blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaóiö
Segir Björgólf ábyrgan fyrir
óþolandi ástandi innan stjórnar
Stjórnarmaður í fjárfestingarbankanum Straumi Burðarás kveður Björgólf Thor
Björgólfsson hafa hengt bakara fyrir smið. Hart deilt um lögmæti stjórnarfundar.
íla og fyirtækja aila virka daga
blaðið
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Magnús Kristinsson, stjórnarmaður í
Straumi Burðarás fjárfestingabanka,
segir að með því að reka forstjóra fyr-
irtækisins hafi stjórnarformaðurinn,
Björgólfur Thor Björgólfsson, verið
að hengja bakara fyrir smið. Magnús
og Kristinn Björnsson, annar stjórn-
armaður, fóru á fund Fjármálaeftir-
litsins í gær. Að þeirra mati var stjórn-
arfundur á miðvikudagskvöldið,
þar sem forstjóranum Þórði Má
Jóhannessyni var sagt upp störfum,
k'qrænmeti
sérmerkt þér!
Sölu minnispeninga hætt
Árið 1994 gaf Seðlabanki íslands út þrjá
minnispeninga úr silfri með myndum af fyrstu
þremur forsetum íslands í tilefni af 50 ára
afmæli lýðveldisins.
Árið 2000 gaf Seðlabankinn út minnispening
úr gulli í tilefni af 1000 ára kristni á íslandi.
Seðlabankinn hefur ákveðið að hætta sölu
þessara minnispeninga 31. ágúst næstkomandi.
Eftir þann tíma verður óseldum minnis-
peningum eytt.
Nánari upplýsingar um þessa minnispeninga má finna
á vef Seðlabankans (www.sedlabanki.is).
Reykjavík, 23. júní 2006
SEÐALBANKIÍSLANDS
ólöglegur. 1 yfirlýsingu frá Björgólfi
Thor í gær kemur fram að fundurinn
hafi verið haldinn í samræmi við lög,
samþykktir og starfsreglur bankans
og enginn vafi sé um lögmæti fund-
arins eða þeirra ákvarðana sem þar
voru teknar.
Eftirlitsstofnanir skoði máiið
,Við fórum og gerðum Fjármálaeftirlit-
inu grein fyrir okkar sjónarmiðum,"
segir Magnús Kristinsson. Að mati
Magnúsar var ólöglega boðað til
fundarins á miðvikudaginn vegna
þess að Páll Magnússon mætti ekki
heldur tilkynna um nýjan varamann
í sinn stað. Aðspurður um framhald
málsins sagðist Magnús ekki átta
sig á því. „Eftirlitsstofnanir þjóðfé-
lagsins hljóta að takast á við þetta
verkefni núna. Samkeppniseftirlitið
og Fjármálaeftirlitið hljóta að kanna
þetta mál. Kannski er ekkert athuga-
vert við þetta að þeirra mati og þá
fá Björgólfur Thor og hans menn að
vaða þarna uppi.“
Sáttatillagan aldrei samþykkt
{ samtölum við fjölmiðla í gær sagð-
ist Björgólfur Thor hafa lagt fram
sáttatillögu í málinuþess efnis að for-
stjórinn myndi víkja fram y fir næsta
hluthafafund. Björgólfursagði tillög-
una hafa verið samþykkta í stjórn-
inni en að Þórður Már hafi ekki
fallist á þá tilhögun mála. „Það er
bara rangt,“ segir Magnús. „Það var
aldrei borin nein sáttatillaga upp á
fundinum. Það voru þreifingar uppi
um að biðja Þórð um að fara í launa-
laust leyfi. Björgólfur sjálfur óskaði
síðan eftir fundarhléi til þess að
bera það undir Þórð. Það reyndi því
aldrei á að stjórnin tæki afstöðu um
tillöguna.“
Bakari hengdur fyrir smið
Aðspurður um starfslokasamning
Þórðar segir Magnús: „Nú er best að
Björgólfur Thor svari því hvað þetta
kostar hluthafana. Ég hef ekki hug-
mynd um það. Stjórnarformanni
og lögmanni var falið að ganga frá
HORFT FRAM Á VEGINN | Máritanskur maður horfir fram á veginn við hið forna þorp
Ouadane. Gengið verður til kosninga í íslamska lýðveldinu á sunnudag í fyrsta sinn eftir
að herinn tók völdin í landinu í ágúst á síðasta ári.
Falsaöir iPod-spilarar
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði
í vikunni upptækt nokkurt magn fals-
aðra iPod-spilara sem voru á leið til
landsins frá Kína. Sendingin var á leið-
inni til verslunar nokkurrar í Reykja-
vík. I íféttatilkynningu frá Apple IMC
Varist eftirlíkingarl
segir að umbúðir þessarar tilteknu
fölsunar séu varla á nokkurn hátt frá-
brugðnar raunverulegum iPod nano
umbúðum heldur virðist hafa verið
sérstaklega vandað til þeirra þvert á
innihaldið sem í þeim er. „Innihaldið
var svo hins vegar allt annað, óvand-
aður mp3-spilari með kínversku við-
móti,“ segir í tilkynningunni.
Steingrímur Ámason, þróunarstjóri
Apple IMC, segir að þrátt fyrir að
tekist hafi að stöðva þessa sendingu
megi gera ráð fyrir að eitthvað sé af
fölsuðum iPod-spilurum í umferð
hér á landi. „Við viljum því beina því
til kaupenda að kaupa vörur merktar
Apple hjá viðurkenndum söluaðilum
hérlendis sem erlendis.
Gróðrarstöðj
20 stk stjúpur kr. 790
Lobelía kr. 390
2 stk Petuníur kr. 450
Nellikur kr. 390
20% afsláttur
af runnum
Tilboð alla daga
starfslokasamningi við Þórð.“
Magnúsi finnst skjóta skökku við að
reka forstjórann vegna vandamála
innan stjórnar fjárfestingabankans.
„Þá notar hann tækifærið og rekur
forstjórann, í stað þess að reka mig.
Er ekki verið að hengja bakara fyrir
smið þarna? Það hefði einhvern tím-
ann verið sagt um svona gjörning,“
segir Magnús.
Hann segir óhætt að taka undir
með Björgólfi að ástandið í stjórn-
inni hafi verið óþolandi. „Það er
óhætt að taka undir að ákveðnu
marki að ástandið sé búið að vera
óþolandi síðan Björgólfur Thor kom
þarna inn. Maður var svo sem fyrir
löngu búinn að sjá að hann væri
ekki á vetur setjandi," segir Magnús
Kristinsson.
gunnar@bladid.net
Milljarður við
starfslok?
Þórður Már Jóhannesson, fráfar-
andi forstjóri Straums Burðar-
áss, gerði starfssamning tveimur
dögum fyrir samruna Straums
fjárfestingabanka og Burðaráss.
Samkvæmt heimildum Blaðs-
ins gerði Þórður Már samn-
inginn við þáverandi stjórn-
arformann Straums, Magnús
Kristinsson, og gæti hann fært
Þórði allt að einum milljarði
króna í eigin vasa nú þegar
honum hefur verið sagt upp
störfum. Þegar samningurinn
var gerður var ljóst að Þórður
yrði forstjóri í sameinuðu félagi
og héldi launum og réttindum
sínum. Heimildir Blaðsins
herma einnig að stjórnarmenn
í Straumi Burðarás hafi ekki
séð umræddan samning. Samn-
ingurinn mun vera í gildi og er
félaginu skylt að efna hann.
„Ég man ekkert eftir því
hvernig samningar voru gerðir á
sínum tíma,“ segir Magnús Krist-
insson, stjórnarmaður í Straumi
Burðarási og fyrrverandi stjórn-
arformaður I Straumi þegar
hann er spurður út í umræddan
samning.
Stoltur
skattgreiðandi
Jón Ásgeir Jóhannesson sendi
frá sér yfirlýsingu í gær vegna
fréttar Morgunblaðsins þar sem
fullyrt er að áætluð skattalaga-
brot hans nemi 194 milljónum
króna. Þar segir að Jón Ásgeir
hafa fengið endurálagningu
vegna áranna 1998-2003 að upp-
hæð 66 milljóna króna í byrjun
ársins. Sú endurálagning nái til
sömu þátta og þeirra sem hann
var boðaður til skýrslutöku hjá
embætti Ríkislögreglustjóra
með boðunarbréfi sl. þriðjudag.
Segir ennfremur að lögmenn
Jóns telji að umrædd upphæð
verði endurgreidd þegar niður-
staða yfirskattanefndar liggur
fyrir. „Ég greiði alla mína skatta
og gjöld á íslandi og hef ávallt
gert. Ég hef verið meðal stærstu
skattgreiðenda hér á landi og
greiddi á síðasta ári um 98 millj-
ónir I ríkissjóð. Ég skorast ekki
undan þeirri ábyrgð minni og
er stoltur af því að greiða mína
skatta hér á landi og mun áfram
gera,“ segir Jón Ásgeir.