blaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 24
24 I SAGA
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaðið
Við emm öll
í dauðafœri
íslenskir fjölmiðlar hafa oft átt góða
spretti þann fyrsta apríl og ófáir
blótað fréttamönnum í sand og
ösku eftir velheppnaðan grikk. A
fréttastofu Stöðvar i var ætíð mik-
ill metnaður lagður í undirbúning
fyrsta aprílgabbs og segir Eggert
Skúlason, fyrrverandi fréttamaður,
að þar á bæ hafi stundum verið
settur upp sérstakur vinnuhópur til
að undirbúa daginn.
„Skemmtilegasta aprílgabb sem ég
hef tekið þátt í var þegar mikil um-
ræða var um að olíufélagið Irving
Oil frá Kanada væri að koma til fs-
lands. Margir hlökkuðu til og aðrir
voru hræddir. Við brugðum á leik
með Esso og prentuðum stóra borða
sem við settum upp á bensínsstöð-
ina við Ártúnshöfða og tókum síðan
myndir af því þegar verið var að
draga Esso-fánana niður og draga
Irving Oil-fána að húni. f fréttatím-
anum var sagt frá því að þeir væru
komnir og væru að opna fyrstu
bensínstöðina af mörgum og verðið
átti að vera 20 krónur á lítrann það
kvöldið. Það kom múgur og marg-
menni og að sjálfsögðu mynduðum
við þáð,“ segir Eggert og bætir við
að margir hafi verið fúlir. „Ég man
að þegar ég kom heim þetta kvöld
hafði konan mín hlaupið fyrsta
apríl og það var ekki gott að borða
það kvöldið," segir hann.
Eggert segir það ekki koma sér á
óvart hversu margir falli í gildru á
þessum degi enda hafi hann sjálfur
oft hlaupið fyrsta apríl. „Maður
hugsar með sér að kvöldi 31. mars
að maður verði að gæta sín en síðan
vaknar maður bara ferskur inn í
nýjan dag og það er ekki það fyrsta
sem maðurhugsarað nú ætli einhver
að plata mig. Við erum öll í dauða-
færi þennan dag,“ segir Eggert.
Sumarið er að koma!
Veiðikortið 2006
Kortið gildir sem veiðileyfi
í 23 veiðivötn vítt og breitt
um landið. Veiöikortið er
fjölskylduvænt og stuðlar
að notalegri útiveru.
Ný vötn eru:
- Þingvallavatn fyrir landi
Þjóögarðs
- Ljósavatn
- Hraunsfjörður
Nánari upplýsingar um önnur
vötn eru á vef Veiöikortisins
www.veidikortid.is
Sölustaöir: ESSO stöövarnar - veiöibúöir og víöar
Nýr Heímur
á Netinu
Skoðaðu nýju vefina okkar:
www.heimur.is
www.icelandreview.com
www.tolvuheimur.is
heimur
Fyrsti april, íiflið þitt!
Uppruni þeirrar hefðar að láta
fólk hlaupa fyrsta apríl er ekki ljós.
Sumir telja að hefðin tengist árs-
tíðaskiptum en aðrir telja að hún
tengist breytingum á tímatali.
Til forna var nýársdegi fagnað í
mörgum menningarsamfélögum
þann 1. apríl sem á sér stað
skömmu eftir jafndægur að
vetri. Víða í Evrópu var nýju
ári fagnað á boðunardegi
Maríu (25. mars) á mið-
öldum. Það er athyglisvert
að haldið hefur verið upp
á daga fáránleika og glens
í kringum fyrsta apríl í ólíkum
menningarsamfélögum í gegnum
tíðina. Rómverjar fögnuðu hátíð-
inni Hilaria þann 25. mars til að
fagna upprisu Attisar og hindúar
og gyðingar héldu svipaðar hátíðir.
Neituðu að taka upp
nýtt tímatal
Árið 1582 skipaði páfi
Gregoríus XIII að taka
skyldi upp nýtt tíma-
tal (gregoríanska tíma-
talið) í stað gamla
júlíanska dagatalsins.
Samkvæmt nýja dagatal-
inu átti að fagna nýju ári
þann 1. janúar. Sagan segir að
margir hafi annað hvort neitað
að samþykkja þessar breytingar
eða ekki vitað um þær og héldu
því áfram að fagna nýju ári þann
1. apríl. Aðrir sáu sér leik á borði og
gerðu gys að þeim sem héldu fast
í hefðina og létu þá hlaupa fyrsta
apríl eða göbbuðu þá á annan hátt.
Með tíð og tíma breiddist sá siður
út um alla Evrópu.
Margir Frakkar brugðust ókvæða við árið
1986 þegar dagblaðið Le Parisien greindi
frá því að til stæði að taka Eiffel-turninn
niður og reisa hann á ný í Disneylandi.
Það er að minnsta kosti tvennt
sem mælir gegn þessari skýringu. 1
fyrsta lagi skýrir hún ekki að fullu
útbreiðslu hefðarinnar til annarra
Evrópuríkja. Gregoríanska tíma-
talið var til dæmis ekki tekið upp
á Englandi fyrr en 1752 en þá hafði
siðurinn þegar fest sig vel í sessi. I
öðru lagi eru ekki til neinar sagn-
fræðilegar heimildir fyrir
þessari skýringu heldur er
hún aðeins byggð á seinni
tíma getgátum.
Fíflin stjórna ríkinu
Joseph Boskin, sagnfræði-
prófessor við Boston háskóla,
kom með aðra skýringu á
uppruna hefðarinnar fyrir
rúmum tuttugu árum. Bo-
skin sagði að uppruna hennar
mætti rekja til valdatíðar róm-
verska keisarans Konstantínusar.
Hópur hirðfífla og æringja sögðu
keisaranum að þeir gætu stjórnað
ríkinu betur en hann. Konstan-
tínus lét til leiðast og leyfði einu
hirðfíflinu Kugel að nafni að ráða
ríkjum í einn dag. Kugel gaf út til-
skipun þess efnis að fáránleikinn
myndi ráða ríkjum á þessum til-
tekna degi og upp frá því varð sið-
urinn að árlegum viðburði.
„Á vissan hátt var þetta mjög al-
varlegur dagur. Á þessum tíma
voru fíflin hinir raunverulegu spek-
ingar. Það var í þeirra verkahring
að setja hlutina í nýtt samhengi
með því að beita kímnigáfu,“ sagði
Boskin. Athygli almennings var
vakin á þessari skýringu árið 1983
í grein frá AP-fréttastofunni sem
birtist í mörgum dagblöðum. Það
var aðeins einn galli á gjöf Njarðar.
Boskin hafði spunnið söguna
upp frá rótum. Það var ekki fyrr
en tveimur vikum síðar að starfs-
menn AP-fréttastofunnar áttuðu
sig á því að þeir höfðu sjálfir verið
plataðir upp úr skónum.
HEDENSTED CA|AVAN
X-pert in camping and outdoor life
íTW
Hedensted Caravan is one of the leading
Camping stores in Jylland Denmark.
And now you also have the opportunity
to buy our top quality products and at the
same time save a lot of money.
r 1
A small selection of our
2006 Adria program
Adria Classica 743UP 18.225 EUR
Adria Classica 663KP 16.614 EUR
Adria Classica 613PK 16.722 EUR
Adria Classica 613UT 15.757 EUR
Adria Adora 552PK 13.291 EUR
Adria Adora 552UK 13.077 EUR
Adria Adora 512UP 12.648 EUR
Adria Adora 462PU 11.898 EUR
Adria Altea 512UP 10.181 EUR
Adria Altea 502DT 9.645 EUR
Adria Altea 502DK 9.645 EUR
Adria Altea 432PX 9.217 EUR
All prices are exclusive vat, duty é intl freight. Subject to exchange
movement and typing errois.
L. Á
Visit our webside WWW.HEDENSTEDCARAVAN.DK
to see over 100 caravans each presented by 5
pictures and specifications.
Hedensted Caravan have great experience with export to
Island and we can deliver Caravans directly to Seyðisfjörður
and camping equipment directly to your doorstep.
TIL AÐ FÁ TILBOÐ VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ:
Mr. Niels Lund-Nielsen
sími: 0045 75890677
netfáng: Niels.lund@hedenstedcaravan.dk
Mánudaga til Föstudaga milli 09:00 -17:00
Laugardaga milli 10:00-16:00
Ástríkur galvaski
Þorp Ástríks
fundið
Löng hefð er fyrir því að fjölmiðlar
bregði á leik þann fyrsta apríl
og spinni upp ótrúlegustu sögur
og fréttir í því skyni að hafa fólk
að fífli. Á þessum degi árið 1878
greindi blaðið Graphic í New York
til dæmis frá því að Thomas Edi-
son hefði fundið upp vél sem gæti
breytt jarðvegi í kornmeti og vatni
í vín og þar með væri lausn fundin
á matvælaskorti í heiminum. Slíka
trú höfðu menn á snilligáfu Edisons
á þessum tíma að margir tóku frétt-
ina trúanlega.
Árið 1993 birti enska dagblaðið
The Independent frétt þess efnis
að fornleifafræðingar hefðu grafið
upp þorp teiknimyndahetjunnar
Ástríks á Bretagne-skaga í Frakk-
landi. Þorpið var sagt vera í Le Yau-
det nálægt Lannion á næstum sama
stað og í bókum Frakkans René
Coscinny.
Ófáum Frökkum brá í brún fyrsta
apríl 1986 þegar dagblaðið Le Pa-
risien birti frétt þess efnis að kom-
ist hefði verið að samkomulagi um
að taka Eiffel-turninn niður. Þetta
fræga tákn borgarinnar átti slðan
að reisa á ný í Euro-Disney skemmti-
garðinum rétt fyrir utan borgina.
Ekki tóku Bretar betur frétt
breska ríkisútvarpsins nokkrum
árum fyrr um að til stæði að setja
upp stafræna klukku í Big Ben.
Fjöldi reiðra útvarpshlustenda hafði
samband við útvarpið og mótmælti
ráðstöfununum harðlega.