blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 1
| SÍÐA35 ■ AFPREYING Frægðarsólin rís! Magni verður með í Rock Star: Supernova Frjálst, óháð & ókeypis! 140. tölublað 2. árgangur föstudagur 23. júní 2006 Getum við farið með dýr eins og skepnur? Ekki hefur mikið farið fyrir umræðu um dýrasiðfræði hér á landi þrátt fyrir að fram- leiðsluhættir hafi töluvert breyst á undanförnum árum. Mikill munur er á líðan dýra við hefðbundna búskapar- hætti og verksmiðjubúskap segir Gunnar Örn Sigvalda- son, heimspekingur, í viðtali við Einar Örn Jónsson í Blaðinu í dag. Gunnar segir áróður gegn dýraverndunar- sinnum og umhverfisvernd- arsinnum ofstækiskenndan en það megi best sjá á því að háttsettir embættismenn í bandaríska stjórn- kerfinu tali um þessa hópa sem hryðju- verkasamtök. SfÐUR 24 & 25 RAFRÆN RÆKTUN Yrkjuvefurinn.yrkja.is, var opnaður í Grasagarðinum í Laugardal í gær.Vefurinn er í umsjón Yrkjusjóðs sem stofnaðurvar í tilefni af 60 ára afmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur sem opnaði vefinn ásamt Sigurði Pálssyni, formanni Yrkju, Einari Sveinssyni, stjórnarfor- manni Glitnis og aðalstyrktaraðila vefjarins, og fulltrúum unga fólksins. Markmið Yrkjusjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi en plöntufjöldinn sem hefur verið gróðursettur frá stofnári sjóðsins árið 1990 fer að nálgast hálfa milljón og er að mestu birki. Skattleysismörk hækka í 90 þúsund krónur um áramót Lægstu laun hækka í 123 þúsund krónur. Ríkið kom til móts við allar kröfur verkalýðshreyfing- arinnar í öllum málum nema einu. Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunafrumvarpi. Eftir Aðalbjörn Sigurðsson Persónuafsláttur mun hækka um tvö þúsund krónur um næstu mán- aðamót samkvæmt samkomulagi ríkisins við Alþýðusamband Islands (ASÍ) ogSamtaka Atvinnulífsins (SA) sem gengið var frá seinni partinn í gær. Ennfremur verður hann fram- reiknaður miðað við verðbólgu og tekur því einnig hækkunum um ára- mót. Þá munu skattleysismörk vera komin 90 þúsund krónur á mánuði, og hafa þá hækkað um 14%. Tekju- skattur lækkar þá ennfremur um 1% en ekki 2% eins og ríkisstjórnin hafði áður boðað. Þá hafa stjórnvöld skuldbundið sig til að verðtryggja skattleysismörkin miðað við vísitölu í framtíðinni. Lífeyrisþegar fá hækkun Gengið var frá samkomulaginu seinnipartinn í gær, en í því eru einnig fleiri ákvæði. Til að mynda munu atvinnuleysisbætur taka 15 þúsund króna hækkun og verða eftir næstu mánaðarmót alls ríflega 110 þúsund krónur. Lífeyrisþegum Tryggingastofununar ríkisins verður ennfremur tryggð umrædd 15 þúsund króna hækkun. Því til við- bótar hefur náðst samkomulag um að komið verði í veg fyrir þá miklu skerðingu vaxtabóta sem fjölmörg heimili sáu fram á að verða fyrir. Stjórnvöld höfðu þegar boðað 25% hækkun á barnabótum og það hefur ekki breyst. Hinsvegar verða barna- bætur í framtíðinni greiddar til for- eldra barna allt að 18 ára aldri í stað 16 ára áður. Að lokum verða settar 100 milljónir króna í starfsmennta- sjóð verkafólks. Með samkomulaginu er komið til móts við kröfur verkalýðshreyfingar- innar í öllum málaflokkunum nema einum. Ekki náðist nein sátt um breytingu á eftirlaunafrumvarpinu svokallaða. Friður tryggður 1 samkomulagi milli Samtaka At- vinnulífsins og Alþýðusambands Is- lands sem einnig hefur verið gengið frá er gert ráð fyrir 5,5% launaþró- unartryggingu, miðað við tímabilið júní 2005 - júní 2006. Algengasta al- menna launahækkunin um síðustu áramót var 2,5%, og ef einstaklingur hefur einungis fengið hana og verið í starfi hjá sama vinnuveitanda allan tímann á viðkomandi tilkall til þess að laun hans hækki um 3%. Ennfremur er gerður sérstakur kjarasamningur milli SA og verka- lýðshreyfingarinnar. I honum er ákvæði um svokallaðan „taxtavið- auka“ sem nemur 15 þúsund krónum. Þessi krónutala er viðbót við um- samda taxta kjarasamninga, en ekki einstaklingsbundinn réttur. Giskað hefur verið á að um 40% launa- manna á almenna markaðnum fái hækkun vegna þessara nýju samn- ingsákvæða sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Með samkomulaginu hefur verið tryggt að kjarasamningum verður ekki sagt upp um komandi áramót, og því er ljóst að friður mun ríkja á vinnumarkaði næstu 18 mánuði eða svo. adalbjorn@bladid.net Rogue RO’ FREESTYLE Tyax Comp BB" Frábært fjallahjól fyrir kröfuharða Motomlcro 16” Frábært barnahjól fyrir 4-6 ára FJALLAHJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 5:5 200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. 10-16 ■Mtr UTI m ú\ 1 JA-SKREf BILALAN Finndu bara bílinn sem þig dreymir um og viö sjáum um LÆGRI fjártnögnimina. Reiknaöu lániö þitt a www.frjalsi.is. VEXTIR hringriu i síma 540 5000 eöa sendu okkur linu á frjalsi@frjalsi.is, Viö viljum aö þú komist sem lengsti r FRJÁLSI r JARf ts í INCARBANKINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.