blaðið

Ulloq

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 14

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 14
blaðiö BB Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. AUKIN SJÁLFSTJÓRN í KATALÓNÍU Katalóníumenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu um liðna helgi ný stöðulög sem skilgreina hvernig sjálfstjórn þeirra skuli háttað innan spænska ríkisins. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar kom ekki á óvart; 74% þátttakenda reyndust hlynnt því að ’sjálf- stæði gagnvart miðstjórnarvaldinu í Madríd yrði enn aukið. Þátttakan í kosningum þessum reyndist hins vegar aðeins tæp 50% sem gerir að verkum að umboðið til breytinga verður lengi dregið í efa. Samkvæmt nýju stöðulögunum munu völd heimastjórnarinnar í Katalóníu á sviði skattheimtu verða aukin. Heimamenn munu nú halda eftir stærra hlutfalli þeirra skatttekna sem til verða í Katalóníu en áður var. Jafnframt mun héraðsstjórnin fá meira um ráðið hvernig þeim fjármunum er ráðstafað. Að auki verður staða katalónskrar tungu enn styrkt í héraðinu og völd á sviði dómsmála verða aukin. Spánn skiptist upp í 17 héruð sem njóta mismikillar sjálfstjórnar. Mest eru völd heimamanna í Katalóníu, Baskalandi og Galisíu á norð- vestur Spáni. Spenna í samskiptum heimastjórna og miðstjórnarvalds- ins í Madríd hefur löngum sett mark sitt á spænsk stjórnmál. Frá því að einræðisstjórn Francisco Francos leið undir lok árið 1975 hefur þró- unin almennt verið í þá átt að auka valdið heima í héraði. Hófsamir þjóð- ernissinnar í Katalóníu hafa nokkrum sinnum komist í oddaaðstöðu í spænskum stjórnmálum og jafnan nýtt sér hana til að knýja fram aukna sjálfstjórn á ýmsum sviðum. Að þessu sinni reyndist fyrirstaðan ekki mikil. José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra minnihlutastjórnar sósíalista, var hlynntur breytingunni. Zapatero telur samkomulagið varðandi Katalóníu mikil- vægt ekki síst sökum þess að hann leitast nú við að skapa samstöðu á Spáni um að ganga, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til viðræðna við pólitíska fulltrúa ETA-hreyfingarinnar sem áratugum saman hefur háð blóðuga baráttu fyrir sjálfstæði Baskalands. í inngangi stöðulaganna nýju er vísað til Katalóníumanna sem „þjóðar“ innan spænska ríkisins. Ýmsir óttast að þjóðernissinnar í öðrum héruðum fái nú byr undir báða vængi og herði sóknina gegn mið- stjórnarvaldinu. Einingu spænska ríkisins kunni að vera ógnað. Hægri menn hafa boðað að stöðulögunum verði vísað til stjórnarskrárdóm- stóls Spánar. Zapatero teflir djarft og víst er að frumkvæði hans á eftir að kalla fram gífurlega harðar deilur á Spáni. Friðarviðræður við ETA-hreyfing- una, sem trúlega hefjast í sumar, myndu reynast sögulegt skref en full- yrða má að pólitísk sátt um þær og enn aukin völd sjálfstjórna mun seint nást á Spáni. Ásgeir Sverrisson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Sfmbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadaíld: 510 3711 Netföng: Wadid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur VEIÐIKORTIÐ 2 vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 23. JÚWÍ 2006 blaöiö ■HÆSTARÉTTí 2H.JAKj.'2t>54 AUöNABLÍK,AUGNAvUKI! fcETTA hKBKfú .KJ) , BÚip Bó ffo 'flKÆflULÍÐUfiA 20? og 3IV UAFÍ WU \ y 'ERrÞ Vísnvm- Vif) H6TI//V1 ^REiÐAf/LEGTÍ^. ^ \ LV/Í flh títl u/lra í / l/ÉRf-P VítNí fiV þVf Jów íjSGEipt HHTi í , 'LEYFjSLEYSí FflRt-P YFiR Loí>#NA MJfl Víttit BjflR.NA£vMi. EÍNHVEICWTÍM/fl ^EiNT ? 5ÍR STtiN/IR | 6UWILWI66M 9* gs 0ý k&ill Fjölmörg skref fram á við - en eitt til baka Enginn dregur í efa nauðsyn þess að sátt ríki á íslenskum vinnumarkaði á næstu mánuðum og misserum. Eftir langvarandi tímabil mikils uppgangs og stöðugrar kaupmáttaraukningar hefur verðbólgan gert vart við sig svo um munar og allir eru sammála um að mikilvægasta verkefnið fram- undan sé að ná henni niður. Að því verki þurfa allir að koma, bæði at- vinnulífið, verkalýðshreyfmgin og stjórnvöld. Augljóst er að átöká vinnu- markaði við þessar aðstæður myndu gera viðfangsefnið illviðráðanlegt og því til mikils að vinna að koma í veg fyrir að slík staða komi upp. Mikilvægt að ná sátt á vinnumarkaði 1 ljósi þessara aðstæðna var afar mikilvægt að Samtök atvinnulífsins skyldu eiga frumkvæði að því að að- ilar vinnumarkaðarins settust niður nú á sumarmánuðum til að semja um breytingar í kjaramálum, með það að markmiði að tryggja áframhaldandi frið á vinnumarkaði. Það er líka ljóst að ríkisstjórnin hefur nálgast við- fangsefni sitt af alvöru og festu þótt auðvitað séu ekki allir á eitt sáttir um þær tillögur sem komið hafa fram af hennar hálfu. Frá upphafi var ljóst að ríkisstjórnin myndi með einhverjum hætti koma að þessum viðræðum, eins og iðulega gerist við gerð kjara- samninga, en athyglisvert er að á undanförnum dögum hefur verka- lýðshreyfingin einkum beint kröfum sínum að henni, ekki síst með kröfum um verulegar skattkerfisbreytingar. Tillögur ríkisstjórnarinnar í þessum efnum liggja nú fýrir. Fallist er á fjölmörg atriði sem aðilar vinnu- markaðarins hafa gert tillögur um en Birgir Ármannsson varðandi skattkerfisbreytingarnar þá var ekki fallist á kröfu verkalýðshreyf- ingarinnar um sérstakt skattþrep fyrir lægri tekjur. Þess í stað setur rík- isstjórnin fram áætlun um hækkun persónufrádráttar og þar með skatt- leysismarka. Verði áform ríkisstjórn- arinnar að veruleika hækka skattleys- ismörkin reyndar enn frekar vegna lækkunar tekjuskattshlutfallsins um i% um næstu áramót, enda ráðast skattleysismörk annars vegar af fjár- hæð persónufrádráttar og hins vegar af hlutfalli tekjuskatts. Vonbrigði varðandi tekjuskattinn Það er hins vegar ekkert gleðiefni að ríkisstjórnin leggi til að almenna tekjuskattslækkunin um áramótin verði aðeins um þetta eina prósent en ekki tvö prósent, eins og ákveðið var með lögum haustið 2004. Sjálfstæðis- flokkurinn lagði mikla áherslu á það í síðustu kosningum að tekjuskattshlut- fallið yrði lækkað í áföngum um 4% á kjörtímabilinu en nái þessi áform fram að ganga verður lækkunin 3%. Hækkun persónufrádráttarins leiðir hins vegar auðvitað líka til þess að skattgreiðslur alls almennings lækka, þótt með öðrum hætti sé. Við sjálfstæðismenn megum auðvitað að mörgu leyti vel við una þegar horft er til skattalækkana und- anfarinna ára. Tekjuskattshlutfall hefur verið lækkað umtalsvert, eign- arskattur og sérstakur tekjuskattur afnuminn, erfðafjárskattur lækkaður og samræmdur og fleiri breytingar gerðar til hagsbóta fyrir skattgreið- endur. Það er kannski einmitt þess vegna sem það veldur vonbrigðum nú að ríkisstjórnin telji nauðsynlegt í þessum viðræðum við aðila vinnu- markaðarins að hverfa frá hluta tekju- skattslækkunarinnar. Lækkun skatt- hlutfalla er langtímaaðgerð í þeim tilgangi að minnka þann hlut sem ríkið tekur til sín af sjálfsaflafé fólks. Sú tillaga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt varðandi tekjuskattinn leiðir til þess að okkur mun eitthvað seinka á þeirri leið. Við höfum stigið mörg skref ffam á við í þessum efnum á kjörtímabilinu - en förum nú eitt til baka. Höfundur er þingmaður Sjálfstaeðisflokksins f Reykjavík. Klippt & skorið Pegar símaskráin á Netinu er skoðuð kemur oft ýmislegt forvitnilegt í Ijós. Klippari rak augun í það á dögunum að tveir Vestmannaeyingar sem halda heimili á tveimur stöðum, í Eyjum og á meginlandinu, leika tveimur skjöldum ef svo má segja. Árni Johnsen er titlaður blaðamaður í Reykjavík en í Eyjum er hann ennþá alþingismaður þrátt fyrir að hafa látið af þeim störfum fyrir nokkrum árum. Annar Eyja- maður, Magnús Krístinsson, sem nú tekst á við Björgólf Thor um völdin í Straumi-Burðarás er titlaður framkvæmdastjóri ( Reykjavík en í Eyjum er hann skráður útgerðarmaður. Sú hefð hefur verið við lýði árum saman að borgarstjóri Reykjavíkur opni fyrir veiði í Elliðaánum og hlotnaðist Vil- hjálmi Þ.Vilhjálmssynisá heiðurívikunni. Vel bar í veiði hjá „gamla góða Villa" sem setti í tvo laxa, en landaði reyndar aðeins öðrum þeirra. Sá sem slapp náði að slíta línu veiði- mannsins og komast undan á æsi- legum flótta. Klippari man ekki betur en að Villi, eins og sönnum veiðimanni sæmir, hafi talað um það, þegar veiðidagur var að kvöldi kominn, að þó laxinn sem kom á land hafi verið vænn, hafi sá sem slapp verið enn vænni. Á heimasíðu Stangaveiöifélags Reykjavíkur er hins vegar sagt frá því að borgarstjórinn hafi þennan dag lent í miklu ævintýri, því þegar litið var upp í kjaft laxins sem á land kom, hafi mátt sjá maðkaön- gul sem var nokkuð kunnuglegur. Þar hafi verið kominn aftur laxinn sem Vilhjálmur missti fyrr umdaginn. Eins og Klippari sagði frá á dögunum hefur Björn Ingi Hrafnsson verið ósáttur við að fá ekki skrifstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur, heldur þurfa að deila skrifstofu- Ij -=* húsnæðimeð„óbreyttum"borgar- L A fulltrúum í húsnæði borgarinnar i Tryggvagötu. Það hefur hins vegar breyst og fær kappinn nú kontór ekki langt frá Vilhjálmi Þ. í sjálfu ráðhúsinu. Ekkert skrifstofurými var hins vegar laust fyrir Björn Inga og því hefur mannréttindafulltníi borgarinnar, sem og starfs- maður jafnréttisnefndar, verið flutt til, og fá nú að hírast saman á skrifstofu við þriðja mann. adalbjorn@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.