blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 15
blaðið FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006
FERÐALÖG I 15
Fjölskyldan ílakkar um
landið og fer í lautarferð
Hjá Máli og menningu er komin út Ferðahand-
bókfjölskyldunnar eftir Bjarnheiði Hallsdóttur
og Tómas Guðmundsson.
Undanfarin ár hafa fs-
lendingar byrjað að ferð-
ast meira um landið en
eftir að auðveldara varð
að komast til sólarlanda,
minnkaði þetta um ára-
bil. Nú má segja að það
hafi orðið vakning í inn-
anlandsferðum landans
og því getur ferðahand-
bók fyrir fjölskylduna
verið einkar gagnleg.
Allir sem hafa ferð-
ast með börn og ung-
linga vita að það gilda
önnur lögmál um ferðalög með ung-
mennum en fullorðnum. Það þarf að
skipuleggja ferðalagið sjálft nokkuð
vel, áfangastaði og nestisstopp og
nauðsynlegt er að gera ráð fyrir alls
kyns óvæntum uppákomum. Ferða-
handbók fjölskyldunnar mun vera
samin með þetta í huga.
Höfundar Ferðahandbókar fjöl-
skyldunnar, þau Bjarnheiður Halls-
dóttir og Tómas Guðmundsson, hafa
samanlagt unnið í áratugi við ferða-
þjónustu á fslandi, meðal annars við
að skipuleggja ferðir um landið fyrir
útlendinga. Þessi reynsla nýttist þeim
vel við vinnslu bókarinnar, ekki síður
en að ferðast með fjölskyldu sína. Þau
iögðu iand undir fót með það í huga að
velja áhugaverða og fjölskylduvæna
staði þar sem börn gætu unað sér í
guðsgrænni náttúrunni og ákváðu
jafnframt að það mætti ekki kosta
neitt að upplifa þessa staði. Markmið
þeirra er að fá fólk til að skoða, upp-
íifa og njóta - og slaka á.
Staðirnir sem urðu fyrir valinu
eru flokkaðir eftir landshlutum
og farið réttsælis í kringum landið,
byrjað á Akranesi og endað á suð-
vesturhorninu. Umfjölluninni
er skipt í nokkra efnisflokka:
• fyrir börnin þar sem sérstak-
lega er hugað að áhugasviðum
yngstu ferðalanganna
• áhugaverður staður sem getur
verið í grenndinni eða nokkuð
frá aðalstaðnum
• gönguleið þar sem bent er á mis-
erfiðar en skemmtilegar leiðir
• söguhornið sem inniheldur
sögulegan fróðleik
• molar og forvitnilegt efni sem
fjalla ýmist um dýr og plöntur
eða annað áhugavert sem teng-
ist svæðinu.
Ferðalög innanlands
færast í aukana
Tók langan tíma að und-
irbúa bókina?
„Frá því að hug-
myndin fæddist og þar
til bókin fór f prentun
liðu tvö ár en að sjálf-
sögðu vorum við bæði
búin að vinna mjög
lengi við ferðamál og
vorum því ekki að
byrja á núlli. Bæði búin
að ferðast mikið og spá
mikið í landinu," segir Bjarnheiður.
Er það enn algengt að íslenskar fjöl-
skyldur leggist íferðalög um landið?
„Þetta var algengt í gamla daga, eða
svona fram til ársins 1980 en þá fór
það að færast í aukana að fólk ferðað-
ist til útlanda. Þegar sú bylgja reið yfir
má segja að fólk hafi mikið til hætt að
ferðast um landið. Öllu sumarfríinu,
kannski þremur til fjórum vikum
var kannski eytt á Mallorca. En á und-
anförnum fimm til sex árum hefur
þetta breyst. Reyndar eru ferðalögin
með öðru sniði núna. Fólk er komið
á flottari bíla og ferðast með fellihýsi
eða gistir í vel útbúnum sumarbú-
stöðum. Það má til dæmis merkja
aukin ferðalög um landið á sölu felli-
hýsa sem hefur verið gífurlega mikil
undanfarin ár hér á landi.
Þar af leiðandi teljum við að þessi
bók eigi vel erindi til fólks i dag þar
sem hún getur gert ferðalagið inni-
haldsrfkara og skemmtilegra. Fólk
fær vitneskju um hvar er gaman að
stoppa og eiga góða stund í náttúr-
unni í stað þess að keyra beinustu leið
á milli þéttbýla og gera hlé í þremur
sjoppum en okkur hættir jú oft til
þess eða vera bara á tjaldstæðinu.
I bókinni er ekkert minnst á neinar
þjónustumiðstöðvar heldur eru þetta
bara staðir í náttúrunni sem við
mælum með að sé stoppað við. Við
bendum á góða lautarferðastaði og
mælum með söfnum og sundlaugum
sem okkur finnast sérstaklega
skemmtilegar fyrir börn. Við reynum
sem sagt að nálgast þetta viðfangsefni
frá öðru sjónarhorni en hefur áður
verið gert,“ segir Bjarnheiður Halls-
dóttir að lokum.
margret@bladid. net
Bjarnheiður Hallsdóttir hefur i árabil unnið við ferðaþjónustu. Nú hefur hún, ásamt
manni sínum Tómasi Guðmundssyni, gefið út sérstaka ferðahandbók fyrir fjölskylduna.