blaðið - 24.06.2006, Qupperneq 18
18 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 bla6iö
Dauði egósins
„Mér finnst þessi sýning vera eins konar aðför að egóinu. Það má jafnvel segja að hún fjalli um dauða egósins. Egóið er það sem nærir aumingjann og drullusokkinn í manni. Þegar
maður drepur egóið þá hlýtur maður að verða þessi fullkomna gefandi manneskja," segir Baltasar Kormákur meðal annars í viðtalinu.
Baltasar Kormákur, leikstjóri,
hefur mörg járn í eldinum um
þessar mundir. Uppfærsla hans
á Pétri Gaut eftir norska leik-
skáldið Henrik Ibsen sópaði til
sín verðlaunum á Grímunni 2006.
Verkið hefur ennfremur vakið
athygli utan landsteinanna og eru
fyrirhugaðar sýningar á því í Ósló.
Þá er nýlokið tökum á kvikmynd-
inni Mýrinni eftir samnefndri
sögu Arnalds Indriðasonar í
leikstjórn Baltasars og er stefnt á
að myndin komi á hvíta tjaldið í
haust. Einar jónsson settist niður
með Baltasar og ræddi við hann
um Pétur Gaut, Mýrina og sitt-
hvað fleira.
Komu viðtökurnar á verkinu ogþessi
góði árangur á Grímunni á óvart?
„Ég væri óheiðarlegur ef ég myndi
segja að það hefði komið mér bein-
línis á óvart að sýningin hefði hlotið
góðar viðtökur á Grimunni. Viðtök-
urnar á frumsýningu og umfjöll-
unin um sýninguna komu mér aftur
á móti mjög á óvart. Árangurinn á
Grímunni var frekar eins og eðlilegt
framhald af þeim viðtökum sem
verkið hafði fengið.“
Baltasar segir að Pétur Gautur
hafi verið eitt af fyrstu verkunum
sem hann tók þátt í eftir að hann
útskrifaðist úr leiklistarskóla og að
vissir þættir þess hafi alltaf höfðað
sterkt til hans.
„Verkið lifði með mér og svo fann
ég alltaf fyrir meiri og meiri þörf
fyrir að takast á við þetta verkefni.
Það hafði mikið gerst í lífi mínu
frá því að ég kynnist verkinu fyrst
þangað til mér fannst ég vera tilbú-
inn til að ráðast í það og mikið af
þeirri lífsreynslu skilar sér í verkið.“
Uppgjör við sjálfan sig
Finnurðu þá vissa samsömun milli
eigin lífs og verksins?
„Ég finn mjog mikla samsömun
með því og það eru ábyggilega
margir sem gera það að einhverju
leyti. Eins og ég sagði á Grímunni þá
tileinka ég verkið drullusokknum í
sjálfum mér og ég meinti það í fullri
einlægni. Ég á mínar góðu hliðar
líka eins og Pétur Gautur. Ég held
til dæmis að allir sem hafi farið illa
með áfengi geti séð mjög sterka fleti
í þessu verki án þess að það sé ein-
hvers konar áróðursverk gegn áfeng-
isneyslu. Það er í raun magnað hvað
það býður upp á margar túlkanir.
Verkið hefur náð tökum á fólki og
ég hugsa að það tengist einhverri
persónulegri reynslu sem það er að
fara í gegnum.
Þessi saga er eins konar hreinsun-
areldur. Þetta er í raun og veru upp-
gjör manns við sjálfan sig. Það gæti
að einhverju leyti verið lykillinn að
velgengni þessarar sýningar vegna
þess að ég held að flestir eigi reglu-
lega slíkt uppgjör. Sumir gera það á
hverjum mánudegi og gleyma því
svo þegar það kemur helgi.
Annars er oft betra að skilgreina
það sem maður hefur verið að gera í
orðum þegar maður er kominn með
svolitla fjarlægð á það. Mér finnst
þessi sýning vera eins konar aðför að
egóinu. Það má jafnvel segja að hún
fjalli um dauða egósins. Hvernig
drepurðu egóið í sjálfum þér? Eg-
óið er það sem nærir aumingjann
og drullusokkinn í manni, það er
að segja hversu góður maður getur
verið við sjálfan sig. Þegar maður
drepur egóið þá hlýtur maður að
verða þessi fullkomna gefandi
manneskja.“
Er maður þá ekki á vissan hátt að
hafna sjálfum sér?
„Maður setur að minnsta kosti
sjálfan sig einhvers staðar annars
staðar í forgangsröðina. Því fer
fjarri að mér hafi tekist það. Ég get
alveg lofað þér því. Ég held að það
hafi allir í þessari sýningu haft gott
af því að skoða sjálfa sig og þannig
virkar leiklistin bæði fyrir áhorf-
endur og þá sem eru á sviðinu."
Pétur Gautur í útrás
Pétur Gautur hefur vakið athygli út
fyrir landsteinana og er skemmst að
minnast lofsamlegs dóms sem sýn-
ingin fékk hjá leiklistargagnrýnanda
breska dagblaðsins The Guardian. Þá
hafa samlandar Ibsens einnig sýnt
sýningunni áhuga og hefur leikhóp-
urinn í hyggju að setja hana upp í
Ósló.
„Við ætlum beint í gin úlfsins og
sýnaNorðmönnumlbsen. Þaðverður
ábyggilega mjög forvitnilegt að sjá
hvernig þeir taka því. Ég veit ekki
hversu viðkvæmir þeir eru fyrir því
að menn séu að leika sér með hann.
Síðan er ýmislegt annað í bígerð.
Hingað hefur komið fólk frá virtum
leiklistarstofnunum í Bretlandi til
að sjá sýninguna og það er von á
fleirum á sérstakar hátíðarsýningar
nú um helgina.“
Hvað gæti komið út úrþví?
„Það gæti orðið til þess að hún
yrði færð upp á svið í Bretlandi. Við
höfum einnig fundið fyrir áhuga í
Frakklandi og Danmörku. Það hefur
komið okkur þægilega á óvart hvað
henni hefur verið sýndur mikill
áhugi.“
Minnimáttarkennd og
mikilmennskubrjálæði
Nú hefur fœrst í aukana að íslenskt
leikhúsfólk fari utan og setji upp
sýningar. Hvernig blasir það við
þér. Liggja vannýtt tœkifœri á þessu
sviði?
„Ef menn eru stoltir af þvi sem
þeir eru að gera - og Islendingar
eru stoltir af leikhúsinu sínu - þá er
þess virði að flytja það út þó að það
sé ekki til annars en að sýna öðrum
að hér þrífist góð menning. Það eru
aftur á móti ekki miklir peningar í
því. Áhugi í Bretlandi á íslensku leik-
húsi verður ekki að einhverri West
End sýningu sem japanskir túristar
Nikon
Fagmenn þekkja Nikon gæðin.
NIKON Coolpix P3
8,1 milljón pixlar
VR linsa, alvöru hristivörn
3,5 x aðdráttur I linsu (36-126mm)
16 tökustillíngar
2.5'LCDskjár
Video upptaka með hljóði
23 MB innbyggt minni
- hægt að stækka með XD minniskorti
Aðeins 170 g án rafhlöðu
Notar Lithium rafhlöðu
Verð kr. 49.900
NIKON Coolpix P1
8,0 milljón pixlar
Práðlaus yfirfærsla á tölvu og prentara
3 x aðdráttalinsa (36-126mm)
4 x stafrænn aðdráttur
Ljósop f/ 2.7-5.2
Val á milli 19 program stillinga
Innbyggt flass með In Camera red-eye fix
2,5" LCD skjár (upplausn 110.000 punktar)
Quicktime videotaka
Innbyggt 32mbminni
Notar Li-ion rafhlööu EN-EL8/180 myndir
Hleðslutæki, Þyngd 170 g
Verð kr. 34.900
Nikon
FÆST EINNIG i:
BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS
SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 I SMÁRALIND • Sími 530 2900 I KEFLAVÍK • Sími 421 1535 I AKUREYRI ■ Simi 461 5000 I SJÁ NÁNAR: www.ormsson.is
ORMSSON
BlaSiö/Frikki