blaðið - 24.06.2006, Side 22

blaðið - 24.06.2006, Side 22
22 I TILVERA LAUGADAGUR 24. JÚNÍ 2006 bla6iö Leiðinlegur kvilli Það eru gömul sannindi og ný að ísland er lítið land og allir þekkja alla. í rauninni þekkja ekki allir alla en þetta er skemmtileg alhæfing sem Islendingar halda óspart á lofti þegar þeir heimsækja fjarlæg lönd. Ég veit að ég þekki ekki alla. Ég þekki til dæmis ekki Björk, þó hún hafi nú búið í gamla hverfinu mínu, né þekki ég Loga Bergmann eða Ragn- heiði Guðfinnu. Reyndar er ég svo ómannglögg að ég gæti þekkt alla en hreinlega ekki munað eftir því. Ég var einmitt að velta því fyrir mér um daginn af hverju fólk heilsar ekki öllum sem þeir hitta. Ég, og svo margir aðrir, þjáist af þeim leiðinlega ávana að ég er mjög minnug á andlit, reyndar svo mjög að ef ég hef einhvern tímann hitt einstakling þá á ég að muna eftir honum. Hitt er annað mál að það er mjög ólíklegt að ég hafi nokkra hugmynd um hvernig ég þekki einstaklinginn. Ég gæti hafa átt í örstuttu ástarsambandi við hann, verið í barnaskóla með honum eða hann hafi hreinlega afgreitt mig einu sinni í verslun. Þetta er hrikalega leiðinlegur galli því þetta verður til þess að ég heilsa ekki neinum, þar sem ég veit ekki hvort ég þekki ein- staklinginn í raun og veru eða man bara eftir andlitinu því búkurinn var í flottum buxum eitt laugardagskvöld. Það eru ótalmargir sem þjást af þessum sama leið- inlega kvilla og ég. Ég þekki einn ágætan mann sem var á Portúgal í fríi eins og svo margir aðrir. Þar sér hann konu sem hann er sannfærður um að hann þekki vel þótt hann muni ekkert hvaðan. Maðurinn gengur vitanlega upp að konunni, heilsar henni og hefur samræður. Alla ferðina hittir maðurinn konuna reglu- lega, þau hittast ásamt mökunum og eiga kvöldstund saman auk þess sem börnin þeirra leika sér reglulega saman. I lok ferð- arinnar þolir maðurinn ekki lengur við og spyr konuna hvaðan í ósköpunum þau þekkj ast og þá kemur vitaskuld í ljós að þau þekkjast ekki neitt. Hins vegar afgreiðir blessuð konan í verslun sem maðurinn hefur farið í örfáum sinnum. Svona getur minnið truflað okkur og eflaust hafa flestir svipaðá sögu að segja af sér eða sínum. Hið svokallaða „fræga“ fólk á íslandi þekkir þetta vel því þeim er oft heilsað út á götu af ókunnugu fólki sem heldur að þau þekkist. Þetta er algengast hjá fólki sem vinnur í sjónvarpi enda er það í stofum landsmanna á hverju kvöldi. Þess vegna legg ég til að við förum að heilsa öllum sem við mögulega þekkjum úti á götu. Hvort sem við vitum hvar, hvaðan eða hvers vegna við þekkjumst þá er um að gera að láta vaða, brosa fallega og heilsa. Þá getum við fyrst með sanni sagt að allir þekkja alla á íslandi! svanhvit@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Notarðu kynþokkann til að koma þér áfram? Kynþokkinn getur verið öflugt vopn efhann er notaður rétt. Sumir þurfa þó alltafaðfara yfir strikið sem gerir það að verkum að þeir verðafrekar subbulegir oggrófir í samskiptum. Aðrir eru kynþokka- lausir ogþurfa því að beita öðru vopni tilþess aðfá sínuframgengt. En hvað með þig? 11 vinnunni hræðist þú mest: a) Að samstarfsmenn þínir lað- ist ekki að þér b) Að yfirmaður þinn laðist ekki að þér c) Að koma ekki nægilega miklu í verk Gælunafn þitt í vinnunni er: a) „Snertarinn" b) Vinnufélagar þínir kalla þig með nafni eftir að þú tókst fyrir að vera kallaður/kölluð „Juðarinn" c) Kennarasleikjan 3Þú sérð aðlaðandi vinnufé- laga ganga yfir að kaffivél- inni. Hvað gerir þú? a) Ryðst að kaffivélinni og leikur þar á alls oddi til þess að reyna að heilla vinnufélagann. b) Gengur að vélinni og reynir að hugsa eitthvað sniðugt til þess að segja. Sérstaklega ef um er að ræða yfirmann eða reyndari starfsmann. c) Heldur áfram að vinna að þínu og veltir fyrirþér afhverju í ósköpunum það er verið að ráða myndarlegt og heillandi fólk. Það getur valdið truflun og óróa á vinnustaðnum. Hvers kyns fatnaði klæðistu í vinnunni? a) Jakkafötum eða drögtum. Það sendir öðrum þau skilaboð að þarna sé fagmanneskja á ferð. b) Einhverju þröngu eða flegnu sem sýnir línur og hold. c) Ef yfirmaðurinn er nálægt, þá ein- hverju kynþokkafullu annars skiptir það þig engu máli. Þú æsist út af: a) Starfsmannafundum b) Kaffibollum, bréfa- klemmum, skrifstofuhúsgögnum og öllum myndarlegu vinnufélögum þínum. c) Hugmyndinni um að komast í burtu frá öllum aumingjunum í kringum þig. í starfsmannapartíinu sérð þú tækifæri til þess að? a) Daðra við alla sem þú hefur hugsað til undanfarinn mánuð í vinnunni. b) Þú sérð ekkert tækifæri. Þér finnst tímaeyðsla að eiga samskipti Teldu stigin: við vinnufélaga utan vinnutíma. c) Gott tækifæri til þess að koma þér á framfæri við yfirmenn þína. 8Vinkona þín/vinur á mjög myndarlegan maka. Þegar þú hittir þau reynir þú að: a) Tala sem mest við viðkomandi og láta ljós þitt skína. Þú gengur þó ekk- ert lengra en það. b) Forðast þau, af því að þau eru svo meðvituð um líkamlega yfirburði. c) Kynnast makanum nánar. Þú situr þétt við hliðina á honum, leikur á alls oddi og reynir ítrekað að snerta á honum hendina. Þú notar kynþokkann til þessað: a) Koma þér á framfæri b) Þú ert líklega kynþokkalaus, það færðu a.m.k. oft að heyra c) Fá þínu framgengt af og til, ann- ars reynir þú að komast hjá því að fara þessa leið. Það er föstudagur og vinnu- deginum er að ljúka. Hvað gerir þú? a) Dregur vinnufélaga á kaffihús og býður aðlaðandi vinnufélögum upp á drykk. Þú sveiflar hárinu til og frá og segir: „Hver vill koma heim til mín í drykk á eftir?“ á meðan þú blikkar augunum ótt og títt. b) Kemur þér úr vinnunni eins fljótt og þú getur svo að þú getir eitt kvöldinu með góðum vinum eða fjölskyldunni. c) Spyrð yfirmann þinn hvort hann vilji ekki koma og fá sér drykk með þér og brosir blítt. i. a) 3 b) 2 c) 1 2. a)3 b)1 c)2 i% a)3 b)2 01 A. a) 3 b)1 0 2 5. a)1 b)3 02 6. a) 2 b)3 01 7. a)3 b) 1 02 8. a)2 b) 1 03 9. a) 3 b) 1 02 1-9 stig: Þú ert líklega ekki mjög kynþokkafull manneskja. Þér finnst mikilvægara aö vinna þina vinnu vel, i stað þess að leggja þig fram við að heilla vinnufé- lagana. f vinnunni ertu mjög iðinn en tuðar samt sem áður líklega of mikið, samstarfsmönnum þínum til mikils ama. Þrátt fyrir það ertu ekki sérstaklega mik- il höfðingjasleikja og telur að yfirmenn þinir munu taka eftir þinu mikla og góða vinnuframlagi og það muni að lokum koma þér á toppinn. Þú fyrirlítur að mörgu leyti þá sem gera mikið út á kyn- þokkann og hugsar ekkert sérstaklega mikið um útlitið. Nú ættir þú að reyna að gefa meira af þér i vinnunni svo að fólk hætti ekki að umgangast þig. Hafðu það I huga að kynþokki er ekkert endifega það sama og hégómi og það er allt I lagi að leggja stundum áherslu á að vera aðlaðandi. 10-18 stig: Þú átt það til að nota kynþokkann til þess að fá þínu framgengt. Þú gerir þér grein fyrir þvf að hann getur verið öflugt vopn en yfirleitt gætir þú þess þó að fara ekki yfir strikið. Þú leggur þig fram við að heilla yfirmenn þina og ert yfirleitt ekki að eyða mikilli orku í þá sem eru þér lægra settir. Sumum finnst þú líklega vera höfðingjasleikja og það fer f taugarnar á samstarfsmönnum þfnum. Reyndu að leggja þig meira fram f sam- skiptum við vinnufélaga þfna og hafðu það f huga að metorðastiginn verður ekki klífinn með kynþokkanum einum saman. Þú þarft að leggja þig meira fram í vinnunni og leggja áherslu á farsæl sam- skipti ekki aðeins við yfirmenn heldur Ifka jafningja. Þú ert þó á ágætri leið og býrð liklega yfir heilmiklum kynþokka. 19-27 stig: Þetta er nú komið gott þar ssm þú ferð ailtof oft yfir strikið. Þú heldur að þú sért sérstaklega kynþokkafull/ur en flestum finnst þú hins vegar hálf subbuleg/ur og forðast að umgangast þig mikið. Þú þarft að hafa hemil á þér og hætta að daðra við alla sem verða á vegi þfnum. Of mikið daður kemur öðrum úr jafn- vægi. Ef þú heldur þessu áfram þá munu samskipti við samstarfsfólk og vini verða óþægileg. Þú Iftur líklega á þig sem sérstaklega kynþokkafulla veru en margir eru á öðru máli þar sem hegðun þín einkennist oftar en ekki af taktleysi og hégóma. Reyndu nú að rækta félags- legu hliðina án þess að vera upptekin af þvi hvernig þú litur út og sjáðu hvernig gengur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.