blaðið - 23.06.2006, Síða 20
20 I HEIMSPEKI
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöÍA
Hrósa happi yíir góðum kaupum
Spurtiing dagsins í dag er hvort skortir á siðrœna hugsun í neyslunni semfer stigvaxandi frá ári til árs?
Ný dönsk heimildamynd um
indverskan vefnaðariðnað hefur
komið löngu tímabærri umræðu
af stað sem krefur vestræna
neytendur um að velta fyrir sér
siðferðilegri ábyrgð sinni.
Heimildamynd Tom Heineman
hefur vakið mikið umtal í Dan-
mörku og umræðan borist hingað
til Islands. Mynd Heineman fjallar
um indverskan vefnaðariðnað í af-
mörkuðu héraði og í henni kemur
fram að börn séu látin vinna við
ómannúðlegar og heilsuspillandi
aðstæður. f myndinni er því enn-
fremur haldið fram að dönsk fyrir-
tæki, sem og önnur, loki augunum
gagnvart þessari þrælkun. Þetta
hefur meðal annars orðið til þess að
Rúmfatalagerinn hér á landi hefur
tekið handklæði úr hillum sínum til
að undirstrika að fyrirtækið styðji
ekki við barnaþrælkun. Á þriðju-
daginn í þessari viku mætti síðan
Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri íslandsdeildar Amnesty Inter-
national, í Kastljósið til þess að ræða
þetta mál og tengd málefni.
Allir vita
Eins og Kristján Kristjánsson frétta-
maður kom inn á í viðtalinu við Jó-
hönnu þá eru þetta ekki nýjar fréttir.
Það vita allir að barnaþrælkun
er iðkuð víða án þess að ráðist sé
markvisst gegn henni. Spurningin
er frekar þessi: Af hverju fer barna-
þrælkun fram fyrir augunum á
öllum án þess að nokkuð sé gert í
því? Svo virðist að samræmdar að-
gerðir gegn barnaþrælkun hafi lítið
gert til að sporna við vandamálinu.
A svipaðan hátt má segja að aðgerðir
til að stöðva útbreiðslu fíkniefna og
koma í veg fyrir skipulagt vændi
hafi einnig borið takmarkaðan ár-
angur. Ein veigamikil ástæða fyrir
því hlýtur að vera sú að það er ein-
faldlega eftirspurn. Á meðan ein-
staklingar sækjast eftir því að kaupa
sér vændi, kaupa sér fíkniefni og
kaupa sér hræódýr handklæði, þá
mun þeirri eftirspurn verða svarað.
Á þetta benti Jóhanna í viðtalinu
í Kastljósinu þegar Kristján spurði
hvort að það sem kæmi fram í mynd
Tom Heineman væri ekki á allra vi-
torði. Jóhanna benti á að umræðan
meðal íslenskra neytenda snerist
helst um vöruverð. í máli hennar
kom einnig fram að meðvitund
um umhverfisáhrif og mannrétt-
indaáhrif væri öflugri víða annars
staðar. Jóhanna hélt áfram og kom
sennilega að kjarna vandans þegar
hún sagði að fyrirtæki tækju ábend-
ingar um misnotkun í öllum skiln-
ingi mjög alvarlega. Það er langt frá
því að vera algild regla en því miður
er það svo að fyrirtæki ganga eins
langt og þau mögulega geta til að
halda kostnaði niðri og hámarka
þess í stað gróða.
„Frjálst flæði"
Þetta hefur í raun verið einn angi
umræðu um hnattvæðingu, um-
ræðu sem tengist hugmyndum um
„frjálst“ flæði hugmynda, fjármagns
og síðast en ekki síst vinnuafls.
Hnattvæðingin hefur vissulega haft
góð áhrif á samvinnu einstaklinga
og stofnana á ýmsum sviðum. Það
sem vill þó stundum gleymast er
það að hnattvæðingin er oftar en
ekki sniðin að þörfum ríkari þjóða.
Félagsfræðingurinn Zygmunt Bau-
man er einn þeirra sem hefur fjallað
ítarlega um hnattvæðingu og áhrif
hennar á heimsvísu. Bauman er
langt frá því að vera jákvæður i garð
Lengi hefur sú vitneskja legið fyrir að barnaþrælkun fari fram víða um heim og sé vaxandi vandamál sem taka verður á.
hnattvæðingar og með ákveðinni
sanngirni mætti vísast halda því
fram að hann geri of mikið úr nei-
kvæðum áhrifum hennar og of lítið
úr jákvæðum eiginleikum.
Neytendur bera ábyrgð
Ein stoð í umfjöllun Bauman er
hugmyndin um hnattvædd fyrir-
tæki gagnvart staðbundnum vanda-
LAMISIL
málum. Stórfyrirtæki hasla sér völl
á þeim landsvæðum þar sem skatta-
umhverfi er hagstætt og vinnuafl
ódýrt. Ríkisstjórnir reyna að þókn-
ast kröfum stórfyrirtækja því af
öðrum kosti hóta þau oft að flytja
starfsemina annað. Það er auðvelt
fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að flytja
starfsemina annað í frjálsu flæði hug-
mynda og auðmagns. Þegar kemur
að vinnuafli og staðháttum þá blasir
málið öðruvísi við. Fyrirtæki geta
lagt margt af mörkum til samfélaga,
og gera það mörg hver, en þegar þau
rífa sig upp án ábyrgðar getur mynd-
ast gap sem erfitt er að fylla í fátæk-
ari þjóðfélögum.
f krafti frelsis og fjárhagslegrar
hagræðingar geta fyrirtæki þannig
„kúgað“ ríkisstjórnir og samfélög
einstaklinga til að fylgja kröfum
sínum. Þetta er ekki algild regla en
það er ekki hægt að líta framhjá
þessu heldur. Vinnuafl í fátækari
löndum á þá ekki endilega auðvelt
með að stökkva frá heimahögunum
til þess að fylgja vinnunni. Ástæðan
fyrir því að þau alþjóðlegu störf sem
í boði eru krefjast venjulega góðrar
menntunar og félagslegs öryggis-
nets sem flestir í fátækari löndum
hafa ekki aðgang að.
Punkturinn hjá Bauman er sá
að fyrirtæki hafi samfélagslegum
skyldum að gegna sem þau bregðast
oft. Fyrirtæki bera ábyrgð.
Það er þó ekki allt og sumt eins
og umfjöllun um mynd Tom Hei-
neman hefur sýnt fram á. Fyrirtæki
og einstaklingar bregðast við neyslu
og útvega það sem neytendur kalla
eftir. Það er ekki hægt að stara á íoo
króna handklæði og hrósa happi
yfir góðum kaupum. Neytendur
bera ábyrgð og hana ekki litla.
jon@bladid.net
TERBINAFINE
...einu sinm a dag i
Það er engin ástæða til að láta sér liða illa
á besta tima ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
^Lyf&heilsa
Við hlustum!
Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áöur en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta
húð þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi
(fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að
nota gegn sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða
öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.
ÆRRI VERSLUN
MEIRA ÚRVAL
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
565-5970
www.sjonarholl.is