blaðið - 21.04.2006, Side 32

blaðið - 21.04.2006, Side 32
32 I MENNIWG FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 biaöiö Á laugardag kl. 16 verður sýningin Það gisti óður - Snorri Hjartarson 1906- 2006 opnuð í bókasal Þjóð- menningarhússins. Sýn- ingin er haldin í minningu Snorra Hjartarsonar og lífs- starfs hans þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans þann 22. april 2006. Rithöfundasamband ís- lands sér um dagskrána við opnun sýningarinnar þar sem Hjörtur Pálsson flytur erindi um skáldið, Þor- leifur Hauksson og Ragnheiður Steindórs- dóttir lesa kvæði eftir Snorra og Gunnar Guð- björnsson og Jónas Ingimundarson flytja sönglög við kvæði hans. 1 tilefni af þessum tímamótum kemur út ný heildarútgáfa á verkum Snorra Hjartar- sonar hjá Eddu útgáfu. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 9 8 6 1 3 4 5 2 7 1 2 4 5 7 8 6 3 9 3 5 7 9 2 6 8 4 1 6 9 2 7 4 5 3 1 8 4 7 8 2 1 3 9 5 6 5 1 3 6 8 9 2 7 4 8 4 5 3 9 7 1 6 2 7 3 1 8 6 2 4 9 5 2 6 9 4 5 1 7 8 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 8 5 4 6 2 4 7 1 6 1 3 2 9 5 8 5 3 1 6 8 3 2 7 8 6 9 1 6 3 9 SUDOKU BHOP- IS ©6610015 VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com :iu. jt iari< Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í sima 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Áslaug Jónsdótttir og Sigrún Árnadóttir íá barnabókaverð- laun menntaráðs Reykjavíkur Gott kvöld eftir Áslaugu Jóns- dóttur hlýtur barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur árið 2006 sem besta frumsamda bókin. Verð- laun fyrir bestu þýddu barnabók- ina fær Sigrún Árnadóttir fyrir Appelsínustelpuna eftir norska rithöfundinn Jostein Gaarder, en þetta er í þriðja sinn sem hún fær þessi verðlaun fyrir bestu þýðingu á barnabók. Mál og menning gaf báðar verðlaunabækurnar út. Þetta er í 34. sinn að fræðsluyf- irvöld í Reykjavík veita höfundum og þýðendum barnabóka verðlaun fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu. Úthlutun- arnefnd var að þessu sinni skipuð Katrínu Jakobsdóttur formanni, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Eiríki Brynjólfssyni. í bókinni Gott kvöld segir Ás- laug Jónsdóttir í máli og myndum frá litlum strák sem er skilinn eftir einn heima á meðan pabbi skreppur frá til að sækja mömmu. Það væri nú ekki svo slæmt ef bangsinn hans væri ekki hræddur * * • •• •• ^ • Jostein Gaarder ?tepelsínu . stelpaij við þjófa og vofur og myrkur og skrýtin hljóð. Ýmsar furðuverur heimsækja þá félaga þetta kvöld; hungurvofan, tímaþjófurinn og fleiri, og alltaf þarf stráksi að hugga bangsa. Orðaleikirnir í sög- unni eru skemmtilegir, myndirnar eru líflegar og litanotkun markviss. Texti og myndir vinna vel saman í áleitinni og sniðugri sögu um sígilt efni: Ótta lítils barns við að vera eitt. I Appelsínustelpunni segir frá Georg sem er fimmtán ára strákur sem býr með móður sinni, stjúp- föður og litlu systur. Lífið er gott og allt gengur vel en þá berst honum bréf frá föður sínum sem dó þegar Georg var fjögurra ára. Bréfið hafði faðir hans skrifað þegar hann var orðinn veikur og beið dauðans. Þar segir faðirinn fallega sögu og hjálpar Georg að horfast í augu við lífið og tilveruna en þó fyrst og fremst dauðann. Hugsanir Georgs við lesturinn eru fléttaðar saman við efni bréfsins. Hér er tekið á sí- gildum umfjöllunarefnum á nær- gætinn og hlýlegan hátt og á þessi bók erindi við fólk á öllum aldri. Þýðing Sigrúnar Árnadóttur er vönduð og skilar sögunni vel til ís- lenskra lesenda. Muriel Spark látin Muriel Spark, ein besta skáldkona Bretlands, lést á dögunum, 88 ára gömul. Hún skrifaði tuttugu og tvær skáldkonur, sú frægasta er The Prime of Miss Jean Brodie, um skoska kennslukonu sem dýrkar Mussolini. Bókin varð að leikriti og kvikmynd sem færði leikkon- unni Maggie Smith Óskarsverðlaun. Spark var aldrei í vafa um gæði bók- arinnar og sagði á efri árum: „Mér finnst ennþá að verkið sé töfrandi.“ Spark sagðist hafa vitað að hún gæti skrifað allt frá því hún var níu ára. Samt hóf hún rithöfundarferil tiltölulega seint. Fyrsta skáldsaga hennar, The Comforters, kom út árið 1957. Spark var þá 39 ára gömul og var að jafna sig eftir alvarlegt taugaáfall. Einkalif hennar var ekki áfallalaust. Hún giftist 19 ára gömul manni sem var geðsjúkur og ofbeld- isfullur. Þau eignuðust einn son en Spark yfirgaf eiginmann sinn eftir stutt hjónaband. Hún giftist ekki aftur. Spark gerðist kaþólikki árið 1954 og flutti til Ítalíu árið 1967 þar sem hún lést. Sögur hennar einkennast af Muriel Spark. Þessi virta skáldkona lést á dögunum, 88 ára gömul. þurrum húmor og sumir sögðu hana skrifa af kulda. Sjálf sagðist hún hafa kuldalegt viðhorf til sögu- persóna sinna. Eitt eftirlætisvið- fangsefni hennar var spurningin um af hverju illskan er til í heimi sem algóður Guð skapaði. Varöan veitir þér realuleq tilboö Kynntu þér hvað viö getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. ___Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Sigurjón Sig- hvatsson tryggir sér kvikmynda- réttinn á Oxinni og jörðinni JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá samningi við Sigurjón Sighvatsson umkvikmynda- réttáÖxinni og jörðinni eftir Ólaf Gunnars- son. Sigurjón sagði nýlega frá því í Kastljósviðtali að það hefði lengi verið draumur sinn að gera kvikmynd um Jón Arason biskup en bók Ólafs fjallar um hann. Ólafur Gunnarsson Sigurjón Sighvatsson hefur keypt kvik- myndaréttinn á Öxin ogjörðin.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.