blaðið - 01.04.2006, Side 42
42 I KrAkKaRnIR
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaöiö
Ótrúléga búðiir
Vinningshafar
verðlaunaþrauta
25. mars
Notið meðfylgjandi myndir til þess að finna út hvaða orð passa í reit-
ina. Raðið svo stöfunum í reitunum með litlu númerunum saman og
þá fáiði út lausnarorðið. Sendið svarið til Krakkasíðunnar.
Kalli hringdi í viðgerðarmanninn:
- Ég er búinn að vera að bíða eftir því
í tvær vikur að þú komir og gerir við
dyrabjölluna hjá mér eins og við töl-
uðum um.
- Heyrðu mig nú! Ég er búinn að
koma fjórum sinnum til þín en
það kemur enginn til dyra þegar
ég dingla bjöllunni hjá þér, svaraði
viðgerðarmaðurinn.
Kennarinn: Hvers vegna hvíslið þið
svona mikið í tímum?
Nemendurnir: Við héldum að við
trufluðum kennsluna ef við töl-
uðum hærra.
Af hverju var fíllinn á
hjólaskautum?
Konan hans var á bílnum!
Vinningar
fyrir svör við
þrautum
Þeir sem senda inn lausnir viö
þrautunum á síðunni geta átt von á
skemmtilegum vinningum frá Ótrú-
legu búðinni. Dregið verður úr réttum
svörum og nöfn vinningshafa birtast á
Krakkasíðunni næsta laugardag. Svo
viljum við auðvitað alltaf fá frá ykkur
góða brandara, smásögur, Ijóö, teikn-
ingar og hvað sem ykkur dettur i hug.
Netfangið hjá Krakkasíðunni er
krakkar@bladid.net og heimilis-
fangið er Blaðið-Krakkar, Bæjar-
lind 14-16,201 Kópavogur.
16
Þessi sólarolía virkar ekkert
- Af hverju segirðu það?
- Ég er búinn að drekka þrjár
flöskur og ég er ennþá hvítur
eins og næpa.
Hvers vegna taka
Hafnfirðingar alltaf
hurðina af áður en
þeir fara á klósettið?
Til þess að eng-
inn kíki í gegnum
skráargatið.
Stefanía Kristín, 9 ára
Fálkahrauni 8
220 Hafnarfirði
Kristín Diljá Karlsdóttir, 6 ára
Sæbraut 12
170 Seltjarnarnes
NU*^6U
- Pabbi minn hefur spilað á píanó frá -
því hann var 6 ára.
- Vá, rosalega hlýtur hann
að vera orðinn þreyttur.
- Hvað ertu að gera?
- Ég er að þvo á mér
hárið.
- En þú notar ekkert vatn.
- Nei, það stendur
á flöskunni að
þetta sé sjampó
fyrir þurrt hár.
TÉSBNIVn
■ Praut 1: Krakkakrossgáta
■ Brandarahornið
■ Praut 2: Stafarugl
Andrés Önd finnur ekki sjö vini sína. Nöfnin á þeim er að finna hér
að neðan, en eitthvað hafa þau ruglast. Getur þú fundið út hvað vinir
Andrésar heita? Sendið svörin til Krakkasíðunnar.
17) A
< 1