blaðið - 01.04.2006, Síða 26

blaðið - 01.04.2006, Síða 26
www.celsus.is 26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaAÍÖ Hef gaman af því að vera til sýnis Blaömikki ilmur Kristjánsdóttir:„Hamingjan er ekki fasti sem finnst einhvers staðar heldur hellist allt í einu yfir mig hvað ég er hepp- in og hvað lífið er dásamlegt." 99................................ Eitt skiptið varð ég til dæmis hrædd um að barnið myndi ekki þola mig en yrði hændara að pabba sínum. Það er hægt að búa sér til alls kyns kvíða en ég ætla bara að gera mitt besta og elska barnið mitt." Á sama tíma og Lína langsokkur birtist í íslensku leikhúslífi árið 2003 spratt Umur Kristjánsdóttir fram sem hæfileikarík, hnyttin og heillandi leikkona. Það var mál manna að ekki fyndist betri Lína langsokkur og hún hélt áfram að sanna sig með góðum leik í Sölku Völku og Ausu. Gamanleikur er henni ekki ókunnugur en Ilmur leikur við hvern sinn fingur í Stelpunum á laugardagskvöldum. „Eg hef ekki verið mikið í gamanleik síðan ég lauk Leiklistarskólanum en ég gerði mikið af því þegar ég var í skólaleikfélögunum. Ég hef aldrei gert út á það að ég sé ein- hver grínleikkona. En fólki finnst ég svo fyndin í framan." Þú skrifar handritið að Stelpunum ásamt öðrum. Hvernig erþað? „Það er mjög gaman að leika í Stelp- unum en við erum að klára aðra seríu í lok apríl. Mér finnst sérstaklega gaman að skrifa því þar gerist þetta allt. Allt ferlið hefur verið ótrúlega lærdómsríkt, sérstaklega skrifin. Það halda svo margir að þetta sé spuni eða gerist allt á staðnum en það er farið mjög nákvæmlega eftir handriti. Enda ganga tökurnar hratt fyrir sig þegar komið er á tökustað. Það tekur okkur sex vikur að skrifa um 300 grínatriði. Af þeim eru 150 atriði valin og tekin upp. Það þarf 300 grínatriði til að geta tekið út 150, það er nefnilega ekki allt gott. Stundum getur verið erfitt að detta niður á góða hugmynd en það er ótrúlega gefandi. Að þróa hugmynd sem er á pappír og sjá hana lifna við á tjaldi er yndislegt, nokkurs konar sköpunarfullnæging." Ætlaði að verða hóteleigandi Ætlaðirþú alltaf að verða leikkona? „Ég ætlaði alltaf að vera hóteleig- andi. Ég var í ákveðnu leikriti þegar ég sá þetta fyrir mér. Ég sá mig fyrir mér sem hótelstjóra á fjallahóteli og svo kæmu útlendingar og hringdu bjöllunni. Þetta væri svona huggu- leg heimilisstemmning. Ég geng ennþá með gistiheimilisdraum, mér finnst eflaust svona gaman að taka á móti gestum. Kannski opna ég sveitahótel einhvern timann í fram- tiðinni, hver veit. Ég hef alltaf verið á fullu í leiklist og var til dæmis í leikfélaginu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Systir mín sem er eldri en ég sagði að það skipti miklu máli að taka virkan þátt í félagslífinu f menntaskóla. Ég byrjaði því strax af fullum krafti í leikfélaginu og var þar í fjögur ár. Leikfélagið í MH er mjög öflugt og það eru margir sem fará í Leiklistarskólann eftir það. Þetta voru mjög skemmtileg ár og frábær undirbúningur. Ég var í raun mjög undirbúin fyrir Leiklist- arskólann þegar ég byrjaði þar.“ Hvernig tókstu tíðindunum um að þú hefðir komist inn í Leiklistarskólann? „Ég fór upp á Skólavörðuholt þegar ég fékk bréfið frá skólanum og það var heiðskírt og bjart veður, svo bjart að ég sá alla leið upp í Bláfjöll. Þetta var allt mjög táknrænt. Ég opnaði bréfið og þar með var fram- tið mín ráðin. Þetta var vitanlega búið að vera áhugamál mitt i þessi fjögur ár og jafnvel lengur. Ætli ég hafi ekki alltaf haft gaman af því að vera til sýnis. Þegar ég sá að ég hafði komist inn þá hljóp ég niður Frakka- stíginn en fjölskyldan og vinkona biðu spennt heima. Ég kom heim og öskraði fyrir utan húsið og stökk inn, enda var svo mikil spenna i kringum þetta. Þetta voru nokkrar síur sem þurfti að komast i gegnum en ég hafði það alltaf að leiðarljósi að ég ætlaði að hafa gaman af þessu. Ég reyndi að vera ekki of upptekin afþví að þurfa að komast inn eða að þurfa að verða leikkona." Alltaf að takast á við nýjar hindranir Var tímifyrir eitthvað annað en skól- ann þessi fjögur ár?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.