blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 32
32 I MEWNING FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið Málverk Gustavs Klimt af Adele Bloch-Bauer seldist dýrum dómum á dögunum Metverð íyrir málverk Glatkistan Jón Þór Pétursson Er mín sárt saknað? Á dögunum seldist verkið „Adele Bloch-Bauer 1“ eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fyrir 135 milljónir dollara. Talið er að þetta sé hæsta verð sem nokkru sinni hafi verið greitt fyrir málverk og velti Klimt við þetta Picasso úr sessi en hingað til var talið að hann hefði málað það verk sem greitt hefði verið mest fyrir. Það mun vera „Boy With a Pipe“ sem Picasso málaði á bláa tímabili sínu árið 1924. Pilturinn með pípuna í munnvikinu seldist fyrir 104,1 milljón dollara á upp- boði hjá Sotheby's árið 2004 og þótti mörgum nóg um. Það var milljarðamæringurinn Ronald S. Lauder sem greiddi hið háa verð fyrir „Adele Bloch-Bauer 1“ eftir Klimt og afhenti það Neue galleríinu í New York sem hann átti þátt í að stofna, en safnið sérhæfir sig í þýskri og austurrískri myndlist. .Þetta er okkar Mona Lísa,“ sagði Lau- der þegar hann handsalaði kaupin kátur í bragði. Hann hefur í gegnum tíðina lagt mikið fé til þess að halda austurrískri og þýskri menningu á lofti og sér ekki fyrir endann á þeim fjárútlátum. Lauder er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur og er hann iðulega ofarlega á þeim listum sem birtir eru yfir efnuðustu menn veraldar. Ast í meinum? Ferdinand Bloch-Bauer var i sinni tíð athafnamaður í Vín sem naut mik- illar velgengni í viðskiptum. Hann var mikill áhugamaður um listir og safnaði málverkum af miklum móð. Ferdinand þessi fékk Gustav Klimt til þess að mála nokkrar myndir af sinni fögru eiginkonu Adele. Klimt gerði verkið af mikilli vandvirkni og hafa myndirnar heillað listunn- endur alla tíð síðan. Það tók Klimt þrjú ár að fullgera Adele Bloch- Bauer I. Verkið sýnir Adele með dul- arfullt, starandi augnaráð. Varirnar eru hárauðar og nautnalegir og hún krossleggur hendur nærri andlit- inu til að undirstrika afskræmdan fingur sinn. Klimt notaði gull í bak- grunninn og kjól Adele sem óneit- anlega setur heillandi blæ á verkið. Margir listfræðingar og söguritarar hafa haldið því fram að Klimt og Ad- ele hafi verið elskendur og að verkið sýni þann einlæga hug sem Klimt bar til konunnar fögru. Adeleendurheimt Árum saman var málverkið „Adele Bloch-Bauer 1“ bitbein austurrísku ríkisstjórnarinnar og afkomanda Bloch-Bauer hjónanna, Maríu Alt- mann, sem hélt því fram að hún væri réttmætur eigandi verksins þar sem nasistar hefðu sölsað það undir sig í síðari heimsstyrjöldinni ásamt fjórum öðrum verkum eftir Klimt. í janúar á þessu ári var sú staðreynd viðurkennd og María varð eigandi allra myndanna fimm. María Alt- mann er háöldruð og býr í Los Angles ásamt fjölskyldu sinni. Hún er bróðurdóttir Ferdinands Bloch- Bauer og flúði ásamt manni sínum Fritz Altmann til Bandaríkjanna árið 1942. María kveðst í viðtali við The New York Times hafa hitt auðjöfurinn Richard S. Lauder fyrir nokkrum árum og þá hafi hún heimsótt Neue Gallerí þegar það opnaði í nóvember 2001. „Lauder hefur djúpan skiln- ing á austurrískri menningu og hann ann svo sannarlega listsköpun Gustavs Klimts,“ sagði María. Hún bætti við að hvorki hún né ættingjar hennar hefðu talið það fyrir bestu að fjölskyldan sæti lengur á málverk- inu fræga sem sýnir hina fögru Ad- ele sem lést þegar María var aðeins níu ára gömul. María segist geyma með sér nokkrar minningar um Ad- ele. „Ég sá hana aldrei brosa,“ rifjar María upp í viðtalinu við The New York Times. „Hún var alltaf ákaf- lega alvarleg, klæddist oftast hvítum, víðum kjólum og var alltaf með gyllt sígarettumunnstykki milli fingr- anna. Hún hefði viljað vera uppi í dag og njóta alls þess sem konur geta notið en gátu ekki þá. Adele hefði farið í háskóla og reynt að hafa áhrif á samfélag sitt með því að taka þátt í stjórnmálum," sagði María og bætti við að Adele hefði allt sitt líf safnað í kringum sig menningarvitum og menntamönnum og verið dugleg að halda þeim glæsilegar veislur á heimili þeirra hjóna. Mjög kært var með Adele og Richard Strauss og var hann tíður gestur í veislum hennar. Altmann hjónin eru mjög þakklát Richard S. Lauder og segja þau hann hafa átt sinn þátt í því að fjölskyldan endurheimti málverkin af austur- ríska ríkinu. María er afar ánægð með að Adele sé nú loksins komin á öruggan stað á safninu í New York og segist ekki geta hugsað sér betri stað fyrir verkið fagra. Mappa Glær plastmappa með þýskum ættfræðiskjölum týndist á mánu- daginn var. Hún týndist einhvers staðar á leiðinni frá Bernhöftsbak- aríi að Skólavörðustíg 3. Eigandi hennar saknar möppunnar sárt stendur í tilkynningu. Skjöl um ættingja, hold og blóð, staðfesting á uppruna sínum. Að mæta á ættarmót vegna ein- hverrar nánast dulrænnar skyldu. „Mikið er hann orðinn stór!“, segir frænka og brosir. Maður brosir á móti því ekki vill maður gefa til kynna slæmt uppeldi, allavega ekki fyrir framan ættingjana. „Manstu eftir Sísí?“, spyr amma. „Nei“, segi ég. „Hún er föðursystir afa þíns“, útskýrir amma og ég hlýt að anda léttar. Ég er ekki rót- laus, ég er óslitinn þráður. Ég er getinn af konu og karli sem voru getin og svo framvegis. Ég er kom- inn af, ég er frá. Að því sem ég best veit á ég enga þýska ættingja en af einhverjum ástæðum er ég forvitinn um þessa möppu. Hringur Giftingarhringur með áletrunni „Þinn Ragnar" hefur fundist. Sú sem saknar hans getur haft sam- band stendur í tilkynningu „Þinn Ragnar“, hugsa ég. Ég var einu sinni að vinna með manni sem heitir Ragnar. Hann hefur legið á milli heims og helju. Sú sem saknaði hans beið örvænt- ingarfull. Kannski þurfti hún að fórna hringnum í stað mannsins. Kannski stóð hún á krossgötum og samdi við púka sem vildi bara eitt í staðinn. Þetta þarf ekki að vera sá Ragnar. Það getur verið að sú sem saknar hans sakni hans hreinlega ekki. Kannski er ástæða fyrir því að hringurinn er þarna en ekki á fingri þeirrar sem saknar hans. Kannski saknar hún eingöngu hringsins en ekki Ragnars. Leðurjakki Drapplitaður kvenleðurjakki týnd- ist í maí. Samkvæmt tilkynningu týndist hann sennilega í 108 Reykja- vík. BMX-hjólinu minu var stolið í mai árið 1989 í 200 Kópavogi. Ég er ekki viss um að þarna séu tengsl á milli. Ég er þó með mína eigin tilkynningu: Ef einhver sér heldri mann í drapplituðum kvenl- eðurjakka á BMX-furbo hjóli er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að íhuga hversu oft maður verður vitni að furðulegum tilvilj- unum, tilviljunum sem virðast vera án samhengis, stiklur í hug- anum. Hugsunin rennur saman og hefur áhrif á farveginn þangað til stórfljót liðast áfram. Hugrenningakvísl glataðist seinna hluta árs 2003. Hún rann saman við stórfljót og út í sjó. Sá sem kemur auga á kvíslina er vin- samlegast beðinn um hafa hugfast að hún snýr ekki aftur. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 2 6 8 5 4 9 3 7 1 3 7 1 6 8 2 5 9 4 4 9 5 7 1 3 6 8 2 6 1 3 8 9 4 7 2 5 7 4 9 2 5 1 8 6 3 8 5 2 3 7 6 4 1 9 9 8 7 1 3 5 2 4 6 5 2 4 9 6 7 1 3 8 1 3 6 4 2 8 9 5 7 Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt i reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 8 2 7 1 9 5 4 3 6 5 4 8 2 1 7 3 5 4 9 4 6 1 1 4 8 2 7 2 9 5 2 3 Gustav Klimt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.