. Stéttaskiptingin verður grimmileg. Það þarf að vekja athygli íslend- inga á því að við erum komin hættulega langt af réttri braut. Þjóðfélag sem kennir sig við þekk- ingu stenst ekki nema það byggi á grundvallarreglunni um jöfn tæki- færi fólks til að menntast og þrosk- ast. Það er þess vegna sem norræna samfélagið hefur svo mikla yfir- burði umfram Ameríku. Ef ekkert annað kemst að en virðing fyrir peningum, hvernig þjóð verðum við þá?“ Týnt erindisbréf Framsóknar Hvað hefðirðu viljað gera öðruvísi á pólitíska ferlinum? „Eiginlega ekki neitt. Forgangsat- riðin voru að afnema einokun, fá- keppni og forréttindi og mismunun og skömmtunarvald og opna landið, afnema leyfisveitingavald ríkisins, bæði í innflutnings- og útflutnings- verslun, taka fyrstu skrefin í þá átt að fækka ríkisbönkum og sjóðum, opna fjármagnsmarkað og greiða fyrir leið erlends fjármagns inn í landið. Fólk kennir þetta við hægri stefnu og fyrir vikið vildu sumir kalla mig hægri mann. Samleik- urinn er sá að þessar breytingar snérustu um frelsi. Ég sé ekki eftir neinu af þessu. EES samningurinn var stóra skrefið. Það hefði ekki orðið nein útrás frá íslandi án EES samningsins. Það sem síðan hefur gerst er að núverandi stjórnvöld hafa ekki gætt að jafnvæginu milli mark- aðar, þjóðfélags, lýðræðis og ríkis- valds. Velferðarkerfi okkar er að drabbast niður. Þrátt fyrir griðar- legt góðæri þá hefur skattheimtan bitnað í æ meiri mæli á þeim sem eru efnaminnstir. Búið er að leggja grunninn að vexti í efnahagslífinu en þegar kemur að spurningunni um réttlæti, jöfnuð og sanngirni þá kærir ríkisstjórnin sig kollótta.“ Davíð Oddsson er hcettur í stjórn- málum og Halldór Ásgrímsson er í vanda. Hvernig meturðu stöðu Sjálf- stœðisflokks og Framsóknarflokks? „Þegar Davíð Oddsson hvarf af sviðinu og lokaði sig af undir svörtu loftum varð fólk sem var í radíus Sjálfstæðisflokksins svo fegið að flokkurinn rauk upp úr öllu valdi í vinsældum. Þetta bendir til að fólk hafi upplifað Davíð sem ákveðið farg og þegar farginu var aflétt hafi brotist út ákveðinn fögnuður, menn hafi almennt talið að nú gætu þeir snúið aftur til þeirra gömlu góðu daga þegar Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur allrar þjóðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hagnast á því að Davíð hvarf af sviðinu. Vandi Halldórs Ásgrímssonar er þessi: Hann er formaður í flokki sem hefur lengi verið sam- starfsflokkur Sjálfstæðisflokksins. Rætur Framsóknar, hefð og forysta hafa alltaf beinst að því að vera keppinautar Sjálfstæðisflokksins um völdin, ekki fylgisveinar. Undir forystu Halldórs hefur Framsókn- arflokkurinn týnt erindisbréfinu. Það er ekki nokkur leið fyrir nokk- urn mann að nefna hugmyndir sem flokkurinn stendur fyrir. Efvið viljum vera velviljuð getum við sagt að Framsóknarflokkurinn hafi ákveðin hömlunaráhrif á íhald- ið.til dæmis gagnvart því að einka- væða Ríkisútvarpið. En flokkur Jónasar frá Hriflu, Hermanns Jón- assonar og Steingríms Hermanns- sonar undir kjörorðinu: „Allt er betra en íhaldið“ er dauður. Hann er orðinn eignahaldsfélag utan um hið gamla þrotabú SÍS og getur nýst sem vinnumiðlun um skeið en svo ekki meir. Þeir sem gegna nafni framsókn- armanna hljóta að lokum að átta sig á þvi að ef þeir meina eitthvað með því sem þeir sögðu þá eiga þeir heima sem hluti af hinni sósí- aldemókratísku hreyfingu. Ef þeir átta sig ekki á því munu þeir þurrk- ast út.“ Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.