blaðið

Ulloq

blaðið - 24.06.2006, Qupperneq 16

blaðið - 24.06.2006, Qupperneq 16
16 I VERÖLDIN LAUGADAGUR 24. JÚNl 2006 blaöiö Yfir fjöll og firnindi „Af hverju þurftu þeir að eyðileggja svona mikið, byggja öll þessi hús, sem eru bara til niðurrifs í dag? Podgornica, höfuðborg Svartfjallalands, virðist vera eitt af þessum slys- um, en við áttum að vísu bara stuttan stans þar." „Þegar við komum loksins aftur niður á jörðina, tók við magnþrungið gil, sem engan enda ætlaði að taka. Það heitir Tara Canyon og minnti mig á Gran Canyon í Arizona, sem er eitthvert ótrúlegasta sköpunarverk guðanna, sem hugsast getur." Eins og ég sagði ykkur um daginn, þá gátum við ekki ekið sömu leið til baka frá Kosova norður eftir, þar sem Serbar gera alla afturreka, sem hafa komið við i Kosova án þeirra leyfis! Við höfðum farið inn bakdyramegin, ef svo má kalla, i gegnum Skopje í Makedóníu. Svo að nú áttum við ekki annarra kosta völ en að fara yfir Svörtu fjöllin og niður að ströndinni vestan megin og aka þá leið norður eftir, í gegnum Bosní, Króatíu og Slóveníu. „Taktu hár úr hala mínum. Leggðu það á jörðina. Ég mæli um og legg svo á, að það verði að svo stóru fjalli, að enginn komist yfir það nema fugl- inn fljúgandi.“ Hvaðan í ósköpunum skyldi höfundi Búkollusögu hafa komið þessi hugmynd um „fjöllin stór“? Jafnvel Hvannadalshnjúkur er eins og smáhóll samanborið við þau himinháu, ógnvekjandi fjöll, sem nú risu upp úr jörðinni framundan eins og svartur veggur, sem jafnvel fuglinn fljúgandi kæmist ekki yfir. Lægstu skörð eru i um þrjú þúsund metra hæð, var okkur sagt. Við höfðum lagt af stað snemma morguns eftir marga kossa og faðmlög og saknaðarorð og stefndum að því að ná til strandarinnar fyrir náttmyrkur. Þetta var síðasta dag nóvembermán- aðar og allra veðra von. Okkur var líka sagt að færðin væri slarkfær, en Hklega hefði snjóað um helgina, svo að það kæmi sér kannski vel að vera með íslensk harðkornadekk undir bílnum. Ég ók. Það er bara gamall vani - ég ek alltaf. Sé betur í náttmyrkri! Harðkornadekk á hálkublettum Ég held núna, svona eftir á, að við megum þakka forsjóninni fyrir að hafa sloppið lifandi úr þessum háska- akstri upp um reginfjöll í kafaldi og úrkomu. Orðið fífldirfska á kannski betur við um okkur, því að við vorum of vitlaus til að átta okkur á hættunni. Það hafði auðvitað snjóað heilmikið um helgina. Og það var enn að snjóa, og stundum lá við, að annað okkar yrði að fara út og ganga á undan bílnum til að halda honum á veginum. Það mátti ekki muna hársbreidd, að við rynnum út af, því að víða leyndust hálkublettir, sem engin leið var að sjá fyrir. Og að minnsta kosti á einum stað vantaði nú bara hreinlega slatta úr veginum, sem hafði hrunið niður þessa þrjú þúsund metra, og ég sá fyrir mér, hvernig við og bíllinn mundum á þessari löngu vegalengd leysast upp í frumeindir okkar og falla til jarðar eins og rykkorn á malbikinu. En mér tókst að krækja fyrir gatið og halda ró minni. Stundum vogaði ég mér að horfa niður í hyldýpið og virða fyrir mér, hvernig skógivaxnar snarbrattar hlíðarnar runnu saman við himininn og lögðust eins og blá slæða yfir jörð- ina, sem var þarna einhvers staðar langt fyrir neðan. En ég reyndi, hvað ég gat, að horfa bara fram á veginn og hugsa um eitthvað skemmtilegt. Oðru hverju ókum við fram á bíla, sem réðu ekki við færðina. Þeim hafði verið ýtt út á vegarkantinn og biðu þess að verða sóttir - eða eftir því, að vorið bræddi undan bílnum. Nú komu íslensku harðkornadekkin sér vel, því að áfram seiglaðist gamli volvo - þó hægt færi. Einvern timann hlyti þessu að ljúka. Snjórinn var bara í efstu hæðum svo að landamærin gátu ekki verið langt undan. Og okkur hafði verið sagt að löndin tvö, Kosova og Montenegro, mættust á miðri leið, í einmana fjallaskarði, fjarri mannabyggð. Og þarna voru þau loksins, nokkur óhrjáleg hús og kappdúðaðar mann- eskjur, sem komu út til að líta í vega- bréfin okkar og gefa okkur stimpil til að státa af. Hefðum við nú verið seinna á ferð - til dæmis í vor - hefðu þeir eflaust fagnað komu okkar, boðið okkur velkomin með brosi á vör og kannski kampavíni. ísland var - sam- kvæmt viðtekinnihefð - fyrstalandið til þess að viðurkenna sjálfstæði Svart- fjallalands eftir aðskilnaðinn frá Serbíu núna um daginn. Þeir hefðu hugsanlega beðið okkur fyrir kveðju til Ministro Haarde. En, nei, það var ekki einu sinni svo vel, að þeir brostu til okkar, þó að við værum nýheimt úr helju. Eflaust var þetta þeirra daglega brauð. Vond færð og vetrarfrost. Og hver veit, hvort þeir áttu einu sinni ökutæki. Ég sá en gin á staðnum. Jæja, en við vorum sem sagt heimt úr helju og full ástæða til að fagna. Það var ekki eins snjóþungt að vest- anverðu í fjöllunum. Umhverfið ein- hvern veginn mildara og mýkra. Nú loks höfðum við heilsu og löngun til þess að festa fegurð fjallanna á filmu. Við fengum okkur matarbita, gulla- sch og stúfaðar kartöflur, á bóndabæ við vegkantinn. Svartfjallaland er ægifagurt, ógnvekjandi og stórbrotið. Snæviþaktar risafurur teygðu sig til himins, sem logaði enn í síðdegisbirt- unni. Bráðum færi að halla degi. Við urðum að ná til byggða fyrir myrkur. Heljargljúfur Þegar við komum loksins aftur niður á jörðina, tók við magnþrungið gil, sem engann enda ætlaði að taka. Það heitir Tara Canyon og minnti mig á Gran Canyon í Arizona, sem er eitt- hvert ótrúlegasta sköpunarverk guð- anna, sem hugsast getur. Nú var eins og við værum komin í iður jarðar. Við horfðum upp, og einhvers staðar þarna órafjarri, var himinninn, lit- aður rauður. Hér niðri var rökkurbirta og álfur í hverjum hól. Klettaveggirnir voru næstum hvítir á lit, og við lásum úr berginu hvernig jörðin hafði sigið í átt til sjávar. Hvert berglagið á fætur öðru var eins og víravirki samofið grænum gróðri, sem fetaði sig í átt til himins. I gilbotninum hlykkjaðist straumþung og vatnsmikil áin. Þegar við loksins ókum út úr þessari álfa- og tröllabyggð, blöstu við okkur önnur fjöll, sem við urðum líka að komast yfír. En nú var hætt að snjóa, svo að ekkert var að óttast. Það eina sem mengar hina stór- kostlegu fegurð Svartfjallalands, eru mannanna verk - þessar sviplausu, hroðalega ljótu borgir, sem teygja sig í allar áttir með endalausar raðir af íbúðakössum, þar sem fólki var raðað eins og varahlutum á lager, og efna- verksmiðjur með himinháa, fyrrum eldspúandi strompa, sem einhvern tíma höfðu það markmið að bjarga fólki frá örbirgð og sulti, en eru núna eins og krabbamein í landslag- inu. Hvað kom eiginlega fyrir mann- fólkið? Af hverju gat Tito ekki ráðið til sín almennilega arkitekta, sem höfðu eitthvert auga fyrir fegurð og stíl? Af hverju þurftu þeir að eyðileggja svona mikið, byggja öll þessi hús, sem eru bara til niðurrifs i dag? Podgornica, höfuðborg Svartfjallalands, virðist vera eitt af þessum slysum, en við áttum að vísu bara stuttan stans þar. Vildum ná niður á ströndina fyrir myrkur. Keisarahöll og öreigaarkitektúr Næsta dag var ekið stanslaust í tíu tíma (ég ók auðvitað), og við námum ekki staðar fyrr en í króatísku borg- inni Rieka, sem er á sunnanverðum Pulaskaganum. Við vorum búin að hlakka til að gista á almennilegu hót- eli, fara ( heitt bað og borða góðan mat. „Hotel ContinentaT' lofaði góðu. Heimsborgaralegt nafn með risa- stórum stöfum á aðaltorgi bæjarins. Dómkirkjan handan torgsins. Berg- vatnsblár bæjarlækur rennur hjalandi hjá. Hvað gat þaíj verið betra? Hótelið hafði verið byggt af sjálfum Frans Jósef, keisara austurríska heimsveldis- ins, í lok nítjándu aldar. í ungverskum stíl, „grand style“ , sögðu þeir. En allt þetta voru bara Potemkintjöld. Þvilík vonbrigði! Þetta var eiginlega besta dæmið um það, hvernig keisaradæmið og kommúnisminn gátu tortímt hvort öðru, nartað hvort í annað, þar til ekk- ert var eftir nema það versta 1 hvoru- tveggja, afskræming og ljótleiki. Gang- arnir skakkir og skældir, nælonteppi með aldagömlum sígarettugötum á gólfum, veggfóðrið, sem einhvern tíma hafði verið bleikt með grænum laufum, orðið fúlt og litlaust eftir ára- tuga reykingar og andremmu. Þetta var allt svo óendanlega smekklaust og fráhrindandi. Það var varla að við hefðum lyst á því að leggjast til svefns í langþreyttum rúmunum (það var þó hreint á þeim), eða að borða fátæk- legan morgunverðinn, sem var bara lútsterkt kaffi og harðsoðin egg . Við vorum komin út á götu klukkan sjö morguninn eftir. Þó má segja, að við höfum fyrir- gefið allar þessar hremmingar undir lokin, þegar það kom á daginn, að þjónarnir, sem klæddust svörtum vestum og tandurhvítum skyrtum, lýstu þvl yfir, að þeir elskuðu Island. Fyrsta landið í heiminum til að lýsa yfir stuðningi við Króata eftir hrun kommúnismans. Það léttist nú heldur brúnin á mínum manni við þessi tíðindi. Hann tók aftur upp sína fyrri gleði og var eiginlega þegar búinn að gleyma von- brigðum næturinnar. Fínt hótel, sagði hann bara! Bryndís Schram disschram@yahoo.com 5umarútsalan er 3tHfl 60 aisláttur Hœðasmý.ra 4 • s. 544-5 Vertu klár fyrir sumarið! Loffkœlar og varmadœlur fyrir skrifstofur og tölvurými. ÍS-hÚSÍð 566 6000

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.