blaðið - 23.06.2006, Page 38
38 IFÓLK
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið
NÖLDUR UM
NÖLDUR
Smáborgarinn ætiarað breyta út af van-
anum í dag og reyna að skrifa jákvæð-
an og uppbyggilegan pistil. Þegar hann
sat úti á svölum í veðurbliðunni í gær-
morgun og hlustaði á söng fuglanna í
trjánum fannst honum sem hann gæti
ekki fengið af sér að skrifa enn einn
umkvörtunar- og nöldurpistilinn. Slíkt
bæri vott um vanþakklæti og óvirðingu
við almættið.
Þar að auki er Smáborgarinn lítill
nöldrari að eðlisfari og veit margt
skemmtilegra en að kvarta og kveina
yfir ómerkilegustu smámunum. Það
sama verður ekki sagt um marga sam-
landa hans. fslendingar eru nefnilega
óttalegir nöldrarar að eðlisfari og
virðast finna að öllum mögulegum og
ómögulegum hlutum. Slíkt og þvílíkt
fer illa í fínustu taugar Smáborgarans
sem hefur með tíð og tíma lært að
brynja sig gegn nöldri og neikvæðni
samborgarasinna.
Nöldrað út af smámunum
Nú ber ekki að skilja Smáborgarann svo
að honum sé á móti skapi að fólk láti
skoðun sína í Ijósi og tjái sig um það
sem máli skipti. Það er hann svo sann-
arlega ekki. Þvert á móti lítur hann
mjög upp til fólks sem vekur athygli á
meinsemdum samfélagsins eða heims-
byggðarinnar og leggur sitt af mörkum
til að uppræta þær.
Vandamálið við fslendinga er að
þeir nöldra aðallega yfir ómerkileg-
um og hversdagslegum smámunum
sem skipta litlu máli svo sem útliti og
klæðaburði nágrannanna, sjónvarps-
dagskránni eða leiðarkerfi strætisvagn-
anna. Einnig eru þeir óvenjugjarnir á
að kvarta og kveina yfir því sem þeir fá
engu ráðið um eins og veðurfarinu eða
umferðinni.
Þegar kemur að raunverulegum
vandamálum eins og loftslagsbreyting-
um, mannréttindabrotum og styrjöld-
um í hinum stóra heimi kæra Islending-
ar sig kollótta og sjá enga ástæðu til að
æmta eða skræmta.
Ekki reyna þeir nöldrarar sem Smá-
borgarinn þekkir heldur að bæta úr
þeim vanda sem þeim verður svo tíð-
rætt um eða reyna að bæta ástandið
á einhvern hátt. Þeir láta sér aðeins
nægja að nöldra. Síðan eiga alltaf ein-
hverjir aðrir að leysa vandamálið.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri.
Ertu búinn að borða laxinn?
„Nei ég er ekki búinn að borða hann. Ég ætla að borða hann í kvöld.
Ég veiddi reyndar annan lax í Elliðaánum að kvöldi sama dags sem var
fimm pund. Þegar ég var að taka úr honum öngulinn þá voru í honum
tveir önglar. Ég missti einmitt tvo fyrr um daginn og mér finnst mjög
líklegt að um einn og sama laxinn hafi verið að ræða. Ég lét grafa helm-
inginn af honum og hinn helmingurinn fór í reykingu þannig að hann
verður ekki borðaður strax.“
Borgarstjóri var fyrstur manna til aö renna fyrir laxi í Elliðaánum á þessu veiðisumri eins og heföin gerir ráð fyrir.
Alþjóðlegt írísbígolfmót
Frisbígolf er ný almenningsíþrótt sem hefur verið að skjóta rótum hér á landi. Leikurinn fer þannig fram að leikið er á sérhönnuðum
völlum þar sem takmarkið er að kasta frisbídiskum í sérstakar körfur í sem fæstum köstum. Um helgina verður alþjóðlegt mót, lce-
landair Open, haldið á vellinum í Gufunesi en 25 erlendir keppendur eru skráðir en margir þeirra eru í fremstu röð í Evrópu. Þar má
nefna Bretann Derek Robins en hann keppti hér líka síðasta haust og Svíann Christian Sandstöm sem á heimsmetið í lengsta kasti með
frisbídisk, 250 metra. Mótið hefst á miðnætti aðfararnótt laugardags og verður keppt alla helgina. Ahorfendur eru velkomnir.
HEYRST HEFUR...
Guðmundur Magni Ásgeirs-
son eða Magni eins og
hann er kallaður er kominn
inn í raunveru-
leikaþáttinn
Rockstar: Sup-
ernova. Magni
hefur hingað til
verið söngvari
hljómsveitarinn-
ar Á móti sól
og mun vera afar liðtækur á
því sviði. Samkvæmt heimild-
um er hann að velta fyrir sér
að breyta um sviðsnafn eins
og sannri rokkstjörnu sæmir.
Ekki er vitað hvert nafnið verð-
ur en fleygt hefur verið fram
að það verði harðkjarnanafnið
Magnum.
Fyrirsagnir á íslenskum
fréttum geta verið með
hinu skrautlegasta móti. Ferskt
er í minni þegar DV sagði frá
rimmu prinsessunar Leoncie
viðútvarps-
stjóra en
fyrirsögn-
in var. „Le-
oncie reið
Markúsi,“
sem má svo sannarlega mis-
skilja. Hitt er þó að á hinum
stórgóða vef vf.is má finna
fyrirsögn sem á að lýsa um-
ferðaróhappi en hæglega má
misskilja. Fyrirsögnin er: „Sex
á hraðferð og einn þurfti drátt
eftir umferðaróhapp,“ og skilji
hver sem.yill.
Víkingahátíðin í Hafnarfirði
er alltaf stór og skemmti-
legur viðburður þar sem gefin
erinnsýníheim
víkinga. Hátíð-
in er þó ekki
bara skylming-
ar og drykkja
að hætti vík-
inga því fregnir
herma að par ætli að gifta sig
að heiðnum sig. Hins vegar
mun það vera á dagskrá að
skíra barn einnig á hátíðinni.
Ekki er vitað hvað barnið mun
heita eða hverjir eru foreldrar
en heyrst hefur að skylminga-
félagið Rimmugýgur bafi lagt
hart að foreldrunum að nefna
barnið í höfuðið á félaginu.
valur@bladid. net
Johnny Depp eða
Orlando Bloom?
Þær
geta nú verið
skemmtilegar
klemmurnar
semstórstjörn-
urnar þurfa
að glíma
við. Litla
breska
leikkon-
an hún
Keira Knightley stendur frammi fyr-
ir því þessa dagana að þurfa að gefa
svar við spurningunni: Hvor kyssir
betur, Johnny Depp eða Orlando
Bloom? Svo virðist sem Depp gamli
hafi haft vinninginn því stúlkan seg-
ir í viðtali við InStyle tímaritið að
gamli maðurinn hafi alls ekki verið
slæmur. Orlando gæti orðið miður
sín þegar hann fréttir af þessu því
sjálfur hefur hann ekki farið leynt
með einkunnar-
gjöfsinaáframmi-
stöðu Knightley.
„Hún kyssir frá-
bærlega vel og er
yfirhöfuð yndisleg
og fyndin manneskja.
Hún er gersamlega
frábær,“ lét kappinn
hafa við sér í viðtali
við annað tímarit.
Lwus Sr Lwus
eftir Jim Unger
8-30
O Jlm Unger/dist. by Unlled Medla, 2001
Jófríður, viltu stökkva út og ná í skóinn hans.