blaðið - 23.06.2006, Page 8

blaðið - 23.06.2006, Page 8
8 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið Þjóðarátak gegn umferðarslysum Þjóðarátak VÍS gegn umferðar- slysum er hafið sjötta árið í röð. í fréttatilkynningu frá VÍS segir að í ár verði sjónum einkum beint að nokkrum meginþáttum sem hver um sig er meðal algengustu orsaka umferðarslysa hér á landi. „Auk hraðaksturs eru það ölvunarakstur, farsímanotkun undir stýri og önnur ökuhegðun sem slævir athygli og einbeitingu í akstri,“ segir í tilkynn- ingunni. Yfirskrift þjóðarátaksins að þessu sinni er: „Tökum heppn- ina úr umferð“ og visar til þess að ekki þýði að treysta á heppni í umferðinni. Vara við erlendum svindlurum Nígerísk stjórnvöld hafa varað við ferðalögum til Bretlands en að mati þeirra stafar ferðalöngum mikil hætta af svindlurum og þjófum. í tilkynningu frá upplýsingamála- ráðuneyti Nígeríu eru ferðamenn varaðir við að ganga með mikið af reiðufé og öðrum verðmætum á sér þegar þeir eru á ferð um London. Sérstaklega er varað við óprúttnum einstaklingum sem gera sér að leik að skvetta tómatsafa yfir föt grun- lausra ferðalanga og bjóðast til að þrífa blettinn en stela svo peningum úr vösum fórnarlambsins. Nígería er eitt spilltasta land heims og nígerískar svikamyllur gegnum tölvuskeyti eru þekktar víða um lönd. Því hefur verið haldið fram að svikamyllur séu næst stærsta uppspretta gjaldeyristekna Nígeríu á eftir olíuútflutningi. Deilt um stefnu gagnvart írak á Bandaríkjaþingi Ólíkar áherslur demókrata og repúblikana í brennidepli í aðdraganda þingkosninganna í nóvem- ber. Þingmenn demókrata vilja hefja brottkvaðningu bandarískra hermanna frá írak á þessu ári. Reuters Hugmyndafræðingar stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart frak. Ef demókratar sigra f þingkosningunum i nóvember aukast líkurnar á breytingum á þeirri stefnu. Eftir Örn Arnarson Baráttan á milli repúblikana og demókrata fyrir þingkosning- arnar í nóvember er að komast á fullt skrið. Meðal þeirra málefna sem eru hvað mest í brennidepli umræðunnar er hvenær eigi að kalla bandaríska herinn frá irak. Rætt var um málið í öldunga- deild þingsins á miðvikudag og endurspegluðu þær umræður hversu ólíkar áherslur flokkanna tveggja eru varðandi framtíð þeirra 127 þúsund bandarískra hermanna sem nú eru staddir í írak. Demókratar vilja að stjórn- völd kalli herliðið heim á þessu ári á meðan flestir repúblikanar telja hættulegt að hefja brottkvaðningu áður en að íraska ríkisstjórnin er í stakk búin til þess að tryggja öryggi í landinu. Stjórnmálaskýr- endur telja að úrslit þingkosning- anna muni ráða miklu um þróun mála í írak og þar af leiðandi hafa áhrif á framkvæmd utanrík- isstefnu Bandaríkjanna á næstu árum. Umræðurnar í öldungadeild- inni snerust um tvö frumvörp sem þingmenn demókrata hafa lagt fram. Báðar tillögur fela í sér að fyrstu bandarísku hermenn- irnir verði kallaðir heim á þessu ári. Annað frumvarpið felur í sér að enginn bandarískur hermaður verði eftir í Irak í júlí á næsta ári en í hinu er ekki kveðið á um hve- nær brottkvaðningu hersins á að ljúka. Ástæðan fyrirþví að demókratar setja fram tvær tillögur er meðal annars sú að þingmenn flokksins gátu ekki komið sér saman um hvort að það ætti að tímasetja hvenær brottkvaðningu hersins myndi ljúka. Ólíklegt er að annað hvort frum- varpið verði samþykkt en stjórn- málaskýrendur segja umræðuna um þau vera til marks um hvernig ástandið í Irak mun móta kosn- ingabaráttuna. Demókratar hyggj- ast notfæra sér vaxandi óvinsældir Íraksstríðsins meðal bandarískra kjósenda til þess að sigra í kosning- unum á meðan repúblikanar nota umræðuna til þess að sýna fram á hversu ósamstæðir andstæðingar þeirra eru og ótrúverðugir þegar kemur að utanríkismálum og ör- yggis- og varnarmálum. Vilja láta umræðuna snúast um Bush I umræðunum á þinginu gagn- rýndu demókratar George Bush, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir skort á stefnu varðandi írak og fyrir að hafa ekki útskýrt fyrir almenningi með hvaða hætti og hvenær hann hyggist byrja að draga herliðið frá landinu. Demó- kratar ganga út frá því vísu að meirihluti Bandaríkjamanna vilji að brottkvaðning hermanna hefjist fljótlega og munu hamra á því málefni fram að kosningum, burt séð frá því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um tillögur þeirra í öldungadeildinni verður. Er þetta liður í þeirri stefnu þing- manna demókrata að láta kosn- ingaumræðuna snúast sem mest um embættisverk George Bush í stað þess að einbeita sér að málefnum heima í héraði í kjör- dæmum þingmanna. Repúblikanar hafa svarað gang- rýni demókrata með því að benda á að yrðu bandarískir hermenn kallaðir frá írak myndi það auka líkurnar á allsherjar borgarastríði í landinu og kæfa þann vísi að lýð- ræðisskipulagi sem plantað hefur verið. Hafa þeir bent á að hryðju- verkasamtök eins og al-Qaeda myndu notfæra sér tómarúmið sem brotthvarf bandaríska herliðs- ins myndi skilja eftir sig með þeim afleiðingum að öryggi Bandaríkj- anna yrði ógnað enn frekar. Spennandi kosningar framundan Kannanir undanfarinna mán- uða hafa gefið vísbendingar um að demókratar muni bera sigur úr býtum í þingkosningunum í nóv- ember. Ovinsældir George Bush, óánægja með ástandið í írak og óánægja vegna hás heimsmark- aðsverðs á olíu hefur styrkt stöðu flokksins á kostnað andstæðinga. Hins vegar hafa þingmenn flokks- ins átt í töluverðum vandræðum með að láta kosningarnar snúast um landsmálin og forsetatíð Ge- orge Bush. Takist þeim það ekki kunna repúblikanar að halda meiri- hluta sínum í fulltrúa- og öldunga- deildinni á næsta kjörtímabili. Þrátt fyrir að of snemmt sé að spá með einhverri vissu um nið- urstöður kosninganna er ljóst að sigur demókrata yrði til að auka líkurnar á stefnubreytingu banda- rískra stjórnvalda varðandi Irak og hvernig hið svokallaða „hryðju- verkastríð“ er háð. orn@bladid.net Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemur á óvart Nícorette níkótínlyf eru fáanleg án lyfseöils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til aö ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiöbeiningum í fylgiseöli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftír þv( hve mikiö er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. I fylgiseölínum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúöarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitiö til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengíö hafa ofnæmi fyrir nikötini eöa öörum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstööuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nícorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaöar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki aö nota Nicorette nikótínlyf nema aó ráöí læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið aö lesa hann síðar. Handhafi markaösleyfis: Pfizer ApS. UmboÖ á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is *Meöan birgöir endast —----------■ ■ .Vasfe w* liiy, “ *■ ÓL(K ÖRLÖG MANNANNA Hrakinn flóttamaður skríður á land eftir að hafa siglt til Kanarí-eyja frá norðurströnd Afríku á heimatilbúnum bát. Á Gran Tarajal ströndinni endurspeglast ólík örlög mannfólksins. Á meðan Vesturlandabúar njóta sólarinnar flykkjast ólöglegir innflytjendur sjóleiðis að ströndinni. Um tíu þúsund ólöglegir innflytjendur frá Afríku hafa komið til Kanarí-eyja þar sem af er ári.Talið er að um þúsund þeirra hafi týnt lífi á leið sinni yfir hafið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.