blaðið - 01.07.2006, Síða 17

blaðið - 01.07.2006, Síða 17
blaðiö LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 SAG, I 17 jJTf SlU ^ 1 Upphaflega átti að reisa Alþingishúsið í Bakarabekkunni á milli lóðanna þar sem nú eru Bankastræti 7 og Laugavegur 1. BlaÖiÖ/Frikki Ekki aðeins Alþingishús Fyrir utan þingstörfin hefur ýmis konar önnur starfsemi farið fram í gráa steinhúsinu við Austurvöll í gegnum tíðina. Sama ár og þingið hóf þar störf sín var til að mynda Stiftsbókasafnið (Landsbókasafnið) og Forngripasafnið (Þjóðminja- safnið) einnig opnuð þar. Verk í eigu Listasafns Islands voru til sýnis í húsinu frá árinu 1885 og fram til árs- ins 1950 þegar safnið fékk inni í ný- reistu húsnæði Þjóðminjasafnsins. Árið 1899 var Forngripasafnið flutt í hús Landsbankans í Austur- stræti og fékk þá Landsskjalasafnið (Þjóðskjalasafnið) þriðju hæð Al- þingishússins til afnota en þar hafði áður Forngripasafnið verið. Vetur- inn 1908-1909 var Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið flutt í Safna- húsið við Hverfisgötu sem þá var nýreist. Háskóli íslands hóf starfsemi sína i Alþingishúsinu við stofnun hans árið 1911. Við komu stúdentana má segja að orðið hafi bókstaflega orðið þröng á þingi og því var gripið til þess ráðs að hafa þinghald eingöngu á sumrin. Árið 1920 færðistþingstarf aftur á vetrartíma og fór því starf- semi Háskólans og Alþingis fram á sama tíma fram til ársins 1940 er Há- skólinn fluttist í nýtt húsnæði. Þá voru skrifstofur forsetaembætt- isins til húsa í Alþingishúsinu fram til ársins 1973 þegar þær voru fluttar í Stjórnarráðshúsið. Blatiö/Frikki Alþingisgarðurinn er vinalegur retur í miðbsnum þar sem gott er að tylla sér niður á fðgrum degi og njóta veðurblíðunnar. Grjótið sem notað var til byggingar Alþingishússins kom að mestu leyti úr Þingholtunum. Kringlan var byggð við Alþingishúsið árið 1908. Hún var upphaflega reist sem risnuherbergi, síðar varð hún kaffistofa og nú er þar setustofa. i_____m „Hvað er með Asum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöövar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndirfrá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflyljendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal v____________________________________J L. List og saga „Andlit Þjórsdæla - mannlíf fyrr og nú". Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals J Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynniö ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi ^----------------------------------- Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is ogísíma 515 9000. c Landsvirkjun Góðir straumar I 40 ár

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.