blaðið - 12.06.2006, Síða 1

blaðið - 12.06.2006, Síða 1
Þakmálun Húsamálun í síma: 844-1011 eða á www.thakmalun.is ÞAKMÁLUN.H. Frjálst, óháð & ókeypis! Aukablað um tísku fylgir Blaðinu ídag ■GARÐAR: Garðahönnun sem byggir á náttúru, sögu og hefðum 100% eldbökun,100% ísl. ostur, 100%metnaður, 100% Rizzo" Japanskir garðar eru ekki bara augnaprýði og þægilegir í um hirðu rzzra ISÍÐURIS-lB^ggg^ c )///?/* .5777000 SÍÐA20 129. tolublao 2. argangur manudagur 12. juni 2006 Sameiginlegt landslið ESB? Margir óttast þann dag þegar Bandaríkjamenn munu loks sigra heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Talið er að slík uppákoma myndi særa þjóðar- stolt Evrópubúa með djúpstæð- um hætti. Jafnvel er talið líklegt að einstaka landslið yrðu lögð niður og sameiginlegt knatt- spyrnulið Evrópusambandsins myndi iíta dagsins Ijós. íþrótta- deild Blaðsins spáir í spilin og kemur með drög að því hvernig slíkt landslið yrði skipað tæki það þátt á HM í Þýskalandi. | SfÐA 22. Frækinn sigur gegn Svíum Sjómannadagurinn i sumarsúld Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík og víða annars staðar á landinu f gær. Margt var um að vera á Miðbakka í Reykjavík þar sem flutt voru ávörp auk þess sem boð- ið var upp á fjölbreytta dagskrá. Rigning setti svip sinn á hátíðahöld, en á degi sjómanna er starf sjómanna kynnt, sjómanna sem fórust á hafi er minnst og er honum ætlað að efla samhug sjómanna. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavik og fsafirði þann 6. júní 1938 og breiddust hátfðarhöldin út um land alit á fáeinum árum. K' M Islenska hand- boltalands- liðið vann frækinn sigur með fjögurra marka mun gegn Svíum í Stokkhólmi í gær og er því komið skrefi nær í að tryggja sér þátttöku á HM í Þýskalandi á næsta ári. Lokatölur leiksins voru 32:28 en jafnt var á með liðunum í hálfleik, 13:13- íslenska liðið lék frábærlega bæði í sókn og vörn. Leikurinn var í járnum allan tímann en þegar átta mínútur voru eftir komst ís- lenska liðið yfir, 27:26, og bætti við forskotið það sem eftir lifði leiks. Markahæstu menn íslenska liðsins voru Snorri Steinn Guðjónsson með sjö mörk og Einar Hólmgeirsson með sex. Þeir Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson skoruðu fimm mörk hvor. Birkir Ivar Guðmunds- son varði 12 skot. Næsti leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll þann 17. júní. Valgerður bað Geir um að leiða varnarviðræður Valgerður Sverrisdóttir, verðandi utanríkisráðherra, mun ekki taka við af Geir Haarde í viðræðum ís- lendinga við Bandaríkjamenn um framkvæmd varna hér á landi. „Ég hef farið fram á það við verðandi forsætisráðherra og fráfarandi utan- ríkisráðherra að hann haldi áfram utan um viðræðurnar við Banda- ríkjamenn,“ segir Valgerður. Hún segir mikilvægt að samfella sé í því ferli og því hafi hún talið fyrir bestu að hann færi áfram fyrir við- ræðunum af hálfu íslendinga. Geir Haarde mun hafa samþykkt þessa tillögu Valgerðar. „Vinnan verður að verulegu leyti unnin í utanríkisráðuneytinu og sendinefndin verður skipuð fólki úr báðum ráðuneytum. En Geir verður sá sem leiðir viðræðurnar." Valgerður segir að um afar mikil- vægt mál sé að ræða. „Vissulega má segja að ekki hafi verið nægi- lega mikið að gerast í þessum málum undanfarið, en við trúum ekki öðru en að einhver niðurstaða komi i það mál áður en langt um líður.“ Var áður á könnu Davíðs Valgerður bendir á að forsætisráðu- neytið hafi leitt varnarviðræðurnar áður. „Það má segja að Davíð Odd- son hafi tekið málið með sér í utan- ríkisráðuneytið þegar hann flutti sig þangað. Þetta getur því verið á hvorn veginn sem er. En auðvitað mun utanríkisráðuneytið áfram fara með öll samskipti við varnar- liðið og varnarmálin. Þetta á því aðeins við um yfirstandandi við- ræður við Bandaríkin." Valgerður segir að næstu vikur hjá henni fari í að setja sig inn í málefni utanrík- isráðuneytisins. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef fengið smjörþefinn af utanríkismálum í gegnum mitt starf sem viðskiptaráðherra. Ég hef leitt viðskiptasendinefndir og mér hefur fallið það vel. En ég kveð iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið með söknuði." Hef nóg á minni könnu Valgerður segist ánægð með skipan mála í ráðuneyti Geirs Haarde. „Mér finnst þessi hópur sem núna mun skipa nýja ríkisstjórn vera mjög líklegur til þess að láta gott af sér leiða. Eg er því mjög bjartsýn á það að þetta stjórnarsamstarf geti gengið vel áfram, þó að vissulega söknum við Halldórs Ásgrimssonar öll mikið.“ Aðspurð um framtíðina og fyrir- hugað flokksþing segist Valgerður, sem orðuð hefur verið við formanns- stól Framsóknarflokksins, hafa ákveðið sig. „Ég mun ekki bjóða mig fram. Ég tel að ég hafi nóg á minni könnu með því að taka að mér utanríkisráðuneytið. Síðan er ég í forystu fyrir norðaustur-kjör- dæmi. Ég tel að kraftar mínir muni nýtast vel þar, enda legg ég áherslu á það að vera áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins.“ Valgerður segist ekki vilja vera með bollaleggingar um hvort enn frekari breytingar verði á ráð- herraskipan í kjölfar flokksþings framsóknarmanna í haust. „Það er seinni tíma mál.“ FRJÁLSI FASTEIGNALÁN í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 2,5% tiliðað við myntkörfu 3, Libor vextir 3.4.2006

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.